Leiðtogi Skota segir sjálfstæði einu lausnina við Brexit-vanda Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. október 2018 06:30 Sturgeon þótti gefa í skyn að hún væri ekki tilbúin til þess að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu strax. Getty/Duncan McGlynn Bretland Eina lausnin við Brexit-vanda Skotlands er að lýsa yfir sjálfstæði frá Bretlandi. Þetta sagði Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar og formaður SNP-flokksins, á landsfundi SNP í Glasgow í gær. Sturgeon sagði vandamálið alvarlegt. Hin fyrirhugaða útganga úr Evrópusambandinu væri sönnun á því að framtíð Skota væri ekki í þeirra eigin höndum. Þar vísaði Sturgeon til þjóðaratkvæðagreiðslunnar um útgöngu sem fór fram árið 2016. Sé litið til þess hvernig atkvæði féllu má sjá að meirihluti var fyrir útgöngu í Englandi og Wales. Norður-Írar og Skotar voru hins vegar andvígir útgöngunni. Alls sögðu 62 prósent Skota nei og útgöngusinnar náðu ekki meirihluta í einu einasta kjördæmi þar í landi. Sturgeon sagði að ríkisstjórn Íhaldsflokksins í Lundúnum hefði sýnt Skotlandi lítilsvirðingu í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar. Það stafaði af því að löndin sem saman mynda Bretland væru ekki á jafningjagrundvelli. „Framtíð Skotlands er í höndum Westminster og eina lausnin á þeim vanda er að gerast sjálfstætt ríki.“ Þá hvatti ráðherrann stuðningsmenn SNP til þess að vera þolinmóðir. Það myndi taka tíma að sannfæra meirihluta Skota um að sjálfstæði væri rétta leiðin. Aukinheldur sagði Sturgeon að hún myndi taka ákvörðun um nýja sjálfstæðisbaráttuherferð þegar útgönguskilmálar Bretlands lægju fyrir. Að mati Sturgeon snýst Brexit um að Bretland ætli að loka sig inni. „Sjálfstæði snýst hins vegar um að opna Skotland fyrir umheiminum. Að horfa út á við. Að taka þátt í alþjóðasamfélaginu,“ sagði hún. John Curtice, prófessor í stjórnmálafræði við Strathclyde-háskóla, sagði í viðtali við BBC að Sturgeon hefði gefið í skyn í ræðu sinni að hún væri ekki tilbúin til þess strax að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands. BBC tók landsfundargesti tali og voru viðmælendur ánægðir með ræðu leiðtogans. Susan Aitken, forseti borgarstjórnar Glasgow, sagði að flokkurinn þyrfti að leggja hart að sér til að sannfæra aðra um sjálfstæðismálstaðinn. „En Verkamannaflokkurinn og Íhaldsflokkurinn eru í raun að gera það fyrir okkur núna. Þeir rífa sjálfa sig í sundur sem og landið allt með þessum hryllilegu útgönguáformum,“ sagði Aitken aukinheldur.Höfnuðu sjálfstæði Rétt rúm fjögur ár eru frá því að Skotar gengu að kjörborðinu og svöruðu því hvort Skotland ætti að verða sjálfstætt ríki. Alls mættu 84,6 prósent kjósenda á kjörstað eftir harða og spennandi kosningabaráttu. Svo fór að 44,7 prósent Skota sögðu já á meðan 55,3 prósent sögðu nei. Því var sjálfstæði ekki lýst yfir og málið lagt til hliðar. Að minnsta kosti í bili. Ef ráðist yrði í aðra atkvæðagreiðslu í dag eru litlar líkur á því að öðruvísi færi. Meirihluti hefur ekki mælst fyrir sjálfstæði í könnunum síðan í mars og munaði þá einungis einu prósentustigi á fylkingunum. Hins vegar mældist meirihluti fyrir sjálfstæði í nokkra daga eftir að Bretar samþykktu Brexit. SNP lét gera könnun fyrir sig í síðustu viku. Þá sagðist 41 prósent hlynnt því að lýsa yfir sjálfstæði en 49 prósent voru andvíg. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Sjá meira
Bretland Eina lausnin við Brexit-vanda Skotlands er að lýsa yfir sjálfstæði frá Bretlandi. Þetta sagði Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar og formaður SNP-flokksins, á landsfundi SNP í Glasgow í gær. Sturgeon sagði vandamálið alvarlegt. Hin fyrirhugaða útganga úr Evrópusambandinu væri sönnun á því að framtíð Skota væri ekki í þeirra eigin höndum. Þar vísaði Sturgeon til þjóðaratkvæðagreiðslunnar um útgöngu sem fór fram árið 2016. Sé litið til þess hvernig atkvæði féllu má sjá að meirihluti var fyrir útgöngu í Englandi og Wales. Norður-Írar og Skotar voru hins vegar andvígir útgöngunni. Alls sögðu 62 prósent Skota nei og útgöngusinnar náðu ekki meirihluta í einu einasta kjördæmi þar í landi. Sturgeon sagði að ríkisstjórn Íhaldsflokksins í Lundúnum hefði sýnt Skotlandi lítilsvirðingu í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar. Það stafaði af því að löndin sem saman mynda Bretland væru ekki á jafningjagrundvelli. „Framtíð Skotlands er í höndum Westminster og eina lausnin á þeim vanda er að gerast sjálfstætt ríki.“ Þá hvatti ráðherrann stuðningsmenn SNP til þess að vera þolinmóðir. Það myndi taka tíma að sannfæra meirihluta Skota um að sjálfstæði væri rétta leiðin. Aukinheldur sagði Sturgeon að hún myndi taka ákvörðun um nýja sjálfstæðisbaráttuherferð þegar útgönguskilmálar Bretlands lægju fyrir. Að mati Sturgeon snýst Brexit um að Bretland ætli að loka sig inni. „Sjálfstæði snýst hins vegar um að opna Skotland fyrir umheiminum. Að horfa út á við. Að taka þátt í alþjóðasamfélaginu,“ sagði hún. John Curtice, prófessor í stjórnmálafræði við Strathclyde-háskóla, sagði í viðtali við BBC að Sturgeon hefði gefið í skyn í ræðu sinni að hún væri ekki tilbúin til þess strax að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands. BBC tók landsfundargesti tali og voru viðmælendur ánægðir með ræðu leiðtogans. Susan Aitken, forseti borgarstjórnar Glasgow, sagði að flokkurinn þyrfti að leggja hart að sér til að sannfæra aðra um sjálfstæðismálstaðinn. „En Verkamannaflokkurinn og Íhaldsflokkurinn eru í raun að gera það fyrir okkur núna. Þeir rífa sjálfa sig í sundur sem og landið allt með þessum hryllilegu útgönguáformum,“ sagði Aitken aukinheldur.Höfnuðu sjálfstæði Rétt rúm fjögur ár eru frá því að Skotar gengu að kjörborðinu og svöruðu því hvort Skotland ætti að verða sjálfstætt ríki. Alls mættu 84,6 prósent kjósenda á kjörstað eftir harða og spennandi kosningabaráttu. Svo fór að 44,7 prósent Skota sögðu já á meðan 55,3 prósent sögðu nei. Því var sjálfstæði ekki lýst yfir og málið lagt til hliðar. Að minnsta kosti í bili. Ef ráðist yrði í aðra atkvæðagreiðslu í dag eru litlar líkur á því að öðruvísi færi. Meirihluti hefur ekki mælst fyrir sjálfstæði í könnunum síðan í mars og munaði þá einungis einu prósentustigi á fylkingunum. Hins vegar mældist meirihluti fyrir sjálfstæði í nokkra daga eftir að Bretar samþykktu Brexit. SNP lét gera könnun fyrir sig í síðustu viku. Þá sagðist 41 prósent hlynnt því að lýsa yfir sjálfstæði en 49 prósent voru andvíg.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Sjá meira