Bregst við gagnrýni og leggur til heimild til þungungarrofs að 22 vikum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. október 2018 10:20 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Fréttablaðið/Ernir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að leggja frumvarp til laga um þungunarrof fyrir Alþingi með rýmri heimildum varðandi tímamörk en miðað var við í drögum að frumvarpinu sem birt voru í samráðsgátt stjórnvalda á dögunum. Heimild til þungungarrofs verða við lok 22. viku verði frumvarpið samþykkt. Gildir þá einu hvaða ástæður liggja að baki ef vilji konunnar er skýr. Gagnrýnt hafði verið að nýja frumvarpið myndi skerða réttindi kvenna. Ráðherra leggur áherslu á að í nýrri löggjöf verði jafnræðis gætt og farið að samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þetta kemur fram í frétt á vef Stjórnarráðsins. Í gildandi lögum er notað hugtakið fóstureyðing en ekki þungunarrof. Lögin kveða á um að heimild til fóstureyðingar verði að grundvallast á læknisfræðilegum eða félagslegum ástæðum, eða þegar þungun er afleiðing refsiverðrar háttsemi. Við þessar aðstæður er fóstureyðing heimil til loka 16. viku meðgöngu. Auk þessa er í gildandi lögum kveðið á um heimild til fóstureyðingar eftir 16 vikur, „séu miklar líkur á vansköpun, erfðagöllum eða sköddun fósturs“. Í þeim drögum að frumvarpi sem nýlega voru birt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda var gert ráð fyrir að heimilt yrði að framkvæma þungunarrof að ósk konu, óháð ástæðum að baki þeim vilja, fram að 18. viku. Einnig var í drögunum gert ráð fyrir takmörkuðum heimildum fyrir þungunarrofi eftir lok 18. viku ef lífi konu væri stefnt í hættu með áframhaldandi þungun eða ef fóstur teldist ekki lífvænlegt til frambúðar.Brást við umsögnum og athugasemdum „Við vinnslu frumvarpsins hefur verið lögð áhersla á að ákvæði þess gangi ekki gegn réttindum og markmiðum samings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Eftirlitsnefnd samnings Sameinuðu þjóðanna hefur gert athugasemdir við löggjöf ríkja þar sem veittar eru heimildir til að framkvæma þungunarrof á öllum stigum meðgöngu þegar fóstur er talið alvarlega fatlað. Þetta er raunin í íslenskri löggjöf þar sem sérstaklega er kveðið á um heimild til fóstureyðingar eftir 16 vikur „séu miklar líkur á vansköpun, erfðagöllum eða sköddun fósturs“ eins og það er orðað í lögunum. Þetta orðalag stríðir jafnframt gegn 8. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks um vitundarvakningu sem skuldbindur ríki til að vinna á móti staðalímyndum og fordómum sem tengjast fötluðu fólki,“ segir í tilkynningunni. Í frumvarpi heilbrigðisráðherra er réttur kvenna til sjálfsforræðis og ákvarðanatöku byggðri á óhlutdrægri fræðslu og ráðgjöf hafður að leiðarljósi og sömuleiðis virðing fyrir mannréttindum og mannlegri reisn. Í kjölfar umsagna og athugasemda við drög að frumvarpi um þungunarrof hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að leggja frumvarp sitt fyrir Alþingi þar sem viðmið heimildar til þungunarrofs verða við lok 22. viku. Gildir þá einu hvaða ástæður liggja að baki ef vilji hlutaðeigandi konu er skýr. Í frumvarpinu verður, líkt og í gildandi lögum, lögð áhersla á að þegar þungunarrofs er óskað skuli það ætíð framkvæmt eins fljótt og auðið er og helst fyrir lok 12. viku. Heilbrigðismál Þungunarrof Tengdar fréttir Fyrirhugað frumvarp skerði rétt kvenna til þungunarrofs Stefnt er að því að frumvarp til nýrra laga um þungunarrof verði lagt fram á yfirstandandi þingi. Drög að frumvarpinu voru kynnt í Samráðsgátt ríkisstjórnarinnar. Stærstur hluti umsagnanna sem barst laut að því að verið væri að þ 15. október 2018 07:00 Þrettán fengu heimild til að rjúfa þungun eftir 16. viku Engri beiðni um að rjúfa þungun eftir 16. viku var synjað í fyrra. 18. október 2018 14:51 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að leggja frumvarp til laga um þungunarrof fyrir Alþingi með rýmri heimildum varðandi tímamörk en miðað var við í drögum að frumvarpinu sem birt voru í samráðsgátt stjórnvalda á dögunum. Heimild til þungungarrofs verða við lok 22. viku verði frumvarpið samþykkt. Gildir þá einu hvaða ástæður liggja að baki ef vilji konunnar er skýr. Gagnrýnt hafði verið að nýja frumvarpið myndi skerða réttindi kvenna. Ráðherra leggur áherslu á að í nýrri löggjöf verði jafnræðis gætt og farið að samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þetta kemur fram í frétt á vef Stjórnarráðsins. Í gildandi lögum er notað hugtakið fóstureyðing en ekki þungunarrof. Lögin kveða á um að heimild til fóstureyðingar verði að grundvallast á læknisfræðilegum eða félagslegum ástæðum, eða þegar þungun er afleiðing refsiverðrar háttsemi. Við þessar aðstæður er fóstureyðing heimil til loka 16. viku meðgöngu. Auk þessa er í gildandi lögum kveðið á um heimild til fóstureyðingar eftir 16 vikur, „séu miklar líkur á vansköpun, erfðagöllum eða sköddun fósturs“. Í þeim drögum að frumvarpi sem nýlega voru birt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda var gert ráð fyrir að heimilt yrði að framkvæma þungunarrof að ósk konu, óháð ástæðum að baki þeim vilja, fram að 18. viku. Einnig var í drögunum gert ráð fyrir takmörkuðum heimildum fyrir þungunarrofi eftir lok 18. viku ef lífi konu væri stefnt í hættu með áframhaldandi þungun eða ef fóstur teldist ekki lífvænlegt til frambúðar.Brást við umsögnum og athugasemdum „Við vinnslu frumvarpsins hefur verið lögð áhersla á að ákvæði þess gangi ekki gegn réttindum og markmiðum samings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Eftirlitsnefnd samnings Sameinuðu þjóðanna hefur gert athugasemdir við löggjöf ríkja þar sem veittar eru heimildir til að framkvæma þungunarrof á öllum stigum meðgöngu þegar fóstur er talið alvarlega fatlað. Þetta er raunin í íslenskri löggjöf þar sem sérstaklega er kveðið á um heimild til fóstureyðingar eftir 16 vikur „séu miklar líkur á vansköpun, erfðagöllum eða sköddun fósturs“ eins og það er orðað í lögunum. Þetta orðalag stríðir jafnframt gegn 8. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks um vitundarvakningu sem skuldbindur ríki til að vinna á móti staðalímyndum og fordómum sem tengjast fötluðu fólki,“ segir í tilkynningunni. Í frumvarpi heilbrigðisráðherra er réttur kvenna til sjálfsforræðis og ákvarðanatöku byggðri á óhlutdrægri fræðslu og ráðgjöf hafður að leiðarljósi og sömuleiðis virðing fyrir mannréttindum og mannlegri reisn. Í kjölfar umsagna og athugasemda við drög að frumvarpi um þungunarrof hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að leggja frumvarp sitt fyrir Alþingi þar sem viðmið heimildar til þungunarrofs verða við lok 22. viku. Gildir þá einu hvaða ástæður liggja að baki ef vilji hlutaðeigandi konu er skýr. Í frumvarpinu verður, líkt og í gildandi lögum, lögð áhersla á að þegar þungunarrofs er óskað skuli það ætíð framkvæmt eins fljótt og auðið er og helst fyrir lok 12. viku.
Heilbrigðismál Þungunarrof Tengdar fréttir Fyrirhugað frumvarp skerði rétt kvenna til þungunarrofs Stefnt er að því að frumvarp til nýrra laga um þungunarrof verði lagt fram á yfirstandandi þingi. Drög að frumvarpinu voru kynnt í Samráðsgátt ríkisstjórnarinnar. Stærstur hluti umsagnanna sem barst laut að því að verið væri að þ 15. október 2018 07:00 Þrettán fengu heimild til að rjúfa þungun eftir 16. viku Engri beiðni um að rjúfa þungun eftir 16. viku var synjað í fyrra. 18. október 2018 14:51 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Fyrirhugað frumvarp skerði rétt kvenna til þungunarrofs Stefnt er að því að frumvarp til nýrra laga um þungunarrof verði lagt fram á yfirstandandi þingi. Drög að frumvarpinu voru kynnt í Samráðsgátt ríkisstjórnarinnar. Stærstur hluti umsagnanna sem barst laut að því að verið væri að þ 15. október 2018 07:00
Þrettán fengu heimild til að rjúfa þungun eftir 16. viku Engri beiðni um að rjúfa þungun eftir 16. viku var synjað í fyrra. 18. október 2018 14:51