Körfubolti

Grindvíkingar sömdu við landsliðsmann Fílabeinsstrandarinnar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Tiegbe Bamba spilaði fyrir Chalon-Reimes í Frakklandi, sama félag og Martin Hermannsson lék með áður en hann fór til Berlínar.
Tiegbe Bamba spilaði fyrir Chalon-Reimes í Frakklandi, sama félag og Martin Hermannsson lék með áður en hann fór til Berlínar. mynd/bebasket
Grindavík hefur samið við franska leikmanninn Tiegbe Bamba sem mun spila með liðinu í Domino's deild karla í vetur.

Grindvíkingar létu á dögunum þá Terrell Vinson og Michalis Liapis fara frá félaginu. Lewis Clinch er kominn aftur til Grindavíkur og fyllir þar skarð Vinson sem bandaríski leikmaður liðsins.

Bamba er fæddur í Frakklandi en á ættir að rekja til Fílabeinsstrandarinnar og hefur spilað landsleiki fyrir Afríkuþjóðina.

Frakkinn getur leyst stöðu bakvarðar og framherja og hefur spilað í frönsku úrvalsdeildinni.

Grindavík er aðeins með einn sigur úr fyrstu fjórum leikjum sínum í Domino's deildinni og er í 10. sæti. Næsti leikur Grindvíkinga er gegn Valsmönnum sem verma botn deildarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×