Mismunandi forsendur í útreikningi á launamun Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. október 2018 19:00 Prófessor í tölfræði segir kynbundinn launamun misskilning. Skipuleggjendur Kvennafrídagsins segja launamun kynjanna staðreynd. Hann felist í krónum og kjörum. Skipuleggjendur Kvennafrísdagsins fullyrða að konur sé með 26% lægri atvinnutekjur en karlar að meðaltali hér á landi. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra bendir hins vegar á í Facebookfærslu að marktækur tölfræðilegur launamunur sé 5%. Maríanna Clara Lúthersdóttir verkefnastýra Kvennafrísdagsins segir að verið sé að vísa í mismun á heildarkjörum. „Það má endalaust ræða um hvaða tölu á að nota, en við notuðum þessa tölu því við erum líka að berjast fyrir hinu þ.e. lengra fæðingarorlofi og fjölskylduvænna atvinnulífi og þá var augljóst að nota þessa tölu,“ segir Maríanna. Í nýjustu könnunum Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar er launamunur kynjanna 8% og 10% hjá VR. Steinunn Böðvarsdóttir fagstjóri hjá VR segir miðað við ákveðnar forsendur frá árinu 2013 í útreikningum. „Við lítum svo á að til að finna launamun kynjanna þurfum við að skoða málefnalegar breytur og við notum þær hjá VR og þar liggur 10% munur,“ segir Steinunn.Mismunandi forsendur eru notaðar í útreikningi á launamun. Maríanna Clara Lúthersdóttir segir mikilvægt að horfa til heildarlaunamunar kynjannaHún segir enn fremur mikilvægt að horfa til heildarlaunamunar. „Við hljótum að byrja að horfa á mismunandi stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Sú staða endurspeglast í heildarmun á launum kynjanna sem hjá VR er 14% . Sú staða sýnir okkur hvar kynin standa en ekki bara kynbundinn launamun. Þar hljótum við að byrja þessari baráttu fyrir jöfnum launum karla og kvenna,“ segir hún . Helgi Tómasson prófessor í tölfræði við Háskóla Íslandssegir hins vegar um misskilning að ræða í útreikningi og umræðu. „Það er ekki til neitt sem heitir kynbundinn launamunur, það er misskilningshugtak. Ef ekki er tekið tillit til hjónabands og kyns þá er niðurstaðan bara misskilningur,“ segir Helgi. Helgi vísar í alþjóðlegar kannanir þar sem kemur í ljós að hjúskaparstaða karla er einn helsti áhrifavaldur launa „Hjónabandið virðist hækka laun karla mjög mikið en laun hinna þriggja hópanna þ.e. giftra kvenna og ógiftra karla og kvenna er á svipuðu róli. Þetta samspil kyns og hjónabands er alþjóðlegt og það að illa takist að koma tölfræðinni til skila er líka alþjóðlegt,“ segir hann að lokum. Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Prófessor í tölfræði segir kynbundinn launamun misskilning. Skipuleggjendur Kvennafrídagsins segja launamun kynjanna staðreynd. Hann felist í krónum og kjörum. Skipuleggjendur Kvennafrísdagsins fullyrða að konur sé með 26% lægri atvinnutekjur en karlar að meðaltali hér á landi. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra bendir hins vegar á í Facebookfærslu að marktækur tölfræðilegur launamunur sé 5%. Maríanna Clara Lúthersdóttir verkefnastýra Kvennafrísdagsins segir að verið sé að vísa í mismun á heildarkjörum. „Það má endalaust ræða um hvaða tölu á að nota, en við notuðum þessa tölu því við erum líka að berjast fyrir hinu þ.e. lengra fæðingarorlofi og fjölskylduvænna atvinnulífi og þá var augljóst að nota þessa tölu,“ segir Maríanna. Í nýjustu könnunum Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar er launamunur kynjanna 8% og 10% hjá VR. Steinunn Böðvarsdóttir fagstjóri hjá VR segir miðað við ákveðnar forsendur frá árinu 2013 í útreikningum. „Við lítum svo á að til að finna launamun kynjanna þurfum við að skoða málefnalegar breytur og við notum þær hjá VR og þar liggur 10% munur,“ segir Steinunn.Mismunandi forsendur eru notaðar í útreikningi á launamun. Maríanna Clara Lúthersdóttir segir mikilvægt að horfa til heildarlaunamunar kynjannaHún segir enn fremur mikilvægt að horfa til heildarlaunamunar. „Við hljótum að byrja að horfa á mismunandi stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Sú staða endurspeglast í heildarmun á launum kynjanna sem hjá VR er 14% . Sú staða sýnir okkur hvar kynin standa en ekki bara kynbundinn launamun. Þar hljótum við að byrja þessari baráttu fyrir jöfnum launum karla og kvenna,“ segir hún . Helgi Tómasson prófessor í tölfræði við Háskóla Íslandssegir hins vegar um misskilning að ræða í útreikningi og umræðu. „Það er ekki til neitt sem heitir kynbundinn launamunur, það er misskilningshugtak. Ef ekki er tekið tillit til hjónabands og kyns þá er niðurstaðan bara misskilningur,“ segir Helgi. Helgi vísar í alþjóðlegar kannanir þar sem kemur í ljós að hjúskaparstaða karla er einn helsti áhrifavaldur launa „Hjónabandið virðist hækka laun karla mjög mikið en laun hinna þriggja hópanna þ.e. giftra kvenna og ógiftra karla og kvenna er á svipuðu róli. Þetta samspil kyns og hjónabands er alþjóðlegt og það að illa takist að koma tölfræðinni til skila er líka alþjóðlegt,“ segir hann að lokum.
Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira