Stéttastríð Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 29. október 2018 07:00 Svo sannarlega er það hlutverk verkalýðshreyfingar að beita sér fyrir því að leiðrétta kjör þeirra sem lægstu launin hafa. Mikilvægt er að slíkar kröfur séu raunhæfar svo þær komi að raunverulegu gagni. Þær mega ekki snúast í höndum þeirra sem setja þær fram og leiða til þess að staða fólks sem á að hjálpa verði í engu betri en hún var, jafnvel verri. Þetta verða nýir leiðtogar verkalýðshreyfingarinnar að hafa í huga. Þeir verða að hafa jarðsamband, en lifa ekki í draumórum um byltingu öreiganna og skjálfandi borgarastétt. Nú er niðursveifla í þjóðfélaginu, fyrirtæki standa ekki jafn vel og áður og eru að draga saman seglin. Þau mega ekki við stórauknum launakostnaði. Aukin hætta er á að verðbólgan fari á skrið, nokkuð sem almenningur má vart hugsa til. Staðan er ofurviðkvæm, eins og flestum er ljóst. Samt ekki verkalýðshreyfingunni. Því miður ber á því að hún hafi mun meiri áhuga á að fara með frasa úr Kommúnistaávarpinu en sýna ábyrgð í kröfugerðum sínum. Þannig er úr hennar ranni hvað eftir annað talað af fyrirlitningu um borgarastétt og atvinnurekendur. Þetta er talsmáti gamals tíma sem runnið hefur sitt skeið. Ekki verður annað séð en að verkalýðsforingjarnir séu að eyða mikilli orku í tilraun til að vekja upp vofu kommúnismans, sem fólkið í landinu hefur engan áhuga á að leggja lag sitt við. Það er óskandi að verkalýðsleiðtogar landsins átti sig á því að þjóðin er ekki á hnjánum grátbiðjandi um sósíalisma. Þeir eiga að hætta að stunda gamaldags baráttuaðferðir sem felast í því að skilgreina atvinnurekendur sem óvini fólksins. Þeir eru það ekki. Tilraunir til að koma á stéttastríði munu ekki takast. Almenningur er skynsamari en svo að hann láti etja sér út í slíkt. Með því er ekki sagt að allt sé í himnalagi í íslensku þjóðfélagi. Það er ólíðandi að stór hópur fólks geti ekki keypt sér húsnæði og þurfi að sætta sig við að borga okurleigu í hverjum mánuði. Sömuleiðis er fólki ætlað að sætta sig við að vextir í landinu eru alltof háir. Óþolandi er svo að horfa upp á fólk, sem er á himinháum launum, taka sér ofurbónusa án þess að blikna. Þar fer lítið fyrir samfélagsábyrgð en græðgin og skortur á sómakennd fer ekki framhjá neinum. Hið sameiginlega markmið allra, þar á meðal atvinnurekenda og verkalýðshreyfingar, hlýtur að vera að verðbólgudraugurinn fari ekki á stjá með tilheyrandi hörmungum fyrir almenning í landinu. Sömuleiðis að atvinnuleysi fari ekki vaxandi. Í þessum málum hefur verkalýðshreyfingin ekki efni á að sýna kæruleysi, en því miður virðist hún einmitt vera að koma sér í þær stellingar. Hún setur fram óraunhæfar kröfur og ætlar í ofsafengið stéttastríð. Tilgangurinn virðist vera að valda sem mestum usla í þjóðfélaginu. Vitanlega er þjóðin ekki spurð hvað hún vill. Hinir byltingarsinnuðu verkalýðsleiðtogar eru svo sannfærðir um málstaðinn að þeim er nákvæmlega sama um vilja hennar. Satt best að segja verður ekki séð að hin nýja verkalýðsforysta sé að vinna þjóðinni mikið gagn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Svo sannarlega er það hlutverk verkalýðshreyfingar að beita sér fyrir því að leiðrétta kjör þeirra sem lægstu launin hafa. Mikilvægt er að slíkar kröfur séu raunhæfar svo þær komi að raunverulegu gagni. Þær mega ekki snúast í höndum þeirra sem setja þær fram og leiða til þess að staða fólks sem á að hjálpa verði í engu betri en hún var, jafnvel verri. Þetta verða nýir leiðtogar verkalýðshreyfingarinnar að hafa í huga. Þeir verða að hafa jarðsamband, en lifa ekki í draumórum um byltingu öreiganna og skjálfandi borgarastétt. Nú er niðursveifla í þjóðfélaginu, fyrirtæki standa ekki jafn vel og áður og eru að draga saman seglin. Þau mega ekki við stórauknum launakostnaði. Aukin hætta er á að verðbólgan fari á skrið, nokkuð sem almenningur má vart hugsa til. Staðan er ofurviðkvæm, eins og flestum er ljóst. Samt ekki verkalýðshreyfingunni. Því miður ber á því að hún hafi mun meiri áhuga á að fara með frasa úr Kommúnistaávarpinu en sýna ábyrgð í kröfugerðum sínum. Þannig er úr hennar ranni hvað eftir annað talað af fyrirlitningu um borgarastétt og atvinnurekendur. Þetta er talsmáti gamals tíma sem runnið hefur sitt skeið. Ekki verður annað séð en að verkalýðsforingjarnir séu að eyða mikilli orku í tilraun til að vekja upp vofu kommúnismans, sem fólkið í landinu hefur engan áhuga á að leggja lag sitt við. Það er óskandi að verkalýðsleiðtogar landsins átti sig á því að þjóðin er ekki á hnjánum grátbiðjandi um sósíalisma. Þeir eiga að hætta að stunda gamaldags baráttuaðferðir sem felast í því að skilgreina atvinnurekendur sem óvini fólksins. Þeir eru það ekki. Tilraunir til að koma á stéttastríði munu ekki takast. Almenningur er skynsamari en svo að hann láti etja sér út í slíkt. Með því er ekki sagt að allt sé í himnalagi í íslensku þjóðfélagi. Það er ólíðandi að stór hópur fólks geti ekki keypt sér húsnæði og þurfi að sætta sig við að borga okurleigu í hverjum mánuði. Sömuleiðis er fólki ætlað að sætta sig við að vextir í landinu eru alltof háir. Óþolandi er svo að horfa upp á fólk, sem er á himinháum launum, taka sér ofurbónusa án þess að blikna. Þar fer lítið fyrir samfélagsábyrgð en græðgin og skortur á sómakennd fer ekki framhjá neinum. Hið sameiginlega markmið allra, þar á meðal atvinnurekenda og verkalýðshreyfingar, hlýtur að vera að verðbólgudraugurinn fari ekki á stjá með tilheyrandi hörmungum fyrir almenning í landinu. Sömuleiðis að atvinnuleysi fari ekki vaxandi. Í þessum málum hefur verkalýðshreyfingin ekki efni á að sýna kæruleysi, en því miður virðist hún einmitt vera að koma sér í þær stellingar. Hún setur fram óraunhæfar kröfur og ætlar í ofsafengið stéttastríð. Tilgangurinn virðist vera að valda sem mestum usla í þjóðfélaginu. Vitanlega er þjóðin ekki spurð hvað hún vill. Hinir byltingarsinnuðu verkalýðsleiðtogar eru svo sannfærðir um málstaðinn að þeim er nákvæmlega sama um vilja hennar. Satt best að segja verður ekki séð að hin nýja verkalýðsforysta sé að vinna þjóðinni mikið gagn.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun