Erlent

Handtekinn í Þýskalandi vegna morðsins á búlgörsku fréttakonunni

Atli Ísleifsson skrifar
Viktoria Marinova starfaði í sjónvarpi í umræðuþætti sem hafði hafði nýverið fjallað um spillingarmál.
Viktoria Marinova starfaði í sjónvarpi í umræðuþætti sem hafði hafði nýverið fjallað um spillingarmál. AP/Filip Dvorski
Lögregla í Þýskalandi hefur handtekið karlmann í tengslum við morðið á búlgörsku fréttakonunni Viktoriu Marinova.

Innanríkisráðherra Búlgaríu, Mladen Marinov, segir að maður að nafni Severin Krasimirov hafi verið handtekinn að beiðni búlgarskra yfirvalda. Lífsýni úr Krasimirov hafi fundist á vettvangi morðsins.

Í frétt BBC er haft eftir saksóknara að sönnunargögn bendi ekki til að morðið tengist störfum Marinovu sem fréttakonu, en henni var nauðgað og síðar myrt. Ekkert sé þó útilokað í þeim efnum.

Búlgarska blaðið 168 Chasa greinir frá því að Krasimirov hafi farið frá Búlgaríu til Þýskalands á sunnudag, degi eftir árásina, en gefin var út alþjóðleg handtökuskipun á hendur Krasimirov.

Höfðu fjallað um spillingarmál

Lík Marinovu fannst á laugardaginn í almenningsgarði í bænum Ruse í norðurhluta Búlgaríu. Hafði henni verið nauðgað og hún kyrkt. Saksóknarar segja að sími hennar, lyklar, gleraugu og einhver fatnaður hafi ekki fundist á vettvangi árásarinnar.

Marinova starfaði í umræðuþætti í sjónvarpi sem hafði hafði nýverið fjallað um spillingarmál þar sem stjórnmálamaður og auðmenn í búlgörsku viðskiptalífi eru sakaðir um að hafa misnotað fé úr sjóðum ESB.


Tengdar fréttir

Þrítugri blaðakonu nauðgað og hún myrt í Búlgaríu

Þrítugri búlgarskri rannsóknarblaðakonu var nauðgað og hún myrt í gær í borginni Ruse í Búlgaíu. Hún hafði verið að rannsaka spillingarmál innan búlgarska stjórnkerfisins. Politico greinir frá þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×