Erlent

Með soninn á launaskrá hjá bænum í fjórtán ár án þess að hann innti vinnu af hendi

Atli Ísleifsson skrifar
Íbúar í Falun eru um 60 þúsund.
Íbúar í Falun eru um 60 þúsund. Getty/Arthur Petsey
Bæjarstarfsmaður hjá sænska bænum Falun hefur ásamt syni sínum verið rekinn eftir að upp komst að sonurinn hafi verið á launaskrá hjá bænum í fjórtán ár án þess að inna af hendi vinnu. Feðgarnir eru grunaðir um fjársvik og er málið komið inn á borð lögreglu.

SVT  greinir frá því að sonur bæjarstarfsmannsins hafi frá árinu 2004 þegið laun frá bænum án þess að hafa skilað nokkurri vinnu. Faðirinn starfaði sem yfirmaður innan stjórnsýslu bæjarins.

Feðgarnir voru báðir látnir fara í lok september þegar málið var tilkynnt til lögreglu.

Kjell Nyström hjá bæjarstjórn Falun segir að málið sé til rannsóknar en að hann vilji ekki tjá sig að öðru leyti um málið.

Alls búa um 60 þúsund manns í skíðabænum Falun sem er austarlega í sænsku Dölunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×