Erlent

Öflugur skjálfti vestur af Grikklandi

Atli Ísleifsson skrifar
Fjölmargir íbúar vörðu nóttinni utandyra af ótta við frekari skjálfta.
Fjölmargir íbúar vörðu nóttinni utandyra af ótta við frekari skjálfta. EPA/KONSTANTINOS SYNETOS
Öflugur skjálfti, 6,4 að stærð, reið yfir vestur af Grikklandi í nótt og fannst hann víða í vesturhluta landsins. Skjálftinn varð skömmu fyrir klukkan tvö að staðartíma í nótt, um 50 kílómetrum suður af eyjunni Zakynthos.

Í frétt BBC segir að ekki sé vitað til þess að nokkur hafi slasast í skjálftanum en nokkrar skemmdir urðu á höfn á eyjunni og á fjórtándu aldar klaustri, suður af Zakynthos.

Nokkrir eftirskjálftar urðu í kjölfar stóra skjálftans og var skólum á Zakynthos lokað í dag. Fjölmargir íbúar vörðu nóttinni utandyra af ótta við frekari skjálfta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×