Stjórnendur Orkuveitu deildu á ræðu Áslaugar Sigurður Mikael Jónsson skrifar 26. október 2018 06:00 Helga Jónsdóttir starfandii forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.. Mynd/OR Á reglubundnum fundi stjórnenda innan Orkuveitu Reykjavíkur (OR) í gær var tekið undir gagnrýni á skipuleggjendur Kvennafrídagsins vegna ræðu Áslaugar Thelmu Einarsdóttur á Arnarhóli við tilefnið. Á fundinum kom samkvæmt heimildum fram afdráttarlaus stuðningur við starfsmannastjóra fyrirtækisins, sem sætti harðri gagnrýni í ræðunni umtöluðu. Líkt og fram hefur komið var Áslaugu sagt upp störfum hjá Orku náttúrunnar (ON), dótturfyrirtæki OR, í september, en hún gagnrýndi fyrrverandi framkvæmdastjóra ON, Bjarna Má Júlíusson, fyrir óviðeigandi hegðun gagnvart starfsfólki. Áslaug segir jafnframt að starfsmannastjórinn hafi vitað af málinu en ekkert aðhafst.Áslaug Thelma Einarsdóttir.Meðal þeirra sem tóku undir gagnrýnina á ræðu Áslaugar var Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri OR. Skipuleggjendur Kvennafrídagsins hafa sætt gagnrýni fyrir að hafa veitt Áslaugu vettvang til að ráðast í ræðu á aðra konu, Sólrúnu Kristjánsdóttur, starfsmannastjóra OR. Hafa skipuleggjendur verið krafðir um afsökunarbeiðni en þeir segjast standa við ákvörðunina um að leyfa Áslaugu að flytja erindi á kvennafrídaginn. Á fundi stjórnenda OR í gær bar málefni starfsmannastjóra OR og ádeilu á ræðu Áslaugar Thelmu á góma en meðal viðstaddra var starfsmannastjórinn sjálfur. Einhverjum fundarmanna kom á óvart hversu afdráttarlaus stuðningur við gagnrýnina á ræðuna og við starfsmannastjórann var á fundinum. Í ljósi þess að nú stendur yfir úttekt á vinnustaðarmenningu og málefnum tiltekinna starfsmanna OR og dótturfélaga litu sumir svo á að starfandi forstjóri hefði sérstaklega átt að gæta hlutleysis. „Ég hef ekki annað um það að segja heldur en að ég tel mikilvægt að ég tjái mig ekki um þau mál fyrr en úttekt liggur fyrir. En ég legg áherslu á að ég er forstjóri í fyrirtækinu, ég er ekki að vinna þessa úttekt. Það sem ég var að segja var að ég var afskaplega stolt, þegar ég stóð á Arnarhóli sem fulltrúi fyrirtækis sem hefur tekist það sem nú er búið að stefna að frá 1975, að útrýma kynbundnum launamun, það hefur tekist hjá Orkuveitunni, og að mér fyndist að fólk sem þar hefur staðið í stafni ætti að fá þakkir fyrir,“ segir Helga og vísar til þess að sem starfsmannastjóri hafi Sólrún gegnt lykilhlutverki í átaki gegn kynbundnum launamun innan OR. Hörð gagnrýni á hana í ræðunni hafi því verið ómakleg. Sólrún vildi ekki svara ræðu Áslaugar í samtali við blaðið. Birtist í Fréttablaðinu MeToo Orkumál Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Krefur skipuleggjendur Kvennafrídagsins um afsökunarbeiðni vegna ræðu Áslaugar Thelmu Hildur segir umfjöllun fjölmiðla um mál Áslaugar Thelmu einhliða og lýsir yfir áhyggjum af trúverðugleika #MeToo-byltingarinnar, komi í ljós að Áslaug Thelma sé ekki að segja satt. 25. október 2018 06:50 „Þess vegna hafi þurft að reka þig, svo hann gæti haldið áfram að vera góður rekstrarmaður“ Áslaug Thelma sagði frá sinni upplifun af OR-málinu. 24. október 2018 16:37 Standa með ákvörðun sinni með að gefa Áslaugu Thelmu orðið Vissu að ákvörðunin yrði umdeild. 25. október 2018 14:59 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira
Á reglubundnum fundi stjórnenda innan Orkuveitu Reykjavíkur (OR) í gær var tekið undir gagnrýni á skipuleggjendur Kvennafrídagsins vegna ræðu Áslaugar Thelmu Einarsdóttur á Arnarhóli við tilefnið. Á fundinum kom samkvæmt heimildum fram afdráttarlaus stuðningur við starfsmannastjóra fyrirtækisins, sem sætti harðri gagnrýni í ræðunni umtöluðu. Líkt og fram hefur komið var Áslaugu sagt upp störfum hjá Orku náttúrunnar (ON), dótturfyrirtæki OR, í september, en hún gagnrýndi fyrrverandi framkvæmdastjóra ON, Bjarna Má Júlíusson, fyrir óviðeigandi hegðun gagnvart starfsfólki. Áslaug segir jafnframt að starfsmannastjórinn hafi vitað af málinu en ekkert aðhafst.Áslaug Thelma Einarsdóttir.Meðal þeirra sem tóku undir gagnrýnina á ræðu Áslaugar var Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri OR. Skipuleggjendur Kvennafrídagsins hafa sætt gagnrýni fyrir að hafa veitt Áslaugu vettvang til að ráðast í ræðu á aðra konu, Sólrúnu Kristjánsdóttur, starfsmannastjóra OR. Hafa skipuleggjendur verið krafðir um afsökunarbeiðni en þeir segjast standa við ákvörðunina um að leyfa Áslaugu að flytja erindi á kvennafrídaginn. Á fundi stjórnenda OR í gær bar málefni starfsmannastjóra OR og ádeilu á ræðu Áslaugar Thelmu á góma en meðal viðstaddra var starfsmannastjórinn sjálfur. Einhverjum fundarmanna kom á óvart hversu afdráttarlaus stuðningur við gagnrýnina á ræðuna og við starfsmannastjórann var á fundinum. Í ljósi þess að nú stendur yfir úttekt á vinnustaðarmenningu og málefnum tiltekinna starfsmanna OR og dótturfélaga litu sumir svo á að starfandi forstjóri hefði sérstaklega átt að gæta hlutleysis. „Ég hef ekki annað um það að segja heldur en að ég tel mikilvægt að ég tjái mig ekki um þau mál fyrr en úttekt liggur fyrir. En ég legg áherslu á að ég er forstjóri í fyrirtækinu, ég er ekki að vinna þessa úttekt. Það sem ég var að segja var að ég var afskaplega stolt, þegar ég stóð á Arnarhóli sem fulltrúi fyrirtækis sem hefur tekist það sem nú er búið að stefna að frá 1975, að útrýma kynbundnum launamun, það hefur tekist hjá Orkuveitunni, og að mér fyndist að fólk sem þar hefur staðið í stafni ætti að fá þakkir fyrir,“ segir Helga og vísar til þess að sem starfsmannastjóri hafi Sólrún gegnt lykilhlutverki í átaki gegn kynbundnum launamun innan OR. Hörð gagnrýni á hana í ræðunni hafi því verið ómakleg. Sólrún vildi ekki svara ræðu Áslaugar í samtali við blaðið.
Birtist í Fréttablaðinu MeToo Orkumál Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Krefur skipuleggjendur Kvennafrídagsins um afsökunarbeiðni vegna ræðu Áslaugar Thelmu Hildur segir umfjöllun fjölmiðla um mál Áslaugar Thelmu einhliða og lýsir yfir áhyggjum af trúverðugleika #MeToo-byltingarinnar, komi í ljós að Áslaug Thelma sé ekki að segja satt. 25. október 2018 06:50 „Þess vegna hafi þurft að reka þig, svo hann gæti haldið áfram að vera góður rekstrarmaður“ Áslaug Thelma sagði frá sinni upplifun af OR-málinu. 24. október 2018 16:37 Standa með ákvörðun sinni með að gefa Áslaugu Thelmu orðið Vissu að ákvörðunin yrði umdeild. 25. október 2018 14:59 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira
Krefur skipuleggjendur Kvennafrídagsins um afsökunarbeiðni vegna ræðu Áslaugar Thelmu Hildur segir umfjöllun fjölmiðla um mál Áslaugar Thelmu einhliða og lýsir yfir áhyggjum af trúverðugleika #MeToo-byltingarinnar, komi í ljós að Áslaug Thelma sé ekki að segja satt. 25. október 2018 06:50
„Þess vegna hafi þurft að reka þig, svo hann gæti haldið áfram að vera góður rekstrarmaður“ Áslaug Thelma sagði frá sinni upplifun af OR-málinu. 24. október 2018 16:37
Standa með ákvörðun sinni með að gefa Áslaugu Thelmu orðið Vissu að ákvörðunin yrði umdeild. 25. október 2018 14:59