Erlent

Assange telur Ekvadora reyna að bola sér úr sendiráðinu

Kjartan Kjartansson skrifar
Assange telur illa með sig farið í sendiráðinu í London.
Assange telur illa með sig farið í sendiráðinu í London. Vísir/EPA

Julian Assange, stofnandi uppljóstranavefsins Wikileaks, sakar ríkisstjórn Ekvadors um að reyna að losna við sig úr sendiráðinu í London þar sem hann hefur hafst við undanfarin sex ár.



Ekvadorar veittu Assange hæli í sendiráðinu árið 2012 til að forða honum því að vera framseldur til Svíþjóðar þar sem hann var sakaður um nauðgun. Dvölin í sendiráðinu hefur dregist á langinn því Assange óttast að vera fangelsaður í Bretlandi og framseldur til Bandaríkjanna.



Assange hefur stefnt stjórnvöldum í Quito vegna aðstæðna sinna í sendiráðinu. Þau krefjast þess að hann greiði fyrir lækniskostnað, símtöl og hirðu um kött hans.



Þegar málið var tekið fyrir í dag sakaði Assange ríkisstjórnina um að reyna að bola sér úr sendiráðinu. Lenin Moreno, forseti landsins, væri þegar búinn að ákveða að svipta hann hælinu án þess að vera búinn að tilkynna það formlega, að því er segir í frétt Reuters.



Inigo Salvador, dómsmálaráðherra Ekvadors, segir þvert á móti að Assange sé frjálst að vera um kyrrt eins lengi og hann vill svo lengi sem hann fer eftir reglum þrátt fyrir að vera hans í sendiráðinu hafi þegar kostað landið um sex milljónir dollara.

Máli Assange var vísað frá dómi á þeim forsendum að það væri utanríkisráðuneytið sem hefði umsjón með aðstæðum hans í sendiráðinu. Lögmenn Assange kærðu frávísunina.


Tengdar fréttir

Ætluðu sér að flytja Assange frá London um jóllin

Rússneskir erindrekar funduðu með bandamönnum Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í London í fyrra um hvort og þá hvernig hægt væri að hjálpa honum að flýja frá Bretlandi á jóladag.

Assange höfðar mál gegn Ekvador

Julian Assange, stofnandi og fyrrverandi ritstjóri Wikileaks, er að höfða mál gegn ríkisstjórn Ekvador, sem hann sakar um að brjóta á mannréttindum sínum og frelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×