Villikettir vilja skýringar frá bænum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. október 2018 20:45 Forsvarsmaður Kisukots á Akureyri er ósáttur með að bæjaryfirvöld hafi ekki útskýrt af hverju þau vilji ekki fara í samstarf um umsjón með villiköttum í bænum. Félagið segist bjóða upp á nútímalegri meðferð á villiköttum en sveitarfélög hafa boðið upp á. Dýraverndunarfélagið Villikettir var stofnað árið 2014 til þess að standa vörð um dýravernd fyrir villi- og vergangsketti á Íslandi. Akureyrardeild félagsins hefur verið starfrækt í tvö ár og er Ragnheiður Gunnarsdóttir í forsvari fyrir félagið á Akureyri auk þess sem hún hefur starfrækt Kisukot í bænum um árabil. „Við erum aðallega að ná villiköttum í bænum og stundum tökum við heimilisketti eða vergangsketti. Við geldum villikettina, sleppum þeim aftur út og sjáum um að gefa þeim að borða og að þeir fái skjól.“ Þetta segir Ragnheiður að sé mannúðlegri aðferð til þess að stemma í stigu við fjölgun villikatta. Og það virðist ganga vel en samkvæmt upplýsingum sem Ragnheiður hefur fengið frá bænum hefur enginn köttur komið inn til dýraeftilitsins það sem af er ári. Hefur félagið í tvígang óskað eftir samstarfi við bæinn en fengið neitun í bæði skiptin. Erfiðlega hefur gengið að fá nánari útskýringar á því af hverju bærinn vill ekki fara í samstarf með félaginu. „Við erum ekki að biðja bæinn um neitt fjármagn. Við erum bara að biðja um að fá leyfi til þess að hugsa um villikettina í bænum og vergangskettina. Þeir hafa tvisvar sinnum neitað samstarfi. Þeir segja að það sé út af reglum um kattahald. Við báðum um nánari útskýringu en við höfum ekki fengið hana 34 dögum síðar.“ Félagið hefur nú þegar gert samstarf við fimm sveitarfélög á landinu, þar með talið Hafnarfjörð og segir Ragnheiður að samstarfið hafi gengið vel. En af hverju vilja samtökin fá þetta leyfi? „Þá höfum við staðfestingu á því að við megum gera það sem við erum að gera. Þetta er ný aðferð. Í staðinn fyrir að taka ketti og lóga þeim eins og sveitarfélag hafa gert þá er þetta betri aðferð. Við stoppum fjölgunina og gefum þeim að borða. Þetta er nútímalegri aðferð við spornun villikatta.“ Dýr Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Forsvarsmaður Kisukots á Akureyri er ósáttur með að bæjaryfirvöld hafi ekki útskýrt af hverju þau vilji ekki fara í samstarf um umsjón með villiköttum í bænum. Félagið segist bjóða upp á nútímalegri meðferð á villiköttum en sveitarfélög hafa boðið upp á. Dýraverndunarfélagið Villikettir var stofnað árið 2014 til þess að standa vörð um dýravernd fyrir villi- og vergangsketti á Íslandi. Akureyrardeild félagsins hefur verið starfrækt í tvö ár og er Ragnheiður Gunnarsdóttir í forsvari fyrir félagið á Akureyri auk þess sem hún hefur starfrækt Kisukot í bænum um árabil. „Við erum aðallega að ná villiköttum í bænum og stundum tökum við heimilisketti eða vergangsketti. Við geldum villikettina, sleppum þeim aftur út og sjáum um að gefa þeim að borða og að þeir fái skjól.“ Þetta segir Ragnheiður að sé mannúðlegri aðferð til þess að stemma í stigu við fjölgun villikatta. Og það virðist ganga vel en samkvæmt upplýsingum sem Ragnheiður hefur fengið frá bænum hefur enginn köttur komið inn til dýraeftilitsins það sem af er ári. Hefur félagið í tvígang óskað eftir samstarfi við bæinn en fengið neitun í bæði skiptin. Erfiðlega hefur gengið að fá nánari útskýringar á því af hverju bærinn vill ekki fara í samstarf með félaginu. „Við erum ekki að biðja bæinn um neitt fjármagn. Við erum bara að biðja um að fá leyfi til þess að hugsa um villikettina í bænum og vergangskettina. Þeir hafa tvisvar sinnum neitað samstarfi. Þeir segja að það sé út af reglum um kattahald. Við báðum um nánari útskýringu en við höfum ekki fengið hana 34 dögum síðar.“ Félagið hefur nú þegar gert samstarf við fimm sveitarfélög á landinu, þar með talið Hafnarfjörð og segir Ragnheiður að samstarfið hafi gengið vel. En af hverju vilja samtökin fá þetta leyfi? „Þá höfum við staðfestingu á því að við megum gera það sem við erum að gera. Þetta er ný aðferð. Í staðinn fyrir að taka ketti og lóga þeim eins og sveitarfélag hafa gert þá er þetta betri aðferð. Við stoppum fjölgunina og gefum þeim að borða. Þetta er nútímalegri aðferð við spornun villikatta.“
Dýr Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira