Villikettir vilja skýringar frá bænum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. október 2018 20:45 Forsvarsmaður Kisukots á Akureyri er ósáttur með að bæjaryfirvöld hafi ekki útskýrt af hverju þau vilji ekki fara í samstarf um umsjón með villiköttum í bænum. Félagið segist bjóða upp á nútímalegri meðferð á villiköttum en sveitarfélög hafa boðið upp á. Dýraverndunarfélagið Villikettir var stofnað árið 2014 til þess að standa vörð um dýravernd fyrir villi- og vergangsketti á Íslandi. Akureyrardeild félagsins hefur verið starfrækt í tvö ár og er Ragnheiður Gunnarsdóttir í forsvari fyrir félagið á Akureyri auk þess sem hún hefur starfrækt Kisukot í bænum um árabil. „Við erum aðallega að ná villiköttum í bænum og stundum tökum við heimilisketti eða vergangsketti. Við geldum villikettina, sleppum þeim aftur út og sjáum um að gefa þeim að borða og að þeir fái skjól.“ Þetta segir Ragnheiður að sé mannúðlegri aðferð til þess að stemma í stigu við fjölgun villikatta. Og það virðist ganga vel en samkvæmt upplýsingum sem Ragnheiður hefur fengið frá bænum hefur enginn köttur komið inn til dýraeftilitsins það sem af er ári. Hefur félagið í tvígang óskað eftir samstarfi við bæinn en fengið neitun í bæði skiptin. Erfiðlega hefur gengið að fá nánari útskýringar á því af hverju bærinn vill ekki fara í samstarf með félaginu. „Við erum ekki að biðja bæinn um neitt fjármagn. Við erum bara að biðja um að fá leyfi til þess að hugsa um villikettina í bænum og vergangskettina. Þeir hafa tvisvar sinnum neitað samstarfi. Þeir segja að það sé út af reglum um kattahald. Við báðum um nánari útskýringu en við höfum ekki fengið hana 34 dögum síðar.“ Félagið hefur nú þegar gert samstarf við fimm sveitarfélög á landinu, þar með talið Hafnarfjörð og segir Ragnheiður að samstarfið hafi gengið vel. En af hverju vilja samtökin fá þetta leyfi? „Þá höfum við staðfestingu á því að við megum gera það sem við erum að gera. Þetta er ný aðferð. Í staðinn fyrir að taka ketti og lóga þeim eins og sveitarfélag hafa gert þá er þetta betri aðferð. Við stoppum fjölgunina og gefum þeim að borða. Þetta er nútímalegri aðferð við spornun villikatta.“ Dýr Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Forsvarsmaður Kisukots á Akureyri er ósáttur með að bæjaryfirvöld hafi ekki útskýrt af hverju þau vilji ekki fara í samstarf um umsjón með villiköttum í bænum. Félagið segist bjóða upp á nútímalegri meðferð á villiköttum en sveitarfélög hafa boðið upp á. Dýraverndunarfélagið Villikettir var stofnað árið 2014 til þess að standa vörð um dýravernd fyrir villi- og vergangsketti á Íslandi. Akureyrardeild félagsins hefur verið starfrækt í tvö ár og er Ragnheiður Gunnarsdóttir í forsvari fyrir félagið á Akureyri auk þess sem hún hefur starfrækt Kisukot í bænum um árabil. „Við erum aðallega að ná villiköttum í bænum og stundum tökum við heimilisketti eða vergangsketti. Við geldum villikettina, sleppum þeim aftur út og sjáum um að gefa þeim að borða og að þeir fái skjól.“ Þetta segir Ragnheiður að sé mannúðlegri aðferð til þess að stemma í stigu við fjölgun villikatta. Og það virðist ganga vel en samkvæmt upplýsingum sem Ragnheiður hefur fengið frá bænum hefur enginn köttur komið inn til dýraeftilitsins það sem af er ári. Hefur félagið í tvígang óskað eftir samstarfi við bæinn en fengið neitun í bæði skiptin. Erfiðlega hefur gengið að fá nánari útskýringar á því af hverju bærinn vill ekki fara í samstarf með félaginu. „Við erum ekki að biðja bæinn um neitt fjármagn. Við erum bara að biðja um að fá leyfi til þess að hugsa um villikettina í bænum og vergangskettina. Þeir hafa tvisvar sinnum neitað samstarfi. Þeir segja að það sé út af reglum um kattahald. Við báðum um nánari útskýringu en við höfum ekki fengið hana 34 dögum síðar.“ Félagið hefur nú þegar gert samstarf við fimm sveitarfélög á landinu, þar með talið Hafnarfjörð og segir Ragnheiður að samstarfið hafi gengið vel. En af hverju vilja samtökin fá þetta leyfi? „Þá höfum við staðfestingu á því að við megum gera það sem við erum að gera. Þetta er ný aðferð. Í staðinn fyrir að taka ketti og lóga þeim eins og sveitarfélag hafa gert þá er þetta betri aðferð. Við stoppum fjölgunina og gefum þeim að borða. Þetta er nútímalegri aðferð við spornun villikatta.“
Dýr Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira