Segir tillögur Svandísar svívirðilegar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. október 2018 06:15 Inga Sæland, alþingismaður og formaður Flokks fólksins. Vísir/Anton Brink „Þetta er svo sorglegt að ég trúi hreinlega ekki að verið sé að leggja þetta fram,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, um fyrirhugað frumvarp heilbrigðisráðherra um nýja heildarlöggjöf um þungunarrof. Drög að frumvarpinu voru nýverið til umsagnar í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar. Var þar lagt til að þungunarrof yrði heimilt fram að 18. viku meðgöngu en eftir það eingöngu ef fóstur væri „ólífvænlegt“. Fjöldi umsagna barst, meðal annars frá ljósmæðrum, kvensjúkdóma- og fæðingarlæknum, og var stór hluti þeirra þess efnis að rétt væri að leyfa þungunarrof fram að 22. viku. Það að fóstur þyrfti að vera ólífvænlegt þrengdi mjög sjálfsákvörðunarrétt verðandi mæðra enda gætu ýmsir aðrir þættir, til að mynda félagslegir, haft mikið að segja. Heilbrigðisráðherra tilkynnti síðan í liðinni viku að tillit yrði tekið til umsagnanna. Rof yrði leyft fram að 22. viku meðgöngu og gilti þá einu hvaða ástæður væru þar að baki. Endanlegt frumvarp hefur ekki verið lagt fram. „Við þekkjum þess dæmi að börn hafi fæðst eftir 21. viku meðgöngu og lifað. Að ætla að leyfa fóstureyðingu þegar móðir hefur lokið meira en hálfri meðgöngu, bara því henni datt það í hug þá, er svívirðilegt,“ segir Inga. Hún segir að öðru máli gegni um tilvik ef skimanir leiði í ljós að miklar líkur séu á því að fóstur verði fársjúkt eða látist skömmu eftir fæðingu, heilsu móður sé stefnt í voða með meðgöngunni eða ef félagslegar aðstæður mæli gegn því að ljúka meðgöngunni. „Ef það verður þannig að heilbrigð móðir með heilbrigt barn getur tekið ákvörðun um að eyða því eftir rúmlega hálfa meðgöngu, þá er það óásættanlegt með öllu. Hún ætti að vera meðvituð um þennan vilja mun fyrr. Öðru gildir ef um líf eða dauða er að tefla,“ segir Inga. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Þungunarrof Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
„Þetta er svo sorglegt að ég trúi hreinlega ekki að verið sé að leggja þetta fram,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, um fyrirhugað frumvarp heilbrigðisráðherra um nýja heildarlöggjöf um þungunarrof. Drög að frumvarpinu voru nýverið til umsagnar í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar. Var þar lagt til að þungunarrof yrði heimilt fram að 18. viku meðgöngu en eftir það eingöngu ef fóstur væri „ólífvænlegt“. Fjöldi umsagna barst, meðal annars frá ljósmæðrum, kvensjúkdóma- og fæðingarlæknum, og var stór hluti þeirra þess efnis að rétt væri að leyfa þungunarrof fram að 22. viku. Það að fóstur þyrfti að vera ólífvænlegt þrengdi mjög sjálfsákvörðunarrétt verðandi mæðra enda gætu ýmsir aðrir þættir, til að mynda félagslegir, haft mikið að segja. Heilbrigðisráðherra tilkynnti síðan í liðinni viku að tillit yrði tekið til umsagnanna. Rof yrði leyft fram að 22. viku meðgöngu og gilti þá einu hvaða ástæður væru þar að baki. Endanlegt frumvarp hefur ekki verið lagt fram. „Við þekkjum þess dæmi að börn hafi fæðst eftir 21. viku meðgöngu og lifað. Að ætla að leyfa fóstureyðingu þegar móðir hefur lokið meira en hálfri meðgöngu, bara því henni datt það í hug þá, er svívirðilegt,“ segir Inga. Hún segir að öðru máli gegni um tilvik ef skimanir leiði í ljós að miklar líkur séu á því að fóstur verði fársjúkt eða látist skömmu eftir fæðingu, heilsu móður sé stefnt í voða með meðgöngunni eða ef félagslegar aðstæður mæli gegn því að ljúka meðgöngunni. „Ef það verður þannig að heilbrigð móðir með heilbrigt barn getur tekið ákvörðun um að eyða því eftir rúmlega hálfa meðgöngu, þá er það óásættanlegt með öllu. Hún ætti að vera meðvituð um þennan vilja mun fyrr. Öðru gildir ef um líf eða dauða er að tefla,“ segir Inga.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Þungunarrof Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira