Umdeild gæludýraklónun aðeins á færi þeirra ríku: "Er þetta ekki frekar ógeðslegt?“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. október 2018 11:11 Dorrit og Sámur árið 2012. Fréttablaðið/Stefán Fréttir af því að Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, hygðist klóna hundinn Sám vöktu mikla athygli í gær. Netverjar settu málið margir í skoplegt samhengi og aðrir hneyksluðust á því. Gæludýraklónun er enda umdeild, kostnaðarsöm og vekur upp ýmsar siðferðislegar spurningar. Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi Forseti Íslands, greindi frá því í Morgunkaffinu á Rás 2 í gær að Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, hafi ákveðið að láta klóna hund hjónanna, Sám, sem fylgdi þeim í forsetatíð þeirra. Ólafur sagði sýni hafa verið tekin úr Sámi og sent til fyrirtækis í Texas og þannig væri hægt að klóna Sám hvenær sem er. „Þetta er auðvitað dálítið óhugnanleg veröld en gerir það að verkum að þó Sámur verði allur getum við haldið áfram að hafa Sám okkur til ánægju og líka til að velja úr hverjum sé treystandi og hverjum ekki,“ sagði Ólafur Ragnar í þættinum í gær.Gamli Sámur og klónaði Sámur Þetta vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum í gær og slógu margir fréttinni upp í grín. Egill Helgason fjölmiðlamaður spurði þó fylgjendur sína á Facebook hvort væntanleg klónun Sáms væri ekki „frekar ógeðsleg“ og þá sagði íþróttafréttakonan Edda Sif Pálsdóttir að ákvörðun Dorritar væri „það sturlaðasta“ sem hún hefði séð í langan tíma.Þetta er það sturlaðasta sem ég hef séð í mjög langan tíma. Og ég get ekki hætt að hugsa um þetta https://t.co/ShDUfFMJWF — Edda Sif Pálsdóttir (@EddaSifPalsd) October 27, 2018Góða helgi.https://t.co/mR9sv8kWYr — Ævar Þór Ben (@aevarthor) October 27, 2018Gamli Sámur og klónaði Sámur: pic.twitter.com/mfpdzxfrwy — Ármann Jakobsson (@ArmannJa) October 27, 2018Umdeilt og aðeins á færi þeirra efnameiri Gæludýraklónun hefur enda vakið upp siðferðislegar spurningar síðan fyrsti hundurinn var klónaður árið 2005. Í úttekt Smithsonian-tímaritsins frá því í mars síðastliðnum er farið ítarlega yfir þessar spurningar, auk kostnaðar og fleiri þátta. Samkvæmt verðskrá bandaríska fyrirtækisins Viagen Pets, sem sérhæfir sig í klónun gæludýra, kostar 50 þúsund Bandaríkjadali, eða um sex milljónir íslenskra króna, að klóna hund og ætla má að Dorrit og Ólafur þurfi að reiða fram sambærilega greiðslu, láti þau verða af því að klóna Sám. Klónaður köttur fæst fyrir helminginn, eða um þrjár milljónir króna. Það er því ekki á allra færi að láta klóna gæludýr sín, enda hefur athæfið líklega einskorðast við þá efnameiri hingað til. Tveir af þremur hundum söngkonunnar Barbra Streisand eru til að mynda klón en báðir eru þeir eftirmyndir tíkurinnar Samönthu, sem drapst í fyrra. Málið vakti töluverða athygli þegar Streisand greindi frá þessu í viðtali við Variety fyrr á þessu ári.Snuppy, fyrsta hundaklónið, sést hér til hægri á mynd. Fyrirmyndin er við hlið hans.Vísir/gettyÓmögulegt að klóna persónuleika Klónun er jafnframt ákveðnum takmörkunum háð en við klónun á fyrsta hundinum þurfti 123 „staðgöngutíkur“ og yfir þúsund fósturvísa áður en frjóvgun heppnaðist og Snuppy, fyrsta hundaklónið, kom í heiminn. Spurningar um dýravelferð í tengslum við klónun hafa vaknað vegna þessa, og því velt upp hvort aðbúnaður dýra sem notuð eru í slíka „framleiðslu“ sé samkvæmt reglum. Þá hefur einnig verið bent á að ekki er hægt að klóna persónuleika dýranna en ætla má að persónuleiki sé sem einmitt helsta ástæðan fyrir því að syrgjandi gæludýraeigendur kanni möguleika á klónun. „Allt sem skiptir okkur máli þegar kemur að persónuleika hunds er ekki að finna í þessum genum. Þetta byggist allt á samspili þessa erfðamengis og umhverfisins, sem hefst strax í leginu – líkt og gildir um mannfólk,“ hefur Smithsonian eftir Alexöndru Horowitz, yfirmanni sérstakrar hundarannsóknarstofu hins bandaríska Colombia-háskóla. Dýr Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira
Fréttir af því að Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, hygðist klóna hundinn Sám vöktu mikla athygli í gær. Netverjar settu málið margir í skoplegt samhengi og aðrir hneyksluðust á því. Gæludýraklónun er enda umdeild, kostnaðarsöm og vekur upp ýmsar siðferðislegar spurningar. Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi Forseti Íslands, greindi frá því í Morgunkaffinu á Rás 2 í gær að Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, hafi ákveðið að láta klóna hund hjónanna, Sám, sem fylgdi þeim í forsetatíð þeirra. Ólafur sagði sýni hafa verið tekin úr Sámi og sent til fyrirtækis í Texas og þannig væri hægt að klóna Sám hvenær sem er. „Þetta er auðvitað dálítið óhugnanleg veröld en gerir það að verkum að þó Sámur verði allur getum við haldið áfram að hafa Sám okkur til ánægju og líka til að velja úr hverjum sé treystandi og hverjum ekki,“ sagði Ólafur Ragnar í þættinum í gær.Gamli Sámur og klónaði Sámur Þetta vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum í gær og slógu margir fréttinni upp í grín. Egill Helgason fjölmiðlamaður spurði þó fylgjendur sína á Facebook hvort væntanleg klónun Sáms væri ekki „frekar ógeðsleg“ og þá sagði íþróttafréttakonan Edda Sif Pálsdóttir að ákvörðun Dorritar væri „það sturlaðasta“ sem hún hefði séð í langan tíma.Þetta er það sturlaðasta sem ég hef séð í mjög langan tíma. Og ég get ekki hætt að hugsa um þetta https://t.co/ShDUfFMJWF — Edda Sif Pálsdóttir (@EddaSifPalsd) October 27, 2018Góða helgi.https://t.co/mR9sv8kWYr — Ævar Þór Ben (@aevarthor) October 27, 2018Gamli Sámur og klónaði Sámur: pic.twitter.com/mfpdzxfrwy — Ármann Jakobsson (@ArmannJa) October 27, 2018Umdeilt og aðeins á færi þeirra efnameiri Gæludýraklónun hefur enda vakið upp siðferðislegar spurningar síðan fyrsti hundurinn var klónaður árið 2005. Í úttekt Smithsonian-tímaritsins frá því í mars síðastliðnum er farið ítarlega yfir þessar spurningar, auk kostnaðar og fleiri þátta. Samkvæmt verðskrá bandaríska fyrirtækisins Viagen Pets, sem sérhæfir sig í klónun gæludýra, kostar 50 þúsund Bandaríkjadali, eða um sex milljónir íslenskra króna, að klóna hund og ætla má að Dorrit og Ólafur þurfi að reiða fram sambærilega greiðslu, láti þau verða af því að klóna Sám. Klónaður köttur fæst fyrir helminginn, eða um þrjár milljónir króna. Það er því ekki á allra færi að láta klóna gæludýr sín, enda hefur athæfið líklega einskorðast við þá efnameiri hingað til. Tveir af þremur hundum söngkonunnar Barbra Streisand eru til að mynda klón en báðir eru þeir eftirmyndir tíkurinnar Samönthu, sem drapst í fyrra. Málið vakti töluverða athygli þegar Streisand greindi frá þessu í viðtali við Variety fyrr á þessu ári.Snuppy, fyrsta hundaklónið, sést hér til hægri á mynd. Fyrirmyndin er við hlið hans.Vísir/gettyÓmögulegt að klóna persónuleika Klónun er jafnframt ákveðnum takmörkunum háð en við klónun á fyrsta hundinum þurfti 123 „staðgöngutíkur“ og yfir þúsund fósturvísa áður en frjóvgun heppnaðist og Snuppy, fyrsta hundaklónið, kom í heiminn. Spurningar um dýravelferð í tengslum við klónun hafa vaknað vegna þessa, og því velt upp hvort aðbúnaður dýra sem notuð eru í slíka „framleiðslu“ sé samkvæmt reglum. Þá hefur einnig verið bent á að ekki er hægt að klóna persónuleika dýranna en ætla má að persónuleiki sé sem einmitt helsta ástæðan fyrir því að syrgjandi gæludýraeigendur kanni möguleika á klónun. „Allt sem skiptir okkur máli þegar kemur að persónuleika hunds er ekki að finna í þessum genum. Þetta byggist allt á samspili þessa erfðamengis og umhverfisins, sem hefst strax í leginu – líkt og gildir um mannfólk,“ hefur Smithsonian eftir Alexöndru Horowitz, yfirmanni sérstakrar hundarannsóknarstofu hins bandaríska Colombia-háskóla.
Dýr Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira