Svipmynd: Vilja fá fleiri konur til liðs við Völku 10. október 2018 08:00 „Valka hefur vaxið mjög hratt undanfarin misseri og það teygist vel á öllum þráðum í þannig aðstæðum,“ segir Auður Ýr Sveinsdóttir. Fréttablaðið/Ernir Auður Ýr Sveinsdóttir var nýverið ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri Völku, hátæknifyrirtækis í sjávarútvegi, en hún hefur undanfarin tvö ár stýrt rekstrarsviði fyrirtækisins. „Okkur er mjög hugleikið að fá fleiri konur til liðs við okkur og hefur það verið viss áskorun“.- Hver eru þín helstu áhugamál? „Samvera með fjölskyldu og vinum fyrst og fremst! Ég stunda Crossfit í Sporthúsinu, iðka yoga, fer á skíði með fjölskyldunni og svo er golf nýjasta áskorunin. Við eigum fimm ára Beagle tík sem fer með mér og öðrum fjölskyldumeðlimum í gönguferðir í bakgarðinum sem er í jaðri höfuðborgarsvæðisins. Það eigum við dýrmætar stundir í frábærum félagskap í gullfallegri náttúru. Sumarhús fjölskyldunnar er heimsótt eins oft og mögulegt er og þar er nóg að dytta að og lagfæra. Svo eru prjónarnir oftar en ekki við höndina, en prjónastundunum hefur þó því miður fækkað eftir því sem að börnin hafa stækkað.“- Hvernig er morgunrútínan þín? „Klukkan hringir 6.45 og börnin spretta auðvitað fram úr. Því næst tekur við mjög mikilvæg stund þegar rennt er yfir fyrstu fréttir dagsins yfir espressóbollanum. Eftir önnur hefðbundin morgunverk er ég mætt til vinnu rétt upp úr klukkan 8. Þá er það létt spjall við samstarfsfólk við kaffivélina og því næst hefst undirbúningur dagsins. Mér finnst mikilvægt að vera vel undirbúin fyrir verkefni dagsins og reyni að skipuleggja mig vel. Í kviku umhverfi eins og hjá Völku geta hlutirnir breyst hratt og því er oft tilefni til að endurskoða forgangsröðin áður en fyrstu skrefin eru tekin inn í daginn.“- Hvaða ráðstefnu eða fyrirlestur sóttirðu síðast? „Ég sótti fyrirlestur um Lean hugmyndafræðina sem haldinn var á vegum Stjórnvísi sl. vor. Ég hef verið meðlimur í Stjórnvísi til margra ára og ég legg mig fram við að mæta á viðburði ýmissa hópa sem þar eru starfræktir til að auka þekkingu mína og viðhalda tengslum í viðskiptalífinu.“- Hvaða bók ertu að lesa eða last síðast? „The Nightingale eftir Kristin Hannah. Ótrúlega vel skrifuð bók um áhrif seinni heimstyrjaldarinnar á líf fjölskyldu í Frakklandi. Ég mæli hiklaust með henni!“- Hverjar eru helstu áskoranirnar í starfinu? „Valka hefur vaxið mjög hratt undanfarin misseri og það teygist vel á öllum þráðum í þannig aðstæðum. Helstu áskoranir í mínu starfi eru að halda vel utan um starfsemi og starfsfólk fyrirtækisins á þessum krefjandi en skemmtilegu tímum og um leið uppfylla væntingar viðskiptavina okkar. Með samhentu átaki og samvinnu allra starfsmanna sem aldrei virðast sjá vandamál, aðeins lausnir, hefur náðst að byggja upp gríðarlega þekkingu, mikilvæga innviði og styrkar stoðir og þannig undirbúið fyrirtækið fyrir hraðskreiða framtíðina, sem ég tel að sé mjög björt.“- Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrarumhverfinu? „Fyrst og fremst er það skortur á stöðuleika í hagkerfinu, gengið og óvissan sem þessum breytum fylgir. Okkur er mjög hugleikið að fá fleiri konur til liðs við okkur og hefur það verið viss áskorun. Við erum þó farin að finna fyrir meiri aukningu á framboði á konum í hugbúnaðageiranum en áður og sem er gleðiefni. Þessi aukning hefur skilað sér til okkar hjá Völku, þótt að hlutfall kvenna í fyrirtækinu sé enn of lágt. En við látum ekki deigan síga og höldum áfram að mjaka okkur í átt að markmiði okkar að jafna kynjahlutföll í fyrirtækinu.“- Hvaða breytingar sérðu fyrir þér hjá Völku á næstu árum? „Valka mun halda áfram að stækka og þroskast og ég er fullkomlega viss um að fyrirtækið muni verða fremst í röð jafningja í sjávarútvegi innanlands og erlendis. Valka hefur í röðum sínum ótrúlega hæft starfsfólk sem leggur mikið á sig til að greiða veg félagsins. Framtíðin er spennandi fyrir okkur og viðskiptavini okkar.“- Ef þú þyrftir velja allt annan starfsframa, hver yrði hann? „Ég hef mjög sterka tengingu við störf mín hjá Völku. Föðuramma mín vann alla tíð í frystihúsi og -afi var trillukarl vestur í Bolungarvík. Ég hef alltaf haft áhuga á sjónum og því sem tengist honum og þess vegna ákvað ég að læra sjávarvísindi langt áður en ég útskrifaðist úr Verzló. En einn draum ber ég með mér og það er að læra sálfræði. Hvort að ég gerði hana að starfsframa get ég ekki sagt til um núna, en allt sem tengist mannlegum samskiptum eru mér svo sannarlega hugleikin.“- Hvar sérðu þig eftir tíu ár? „Fyrst og fremst að fylgja börnunum mínum út í lífið, vonandi fær í flestan sjó! Ég hef mjög skýra framtíðarsýn, hvert skal haldið og hvernig. Vonandi verð ég sátt við þær ákvarðanir sem ég hef tekið til að uppfylla þessa sýn þegar ég lít um öxl eftir 10 ár.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023. Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Sjá meira
Auður Ýr Sveinsdóttir var nýverið ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri Völku, hátæknifyrirtækis í sjávarútvegi, en hún hefur undanfarin tvö ár stýrt rekstrarsviði fyrirtækisins. „Okkur er mjög hugleikið að fá fleiri konur til liðs við okkur og hefur það verið viss áskorun“.- Hver eru þín helstu áhugamál? „Samvera með fjölskyldu og vinum fyrst og fremst! Ég stunda Crossfit í Sporthúsinu, iðka yoga, fer á skíði með fjölskyldunni og svo er golf nýjasta áskorunin. Við eigum fimm ára Beagle tík sem fer með mér og öðrum fjölskyldumeðlimum í gönguferðir í bakgarðinum sem er í jaðri höfuðborgarsvæðisins. Það eigum við dýrmætar stundir í frábærum félagskap í gullfallegri náttúru. Sumarhús fjölskyldunnar er heimsótt eins oft og mögulegt er og þar er nóg að dytta að og lagfæra. Svo eru prjónarnir oftar en ekki við höndina, en prjónastundunum hefur þó því miður fækkað eftir því sem að börnin hafa stækkað.“- Hvernig er morgunrútínan þín? „Klukkan hringir 6.45 og börnin spretta auðvitað fram úr. Því næst tekur við mjög mikilvæg stund þegar rennt er yfir fyrstu fréttir dagsins yfir espressóbollanum. Eftir önnur hefðbundin morgunverk er ég mætt til vinnu rétt upp úr klukkan 8. Þá er það létt spjall við samstarfsfólk við kaffivélina og því næst hefst undirbúningur dagsins. Mér finnst mikilvægt að vera vel undirbúin fyrir verkefni dagsins og reyni að skipuleggja mig vel. Í kviku umhverfi eins og hjá Völku geta hlutirnir breyst hratt og því er oft tilefni til að endurskoða forgangsröðin áður en fyrstu skrefin eru tekin inn í daginn.“- Hvaða ráðstefnu eða fyrirlestur sóttirðu síðast? „Ég sótti fyrirlestur um Lean hugmyndafræðina sem haldinn var á vegum Stjórnvísi sl. vor. Ég hef verið meðlimur í Stjórnvísi til margra ára og ég legg mig fram við að mæta á viðburði ýmissa hópa sem þar eru starfræktir til að auka þekkingu mína og viðhalda tengslum í viðskiptalífinu.“- Hvaða bók ertu að lesa eða last síðast? „The Nightingale eftir Kristin Hannah. Ótrúlega vel skrifuð bók um áhrif seinni heimstyrjaldarinnar á líf fjölskyldu í Frakklandi. Ég mæli hiklaust með henni!“- Hverjar eru helstu áskoranirnar í starfinu? „Valka hefur vaxið mjög hratt undanfarin misseri og það teygist vel á öllum þráðum í þannig aðstæðum. Helstu áskoranir í mínu starfi eru að halda vel utan um starfsemi og starfsfólk fyrirtækisins á þessum krefjandi en skemmtilegu tímum og um leið uppfylla væntingar viðskiptavina okkar. Með samhentu átaki og samvinnu allra starfsmanna sem aldrei virðast sjá vandamál, aðeins lausnir, hefur náðst að byggja upp gríðarlega þekkingu, mikilvæga innviði og styrkar stoðir og þannig undirbúið fyrirtækið fyrir hraðskreiða framtíðina, sem ég tel að sé mjög björt.“- Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrarumhverfinu? „Fyrst og fremst er það skortur á stöðuleika í hagkerfinu, gengið og óvissan sem þessum breytum fylgir. Okkur er mjög hugleikið að fá fleiri konur til liðs við okkur og hefur það verið viss áskorun. Við erum þó farin að finna fyrir meiri aukningu á framboði á konum í hugbúnaðageiranum en áður og sem er gleðiefni. Þessi aukning hefur skilað sér til okkar hjá Völku, þótt að hlutfall kvenna í fyrirtækinu sé enn of lágt. En við látum ekki deigan síga og höldum áfram að mjaka okkur í átt að markmiði okkar að jafna kynjahlutföll í fyrirtækinu.“- Hvaða breytingar sérðu fyrir þér hjá Völku á næstu árum? „Valka mun halda áfram að stækka og þroskast og ég er fullkomlega viss um að fyrirtækið muni verða fremst í röð jafningja í sjávarútvegi innanlands og erlendis. Valka hefur í röðum sínum ótrúlega hæft starfsfólk sem leggur mikið á sig til að greiða veg félagsins. Framtíðin er spennandi fyrir okkur og viðskiptavini okkar.“- Ef þú þyrftir velja allt annan starfsframa, hver yrði hann? „Ég hef mjög sterka tengingu við störf mín hjá Völku. Föðuramma mín vann alla tíð í frystihúsi og -afi var trillukarl vestur í Bolungarvík. Ég hef alltaf haft áhuga á sjónum og því sem tengist honum og þess vegna ákvað ég að læra sjávarvísindi langt áður en ég útskrifaðist úr Verzló. En einn draum ber ég með mér og það er að læra sálfræði. Hvort að ég gerði hana að starfsframa get ég ekki sagt til um núna, en allt sem tengist mannlegum samskiptum eru mér svo sannarlega hugleikin.“- Hvar sérðu þig eftir tíu ár? „Fyrst og fremst að fylgja börnunum mínum út í lífið, vonandi fær í flestan sjó! Ég hef mjög skýra framtíðarsýn, hvert skal haldið og hvernig. Vonandi verð ég sátt við þær ákvarðanir sem ég hef tekið til að uppfylla þessa sýn þegar ég lít um öxl eftir 10 ár.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023. Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Sjá meira