Gengu ber að ofan upp Esjuna Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 27. október 2018 20:15 Margeir Steinar Ingólfsson á Esjunni í dag. Vísir/Margeir Margeir Steinar Ingólfsson sem flestir þekkja undir nafninu DJ Margeir gekk í dag ásamt hópi fólks ber að ofan á Esjuna. Hann segir þetta vera hluta af þjálfun sem hann er í og unnið er með ákveðna öndunar tækni. „Þetta er náttúrulega svolítið sturlað. En ég er sem sagt að þjálfa hug og líkama og þar er kuldaþjálfun ákveðinn partur af prógramminu. Við erum að nota aðferðir sem að Hollendingur að nafni Wim Hof hefur þróað og kennt er hjá Primal. Wim Hof er sem sagt maður sem hefur notað öndunar tækni, kulda og staðfestu í að þróa líkama sinn áfram. Hann segir að kuldinn sé sinn varmi vinur,“ segir Margeir.Var kuldaskræfa áður Margeir segir að þessi öndunar tækni stuðli að því að maður þoli kulda miklu betur og hækkar um leið sársaukaþröskuldinn ásamt því að efla ónæmiskerfið og minnka bólgur. „Fyrir nokkrum mánuðum var ég þvílík kuldaskræfa og byrjaði ekki að nota þessa öndunar tækni fyrr en núna í maí og dag var ég að gera þetta að labba upp Esjuna hálfnakinn í frosti og vindbarinn og mér fannst þetta bara furðu lítið mál. Við vorum sirka 20 manns sem lögðum af stað. Við byrjuðum bara á því að hittast og anda og tókum svona fjóra öndunarhringi og svo bara afklæddumst við og lögðum af stað,“ segir Margeir.Frá göngunni í dag.Vísir/MargeirÁkveðin hugarleikfimi Margeir segir að þetta sé ákveðin hugarleikfimi og að lokatakmarkið með þessu sé að ná fullkominni stjórn á huga og líkama. „Þannig að galdurinn er að láta hugann ekki blekkja sig. Ef maður pælir í því þá er maðurinn háþróaðasta skepnan á jörðinni, við gengum um nakin löngu áður en að við lærðum að sauma á okkur hlý föt. Við eigum að þola kulda. Í dag erum við með allt of mikla kyndingu á húsunum okkar og við sækjum í þægindi. Og þá má alveg spyrja sig að því hvort við séum orðin fíklar í þægindi? Þetta er svolítið konseptið að fara lengra með líkamann og leyfa honum svolítið að kljást við erfiðar aðstæður, bæði andlega og líkamlega. Og þá getum við sagt að lokatakmarkið á þessu sé það að ná fullkominni stjórn á huga og líkama,“ segir Margeir. Spurður út í það hvernig honum líði eftir þetta þá var hann nokkuð brattur. „Það er ótrúlega mikil vellíðunartilfinning sem hríslast enn um líkamann og ég get ímyndað mér að ég muni sofa mjög vel í nótt,“ segir Margeir. Esjan Heilsa Reykjavík Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Sjá meira
Margeir Steinar Ingólfsson sem flestir þekkja undir nafninu DJ Margeir gekk í dag ásamt hópi fólks ber að ofan á Esjuna. Hann segir þetta vera hluta af þjálfun sem hann er í og unnið er með ákveðna öndunar tækni. „Þetta er náttúrulega svolítið sturlað. En ég er sem sagt að þjálfa hug og líkama og þar er kuldaþjálfun ákveðinn partur af prógramminu. Við erum að nota aðferðir sem að Hollendingur að nafni Wim Hof hefur þróað og kennt er hjá Primal. Wim Hof er sem sagt maður sem hefur notað öndunar tækni, kulda og staðfestu í að þróa líkama sinn áfram. Hann segir að kuldinn sé sinn varmi vinur,“ segir Margeir.Var kuldaskræfa áður Margeir segir að þessi öndunar tækni stuðli að því að maður þoli kulda miklu betur og hækkar um leið sársaukaþröskuldinn ásamt því að efla ónæmiskerfið og minnka bólgur. „Fyrir nokkrum mánuðum var ég þvílík kuldaskræfa og byrjaði ekki að nota þessa öndunar tækni fyrr en núna í maí og dag var ég að gera þetta að labba upp Esjuna hálfnakinn í frosti og vindbarinn og mér fannst þetta bara furðu lítið mál. Við vorum sirka 20 manns sem lögðum af stað. Við byrjuðum bara á því að hittast og anda og tókum svona fjóra öndunarhringi og svo bara afklæddumst við og lögðum af stað,“ segir Margeir.Frá göngunni í dag.Vísir/MargeirÁkveðin hugarleikfimi Margeir segir að þetta sé ákveðin hugarleikfimi og að lokatakmarkið með þessu sé að ná fullkominni stjórn á huga og líkama. „Þannig að galdurinn er að láta hugann ekki blekkja sig. Ef maður pælir í því þá er maðurinn háþróaðasta skepnan á jörðinni, við gengum um nakin löngu áður en að við lærðum að sauma á okkur hlý föt. Við eigum að þola kulda. Í dag erum við með allt of mikla kyndingu á húsunum okkar og við sækjum í þægindi. Og þá má alveg spyrja sig að því hvort við séum orðin fíklar í þægindi? Þetta er svolítið konseptið að fara lengra með líkamann og leyfa honum svolítið að kljást við erfiðar aðstæður, bæði andlega og líkamlega. Og þá getum við sagt að lokatakmarkið á þessu sé það að ná fullkominni stjórn á huga og líkama,“ segir Margeir. Spurður út í það hvernig honum líði eftir þetta þá var hann nokkuð brattur. „Það er ótrúlega mikil vellíðunartilfinning sem hríslast enn um líkamann og ég get ímyndað mér að ég muni sofa mjög vel í nótt,“ segir Margeir.
Esjan Heilsa Reykjavík Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Sjá meira