Lesfimi íslenskra grunnskólabarna eykst Atli Ísleifsson skrifar 10. október 2018 12:45 Samkvæmt niðurstöðum prófanna sem lögð voru fyrir í síðasta mánuði er breytingin mest hjá nemendum í 8. bekk, sem að meðaltali lásu þremur orðum meira á mínútu en haustið 2017. Getty Lesfimi íslenskra skólabarna jókst marktækt milli ára samkvæmt lesfimiprófi Menntamálastofnunar sem lagt var fyrir nemendur í öllum bekkjum grunnskóla í síðasta mánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Menntamálastofnun. Þar segir að niðurstöðurnar gefi vísbendingar um að aðgerðir til að auka lestrarfærni og áhuga barna skili árangri. „Skólaárið 2018-´19 er þriðja skólaárið sem lesfimipróf eru lögð fyrir en það er gert þrisvar á hverju skólaári – í september, janúar og maí – til að fylgjast með námsframvindu hvers nemanda. Fyrsta skólaárið var þátttaka lítil en hún hefur aukist mikið milli ára og fyrir vikið er samanburður orðinn framkvæmanlegur. Samkvæmt niðurstöðum prófanna sem lögð voru fyrir í síðasta mánuði er breytingin mest hjá nemendum í 8. bekk, sem að meðaltali lásu þremur orðum meira á mínútu en haustið 2017. Nemendur í 2., 3., 5., 6., 7. og 10. bekk lásu einu til tveimur orðum meira að meðaltali en fyrir ári en nemendur í 1., 4. og 9. bekk lásu jafnmörg orð að meðaltali og haustið 2017. Í öllum tilvikum var árangurinn því jafn góður eða betri en í sömu bekkjum í fyrra,“ segir í tilkynningunni.Þjóðarsáttmálinn þriggja ára Mennta- og menningarmálaráðuneytið og sveitarfélög í landinu gerðu með sér svokallaðan Þjóðarsáttmála um læsi haustið 2015 og var markmið sáttmáls að tryggja að öll börn gætu við lok grunnskóla lesið sér til gagns enda þykir sannreynt að lífsgæði og læsi haldist í hendur. Lesfimiprófin mæla lestrarnákvæmni og lestrarhraða barna en hvorki lesskilning, orðaforða né ritun. Nánar má lesa um niðurstöðurnar á heimasíðu Menntamálastofnunar. Íslenska á tækniöld Skóla - og menntamál Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sjá meira
Lesfimi íslenskra skólabarna jókst marktækt milli ára samkvæmt lesfimiprófi Menntamálastofnunar sem lagt var fyrir nemendur í öllum bekkjum grunnskóla í síðasta mánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Menntamálastofnun. Þar segir að niðurstöðurnar gefi vísbendingar um að aðgerðir til að auka lestrarfærni og áhuga barna skili árangri. „Skólaárið 2018-´19 er þriðja skólaárið sem lesfimipróf eru lögð fyrir en það er gert þrisvar á hverju skólaári – í september, janúar og maí – til að fylgjast með námsframvindu hvers nemanda. Fyrsta skólaárið var þátttaka lítil en hún hefur aukist mikið milli ára og fyrir vikið er samanburður orðinn framkvæmanlegur. Samkvæmt niðurstöðum prófanna sem lögð voru fyrir í síðasta mánuði er breytingin mest hjá nemendum í 8. bekk, sem að meðaltali lásu þremur orðum meira á mínútu en haustið 2017. Nemendur í 2., 3., 5., 6., 7. og 10. bekk lásu einu til tveimur orðum meira að meðaltali en fyrir ári en nemendur í 1., 4. og 9. bekk lásu jafnmörg orð að meðaltali og haustið 2017. Í öllum tilvikum var árangurinn því jafn góður eða betri en í sömu bekkjum í fyrra,“ segir í tilkynningunni.Þjóðarsáttmálinn þriggja ára Mennta- og menningarmálaráðuneytið og sveitarfélög í landinu gerðu með sér svokallaðan Þjóðarsáttmála um læsi haustið 2015 og var markmið sáttmáls að tryggja að öll börn gætu við lok grunnskóla lesið sér til gagns enda þykir sannreynt að lífsgæði og læsi haldist í hendur. Lesfimiprófin mæla lestrarnákvæmni og lestrarhraða barna en hvorki lesskilning, orðaforða né ritun. Nánar má lesa um niðurstöðurnar á heimasíðu Menntamálastofnunar.
Íslenska á tækniöld Skóla - og menntamál Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sjá meira