Leiðtogi Skota segir sjálfstæði einu lausnina við Brexit-vanda Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. október 2018 06:30 Sturgeon þótti gefa í skyn að hún væri ekki tilbúin til þess að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu strax. Getty/Duncan McGlynn Bretland Eina lausnin við Brexit-vanda Skotlands er að lýsa yfir sjálfstæði frá Bretlandi. Þetta sagði Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar og formaður SNP-flokksins, á landsfundi SNP í Glasgow í gær. Sturgeon sagði vandamálið alvarlegt. Hin fyrirhugaða útganga úr Evrópusambandinu væri sönnun á því að framtíð Skota væri ekki í þeirra eigin höndum. Þar vísaði Sturgeon til þjóðaratkvæðagreiðslunnar um útgöngu sem fór fram árið 2016. Sé litið til þess hvernig atkvæði féllu má sjá að meirihluti var fyrir útgöngu í Englandi og Wales. Norður-Írar og Skotar voru hins vegar andvígir útgöngunni. Alls sögðu 62 prósent Skota nei og útgöngusinnar náðu ekki meirihluta í einu einasta kjördæmi þar í landi. Sturgeon sagði að ríkisstjórn Íhaldsflokksins í Lundúnum hefði sýnt Skotlandi lítilsvirðingu í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar. Það stafaði af því að löndin sem saman mynda Bretland væru ekki á jafningjagrundvelli. „Framtíð Skotlands er í höndum Westminster og eina lausnin á þeim vanda er að gerast sjálfstætt ríki.“ Þá hvatti ráðherrann stuðningsmenn SNP til þess að vera þolinmóðir. Það myndi taka tíma að sannfæra meirihluta Skota um að sjálfstæði væri rétta leiðin. Aukinheldur sagði Sturgeon að hún myndi taka ákvörðun um nýja sjálfstæðisbaráttuherferð þegar útgönguskilmálar Bretlands lægju fyrir. Að mati Sturgeon snýst Brexit um að Bretland ætli að loka sig inni. „Sjálfstæði snýst hins vegar um að opna Skotland fyrir umheiminum. Að horfa út á við. Að taka þátt í alþjóðasamfélaginu,“ sagði hún. John Curtice, prófessor í stjórnmálafræði við Strathclyde-háskóla, sagði í viðtali við BBC að Sturgeon hefði gefið í skyn í ræðu sinni að hún væri ekki tilbúin til þess strax að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands. BBC tók landsfundargesti tali og voru viðmælendur ánægðir með ræðu leiðtogans. Susan Aitken, forseti borgarstjórnar Glasgow, sagði að flokkurinn þyrfti að leggja hart að sér til að sannfæra aðra um sjálfstæðismálstaðinn. „En Verkamannaflokkurinn og Íhaldsflokkurinn eru í raun að gera það fyrir okkur núna. Þeir rífa sjálfa sig í sundur sem og landið allt með þessum hryllilegu útgönguáformum,“ sagði Aitken aukinheldur.Höfnuðu sjálfstæði Rétt rúm fjögur ár eru frá því að Skotar gengu að kjörborðinu og svöruðu því hvort Skotland ætti að verða sjálfstætt ríki. Alls mættu 84,6 prósent kjósenda á kjörstað eftir harða og spennandi kosningabaráttu. Svo fór að 44,7 prósent Skota sögðu já á meðan 55,3 prósent sögðu nei. Því var sjálfstæði ekki lýst yfir og málið lagt til hliðar. Að minnsta kosti í bili. Ef ráðist yrði í aðra atkvæðagreiðslu í dag eru litlar líkur á því að öðruvísi færi. Meirihluti hefur ekki mælst fyrir sjálfstæði í könnunum síðan í mars og munaði þá einungis einu prósentustigi á fylkingunum. Hins vegar mældist meirihluti fyrir sjálfstæði í nokkra daga eftir að Bretar samþykktu Brexit. SNP lét gera könnun fyrir sig í síðustu viku. Þá sagðist 41 prósent hlynnt því að lýsa yfir sjálfstæði en 49 prósent voru andvíg. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sjá meira
Bretland Eina lausnin við Brexit-vanda Skotlands er að lýsa yfir sjálfstæði frá Bretlandi. Þetta sagði Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar og formaður SNP-flokksins, á landsfundi SNP í Glasgow í gær. Sturgeon sagði vandamálið alvarlegt. Hin fyrirhugaða útganga úr Evrópusambandinu væri sönnun á því að framtíð Skota væri ekki í þeirra eigin höndum. Þar vísaði Sturgeon til þjóðaratkvæðagreiðslunnar um útgöngu sem fór fram árið 2016. Sé litið til þess hvernig atkvæði féllu má sjá að meirihluti var fyrir útgöngu í Englandi og Wales. Norður-Írar og Skotar voru hins vegar andvígir útgöngunni. Alls sögðu 62 prósent Skota nei og útgöngusinnar náðu ekki meirihluta í einu einasta kjördæmi þar í landi. Sturgeon sagði að ríkisstjórn Íhaldsflokksins í Lundúnum hefði sýnt Skotlandi lítilsvirðingu í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar. Það stafaði af því að löndin sem saman mynda Bretland væru ekki á jafningjagrundvelli. „Framtíð Skotlands er í höndum Westminster og eina lausnin á þeim vanda er að gerast sjálfstætt ríki.“ Þá hvatti ráðherrann stuðningsmenn SNP til þess að vera þolinmóðir. Það myndi taka tíma að sannfæra meirihluta Skota um að sjálfstæði væri rétta leiðin. Aukinheldur sagði Sturgeon að hún myndi taka ákvörðun um nýja sjálfstæðisbaráttuherferð þegar útgönguskilmálar Bretlands lægju fyrir. Að mati Sturgeon snýst Brexit um að Bretland ætli að loka sig inni. „Sjálfstæði snýst hins vegar um að opna Skotland fyrir umheiminum. Að horfa út á við. Að taka þátt í alþjóðasamfélaginu,“ sagði hún. John Curtice, prófessor í stjórnmálafræði við Strathclyde-háskóla, sagði í viðtali við BBC að Sturgeon hefði gefið í skyn í ræðu sinni að hún væri ekki tilbúin til þess strax að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands. BBC tók landsfundargesti tali og voru viðmælendur ánægðir með ræðu leiðtogans. Susan Aitken, forseti borgarstjórnar Glasgow, sagði að flokkurinn þyrfti að leggja hart að sér til að sannfæra aðra um sjálfstæðismálstaðinn. „En Verkamannaflokkurinn og Íhaldsflokkurinn eru í raun að gera það fyrir okkur núna. Þeir rífa sjálfa sig í sundur sem og landið allt með þessum hryllilegu útgönguáformum,“ sagði Aitken aukinheldur.Höfnuðu sjálfstæði Rétt rúm fjögur ár eru frá því að Skotar gengu að kjörborðinu og svöruðu því hvort Skotland ætti að verða sjálfstætt ríki. Alls mættu 84,6 prósent kjósenda á kjörstað eftir harða og spennandi kosningabaráttu. Svo fór að 44,7 prósent Skota sögðu já á meðan 55,3 prósent sögðu nei. Því var sjálfstæði ekki lýst yfir og málið lagt til hliðar. Að minnsta kosti í bili. Ef ráðist yrði í aðra atkvæðagreiðslu í dag eru litlar líkur á því að öðruvísi færi. Meirihluti hefur ekki mælst fyrir sjálfstæði í könnunum síðan í mars og munaði þá einungis einu prósentustigi á fylkingunum. Hins vegar mældist meirihluti fyrir sjálfstæði í nokkra daga eftir að Bretar samþykktu Brexit. SNP lét gera könnun fyrir sig í síðustu viku. Þá sagðist 41 prósent hlynnt því að lýsa yfir sjálfstæði en 49 prósent voru andvíg.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sjá meira