Segja fullyrðingar verktaka í Bítinu fjarri sanni Birgir Olgeirsson skrifar 24. október 2018 15:26 Framkvæmdir við Hlíðarenda eru langt komnar en enn er ekki byrjað að sprengja 270 þúsund fermetra af grjóti í burtu við Landspítalann. Fréttablaðið/Anton Brink Fullyrðingar verktakans Leifs Guðjónssonar á Bylgjunni í morgun um framkvæmdir á Hlíðarenda og við Landspítalann standast ekki skoðun. Þetta segja verkefnastjórar framkvæmdanna tveggja í samtali við Vísi en Leifur fór mikinn í útvarpsþættinum Bítið þar sem hann sagðist ekki skilja hvers vegna að efni sem á sprengja við Landspítalann hafi ekki verið nýtt á Hlíðarenda og taldi að áætlanir um flutninga á efni myndu aldrei standast. Búist er við að það muni taka átján mánuði að flytja 270 þúsund rúmmetra af sprengdu grjóti við Barnaspítalann og upp í Bolöldu. Leifur sagðist eiga erfitt með að sjá hvernig þær áætlanir ættu að ganga upp miðað við átta tíma akstur á dag því ekki væri hægt að flytja efni þegar mesti umferðarþunginn er á morgnana og síðdegis þegar fólk er á leið í og úr vinnu. Taldi Leifur óhætt að setja fram að hægt væri að tvöfalda þann tíma.Gert ráð fyrir 8 tíma akstri í 11 tíma glugga Ásbjörn Jónsson, verkefnastjóri fyrirtækisins Nýja Landspítalans, segir í samtali við Vísi að verktakinn sem sér um efnisflutninginn hafi heimild til að flytja efnið sex daga vikunnar frá 8 á morgnana til 9 á kvöldin. Það eru ellefu tímar á hverjum degi en Ásbjörn segir að einungis sé gert ráð fyrir átta tímum á dag í efnisflutninga einmitt út af umferðinni. Verktakinn geti því byrjað eftir mesta umferðarþungan á morgnana, gert hlé á störfum sínum þegar umferðin þyngist aftur síðdegis og byrjað að flytja efni aftur fram á kvöld eftir að hægist á umferðinni.Tímasetningar pössuðu ekki saman Leifur Guðjónsson sagði einnig í þættinum að hann skyldi ekki hvers vegna efnið sem flytja á í burtu frá Landspítalanum hafi ekki verið nýtt í Hlíðarendaverkefnið, en þangað hefur verið flutt mikið magn af efni. Helgi Geirharðsson, verkefnastjóri Hlíðarendaverkefnisins fyrir hönd Reykjavíkurborgar, Íþróttafélagsins Vals og fyrirtækisins Valsmanna, segir það ekki hafa verið mögulegt.Frá framkvæmdum við á lóð Landspítalans við Barnaspítala Hringsins.Fréttablaðið/EyþórHlíðarendaverkefnið sé mjög langt komið en ekki sé byrjað að sprengja þessa 270 þúsund rúmmetrar af efni við Landspítalann. Tímasetningarnar pössuðu því ekki saman. Einnig þurfti að flytja gríðarlega mikinn jarðveg í burtu frá Hlíðarenda vegna framkvæmdanna. Því hefur verið hagað þannig að enginn bíll fer af svæðinu með efni nema hann komi aftur inn á svæðið með efni til að nýta ferðirnar fram og til baka. Ef efnið hefði komið frá Nýja Landspítalanum þá hefði engu að síður þurft að keyra jafn margar ferðir frá Hlíðarenda með mold.Kostnaðurinn um 1,5 milljarðar en ekki þrír Leifur hélt því fram að búið væri að vinna jarðvinnu fyrir þrjá milljarða króna á Hlíðarenda. Helgi segir heildarkostnaðinn vegna jarðvegsskipta, annars vegar borgarinnar og hins vegar allra lóðarhafa á svæðinu, vera um einn og hálfan milljarð króna. Helgi var ráðinn sem verkefnastjóri Hlíðarendaverkefnisins árið 2014 en allt frá þeim tíma hefur verið lagt mikið upp úr því að reyna að fá efni sem fellur til frá öðrum verkefnum í borginni í vegstæði á Hlíðarenda. „Oft er það ekki hægt af því að efnisgerðin er röng eða tímasetningarnar passa ekki eða það er of mikið af mold sem er að fara í burtu,“ segir Helgi. Fyllingarefni fyrir Hlíðarendaverkefnið hefur fengist úr Urriðaholti og hefur mold frá Hlíðarenda farið í hljóðmanir vegna uppbyggingar akstursíþróttasvæðis í Urriðaholti. Mold hefur verið flutt upp í Bolöldu og þaðan fékkst grús sem er notað á Hlíðarenda. Bítið Landspítalinn Skipulag Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Sjá meira
Fullyrðingar verktakans Leifs Guðjónssonar á Bylgjunni í morgun um framkvæmdir á Hlíðarenda og við Landspítalann standast ekki skoðun. Þetta segja verkefnastjórar framkvæmdanna tveggja í samtali við Vísi en Leifur fór mikinn í útvarpsþættinum Bítið þar sem hann sagðist ekki skilja hvers vegna að efni sem á sprengja við Landspítalann hafi ekki verið nýtt á Hlíðarenda og taldi að áætlanir um flutninga á efni myndu aldrei standast. Búist er við að það muni taka átján mánuði að flytja 270 þúsund rúmmetra af sprengdu grjóti við Barnaspítalann og upp í Bolöldu. Leifur sagðist eiga erfitt með að sjá hvernig þær áætlanir ættu að ganga upp miðað við átta tíma akstur á dag því ekki væri hægt að flytja efni þegar mesti umferðarþunginn er á morgnana og síðdegis þegar fólk er á leið í og úr vinnu. Taldi Leifur óhætt að setja fram að hægt væri að tvöfalda þann tíma.Gert ráð fyrir 8 tíma akstri í 11 tíma glugga Ásbjörn Jónsson, verkefnastjóri fyrirtækisins Nýja Landspítalans, segir í samtali við Vísi að verktakinn sem sér um efnisflutninginn hafi heimild til að flytja efnið sex daga vikunnar frá 8 á morgnana til 9 á kvöldin. Það eru ellefu tímar á hverjum degi en Ásbjörn segir að einungis sé gert ráð fyrir átta tímum á dag í efnisflutninga einmitt út af umferðinni. Verktakinn geti því byrjað eftir mesta umferðarþungan á morgnana, gert hlé á störfum sínum þegar umferðin þyngist aftur síðdegis og byrjað að flytja efni aftur fram á kvöld eftir að hægist á umferðinni.Tímasetningar pössuðu ekki saman Leifur Guðjónsson sagði einnig í þættinum að hann skyldi ekki hvers vegna efnið sem flytja á í burtu frá Landspítalanum hafi ekki verið nýtt í Hlíðarendaverkefnið, en þangað hefur verið flutt mikið magn af efni. Helgi Geirharðsson, verkefnastjóri Hlíðarendaverkefnisins fyrir hönd Reykjavíkurborgar, Íþróttafélagsins Vals og fyrirtækisins Valsmanna, segir það ekki hafa verið mögulegt.Frá framkvæmdum við á lóð Landspítalans við Barnaspítala Hringsins.Fréttablaðið/EyþórHlíðarendaverkefnið sé mjög langt komið en ekki sé byrjað að sprengja þessa 270 þúsund rúmmetrar af efni við Landspítalann. Tímasetningarnar pössuðu því ekki saman. Einnig þurfti að flytja gríðarlega mikinn jarðveg í burtu frá Hlíðarenda vegna framkvæmdanna. Því hefur verið hagað þannig að enginn bíll fer af svæðinu með efni nema hann komi aftur inn á svæðið með efni til að nýta ferðirnar fram og til baka. Ef efnið hefði komið frá Nýja Landspítalanum þá hefði engu að síður þurft að keyra jafn margar ferðir frá Hlíðarenda með mold.Kostnaðurinn um 1,5 milljarðar en ekki þrír Leifur hélt því fram að búið væri að vinna jarðvinnu fyrir þrjá milljarða króna á Hlíðarenda. Helgi segir heildarkostnaðinn vegna jarðvegsskipta, annars vegar borgarinnar og hins vegar allra lóðarhafa á svæðinu, vera um einn og hálfan milljarð króna. Helgi var ráðinn sem verkefnastjóri Hlíðarendaverkefnisins árið 2014 en allt frá þeim tíma hefur verið lagt mikið upp úr því að reyna að fá efni sem fellur til frá öðrum verkefnum í borginni í vegstæði á Hlíðarenda. „Oft er það ekki hægt af því að efnisgerðin er röng eða tímasetningarnar passa ekki eða það er of mikið af mold sem er að fara í burtu,“ segir Helgi. Fyllingarefni fyrir Hlíðarendaverkefnið hefur fengist úr Urriðaholti og hefur mold frá Hlíðarenda farið í hljóðmanir vegna uppbyggingar akstursíþróttasvæðis í Urriðaholti. Mold hefur verið flutt upp í Bolöldu og þaðan fékkst grús sem er notað á Hlíðarenda.
Bítið Landspítalinn Skipulag Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Sjá meira