Erlent

Fundu líkamshluta við árbakka í norðurhluta Svíþjóðar

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla telur líkamshlutana vera af ungum manni.
Lögregla telur líkamshlutana vera af ungum manni. Getty/perboge
Lögregla í Svíþjóð rannsakar nú andlát manns eftir að höfuð, fótleggir og handleggir fundust í ánni Kalix í norðurhluta landsins. Lögregla telur að um morðmál sé að ræða.

Expressen  hefur eftir lögreglu að líkamshlutarnir séu af ungum manni, líklega erlendum ríkisborgara.

Líkamshlutarnir fundust af vegfaranda í gær, en þeir voru allir á sama stað. Búkurinn hefur þó ekki fundist og hefur lögregla girt af svæði í kringum fundarstaðinn. Kafarar hafa verið að störfum í ánni í dag.

„Þetta er hræðilegt mál,“ segir Lars Öberg, talsmaður lögreglunnar. Unnið sé hörðum höndum að því að bera kennsl á hinn látna.

Lögregla vinnur eftir þeirri kenningu að maðurinn sé ekki frá svæðinu og á hún í samstarfi við lögreglu í öðrum löndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×