Fjármálastjóri Kaupþings segist ekki hafa komið að lánveitingu til bankastjórans Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2018 13:48 Guðný Arna Sveinsdóttir fer yfir málin með verjanda sínum, Sigurði G. Guðjónssyni, í Héraðsdómi í morgun. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi fjármálastjóri Kaupþings sem ákærður er fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings, segist ekki hafa komið að lánveitingu til hans eða tekið ákvarðanir um hana. Hreiðar Már er sakaður um að hafa stefnt fé bankans í hættu með því að hafa látið hann lána eignarhaldsfélagi í sinni eigu rúmt hálfs milljarðs króna kúlulán árið 2008. Málið er það síðasta sem embætti sérstaks saksóknara sem þá hét ákærði fyrir í tengslum við bankahrunið. Aðalmeðferð í því hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þar lýsti Hreiðar Már ákærunni gegn sér sem ömurlegri en hann er einnig ákærður fyrir innherjasvik þegar hann seldi eignarhaldsfélagi sínu hlutabréf sem hann hafði eignast í bankanum með því að virkja kauprétt sinn. Guðný Arna Sveinsdóttir, fyrrverandi fjármálastjóri Kaupþings, er ákærð fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Hreiðars Más, fyrst og fremst með fyrirmælum og samskiptum við lægra setta starfsmenn bankans. Málið varðar lán sem einkahlutafélag Hreiðars Más fékk frá bankanum og hlutabréf í bankanum sem hann keypti á grundvelli kaupréttar í ágúst 2008 og hann færði yfir í félagið í kjölfarið. Saksóknari heldur því fram að Hreiðar Már hafi látið bankann veita félagi sínu lánið án samþykkis stjórnar bankans og nægilegra trygginga. Hann hafi fengið rúmar 300 milljónir króna til frjálsra afnota eftir að hafa selt eignarhaldsfélagi sínu hlutabréfin á markaðsvirði eftir að hana keypt þau persónulega á lægra kaupréttargengi. Hreiðar Már segir hins vegar að lánið hafi verið í samræmi við ráðningarsamning hans og stefnu bankans um kauprétt. Bankinn hafi lánað starfsmönnum fyrir skattkröfum sem komu upp við nýtingu þeirra á kauprétti. Mismunurinn á verðinu sem hann lét eignarhaldsfélag sitt greiða fyrir bréfin og því sem hann greiddi persónulega hafi allur farið í skattgreiðslur vegna fyrri kaupréttarnýtingar hans.Hreiðar Már og Guðný með verjendum sínum í morgun.Vísir/VilhelmHafi aldrei tekið ákvarðanir Guðný Arna sagði fyrir dómnum að sem fjármálastjóri Kaupþingssamstæðunnar hafi hún séð um bókhald og uppgjör bankans en hvorki um lánveitingar né áhættustýringu. Eina aðkoma hennar að því þegar starfsmenn fengu lán frá bankanum vegna kaupréttar og skatta eins og Hreiðar Már gerði hafi verið að hafa milligöngu um að koma upplýsingum á framfæri við þá sem sáu um frágang. Hún hafi jafnframt sjálf verið í fríi þegar lánið til Hreiðars Más hafi verið til meðferðar innan bankans. Finnur Þór Vilhjálmsson, saksóknari, bar ýmis gögn og tölvupósta undir Guðnýju, meðal annars nokkra þar sem hún spurðist fyrir um lánveitinguna til félags Hreiðars Más. Hún sagðist hins vegar ekki geta séð að henni hafi verið kunnugt um samskipti innan bankans um lánveitinguna. Fullyrti Guðný Arna að hún hafi ekki komið að lánveitingum sem þessum og ekki tekið neinar ákvarðanir um þær. Stjórn bankans hafi haft heimild til að taka hvaða ákvörðun sem er. Hún hafi samþykkt að fjármagna kaupréttarsamninga starfsmanna og skattskuldir sem gætu komið til af völdum þeirra. Aðrir hafi hins vegar farið með þau mál innan bankans. „Ég tók aldrei neinar ákvarðanir um neinar lánveitingar. Aldrei nokkurn tímann,“ sagði Guðný Arna sem neitaði því jafnframt að hafa nokkru sinni rætt lánið við Hreiðar Má.Finnur Þór Vilhjálmsson saksóknari.Viltu að ég giski? Sakarefnin í málinu áttu sér stað fyrir tíu árum. Finnur Þór Vilhjálmsson, saksóknari, sagði vitnum að hann gerði sér grein fyrir að langt væri um liðið og að þau þyrftu aðeins að segja frá eins og þau myndu. Mörg vitnanna sem voru kölluð fyrir dóminn í dag báru enda við að þau myndu ekki eftir póstum og öðrum samskiptum sem tengdust láninu til eignarhaldsfélags Hreiðars Más. „Viltu að ég giski á hvað ég var að hugsa fyrir tíu árum?“ spurði Guðný Arna saksóknarann þegar hann vildi vita hvað hún hefði hugsað í tengslum við tiltekinn póst sem hún hafði sent. Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi, sagðist einnig ítrekað ekki vilja geta í eyðurnar varðandi samskipti frá því í ágúst árið 2008 sem saksóknarinn bar undir hann. „Ég treysti mér ekki til að útskýra það neitt nánar,“ sagði Ingólfur spurður um orðalagsins „illu er bestu af lokið“ sem hann notaði í tölvupósti til starfsmanns samskiptasviðs bankans þegar tilkynna átti um kaup Hreiðars Más á bréfum í bankanum. Hrunið Tengdar fréttir Söguleg aðalmeðferð hjá Hreiðari Má í héraði Fyrrverandi bankastjóri Kaupþings fékk 575 milljóna króna kúlulán án samþykktar stjórnar bankans. 10. október 2018 08:00 Hreiðar Már segir hverja krónu hafa farið í ríkissjóð Þetta fullyrti Hreiðar Már í skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en hann er ákærður fyrir umboðs- og innherjasvik vegna viðskiptanna og láns bankans vegna þeirra. 10. október 2018 10:39 Mest lesið „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Atvinnulíf Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Neytendur Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Viðskipti innlent Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Neytendur Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu Atvinnulíf Loka verslun í Smáralind Neytendur Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Viðskipti innlent Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar Viðskipti innlent „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Hægt að borga með korti í strætó Neytendur Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Tvö ráðin til Klaks Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar 76 milljón króna sekt Símans stendur Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Þrír nýir forstöðumenn hjá OK Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Breytingar hjá Intellecta Festa kaup á áttatíu íbúðum fyrir eldra fólk Mistókst að sanna lán og fær 20 milljónir ekki endurgreiddar Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Sjá meira
Fyrrverandi fjármálastjóri Kaupþings sem ákærður er fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings, segist ekki hafa komið að lánveitingu til hans eða tekið ákvarðanir um hana. Hreiðar Már er sakaður um að hafa stefnt fé bankans í hættu með því að hafa látið hann lána eignarhaldsfélagi í sinni eigu rúmt hálfs milljarðs króna kúlulán árið 2008. Málið er það síðasta sem embætti sérstaks saksóknara sem þá hét ákærði fyrir í tengslum við bankahrunið. Aðalmeðferð í því hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þar lýsti Hreiðar Már ákærunni gegn sér sem ömurlegri en hann er einnig ákærður fyrir innherjasvik þegar hann seldi eignarhaldsfélagi sínu hlutabréf sem hann hafði eignast í bankanum með því að virkja kauprétt sinn. Guðný Arna Sveinsdóttir, fyrrverandi fjármálastjóri Kaupþings, er ákærð fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Hreiðars Más, fyrst og fremst með fyrirmælum og samskiptum við lægra setta starfsmenn bankans. Málið varðar lán sem einkahlutafélag Hreiðars Más fékk frá bankanum og hlutabréf í bankanum sem hann keypti á grundvelli kaupréttar í ágúst 2008 og hann færði yfir í félagið í kjölfarið. Saksóknari heldur því fram að Hreiðar Már hafi látið bankann veita félagi sínu lánið án samþykkis stjórnar bankans og nægilegra trygginga. Hann hafi fengið rúmar 300 milljónir króna til frjálsra afnota eftir að hafa selt eignarhaldsfélagi sínu hlutabréfin á markaðsvirði eftir að hana keypt þau persónulega á lægra kaupréttargengi. Hreiðar Már segir hins vegar að lánið hafi verið í samræmi við ráðningarsamning hans og stefnu bankans um kauprétt. Bankinn hafi lánað starfsmönnum fyrir skattkröfum sem komu upp við nýtingu þeirra á kauprétti. Mismunurinn á verðinu sem hann lét eignarhaldsfélag sitt greiða fyrir bréfin og því sem hann greiddi persónulega hafi allur farið í skattgreiðslur vegna fyrri kaupréttarnýtingar hans.Hreiðar Már og Guðný með verjendum sínum í morgun.Vísir/VilhelmHafi aldrei tekið ákvarðanir Guðný Arna sagði fyrir dómnum að sem fjármálastjóri Kaupþingssamstæðunnar hafi hún séð um bókhald og uppgjör bankans en hvorki um lánveitingar né áhættustýringu. Eina aðkoma hennar að því þegar starfsmenn fengu lán frá bankanum vegna kaupréttar og skatta eins og Hreiðar Már gerði hafi verið að hafa milligöngu um að koma upplýsingum á framfæri við þá sem sáu um frágang. Hún hafi jafnframt sjálf verið í fríi þegar lánið til Hreiðars Más hafi verið til meðferðar innan bankans. Finnur Þór Vilhjálmsson, saksóknari, bar ýmis gögn og tölvupósta undir Guðnýju, meðal annars nokkra þar sem hún spurðist fyrir um lánveitinguna til félags Hreiðars Más. Hún sagðist hins vegar ekki geta séð að henni hafi verið kunnugt um samskipti innan bankans um lánveitinguna. Fullyrti Guðný Arna að hún hafi ekki komið að lánveitingum sem þessum og ekki tekið neinar ákvarðanir um þær. Stjórn bankans hafi haft heimild til að taka hvaða ákvörðun sem er. Hún hafi samþykkt að fjármagna kaupréttarsamninga starfsmanna og skattskuldir sem gætu komið til af völdum þeirra. Aðrir hafi hins vegar farið með þau mál innan bankans. „Ég tók aldrei neinar ákvarðanir um neinar lánveitingar. Aldrei nokkurn tímann,“ sagði Guðný Arna sem neitaði því jafnframt að hafa nokkru sinni rætt lánið við Hreiðar Má.Finnur Þór Vilhjálmsson saksóknari.Viltu að ég giski? Sakarefnin í málinu áttu sér stað fyrir tíu árum. Finnur Þór Vilhjálmsson, saksóknari, sagði vitnum að hann gerði sér grein fyrir að langt væri um liðið og að þau þyrftu aðeins að segja frá eins og þau myndu. Mörg vitnanna sem voru kölluð fyrir dóminn í dag báru enda við að þau myndu ekki eftir póstum og öðrum samskiptum sem tengdust láninu til eignarhaldsfélags Hreiðars Más. „Viltu að ég giski á hvað ég var að hugsa fyrir tíu árum?“ spurði Guðný Arna saksóknarann þegar hann vildi vita hvað hún hefði hugsað í tengslum við tiltekinn póst sem hún hafði sent. Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi, sagðist einnig ítrekað ekki vilja geta í eyðurnar varðandi samskipti frá því í ágúst árið 2008 sem saksóknarinn bar undir hann. „Ég treysti mér ekki til að útskýra það neitt nánar,“ sagði Ingólfur spurður um orðalagsins „illu er bestu af lokið“ sem hann notaði í tölvupósti til starfsmanns samskiptasviðs bankans þegar tilkynna átti um kaup Hreiðars Más á bréfum í bankanum.
Hrunið Tengdar fréttir Söguleg aðalmeðferð hjá Hreiðari Má í héraði Fyrrverandi bankastjóri Kaupþings fékk 575 milljóna króna kúlulán án samþykktar stjórnar bankans. 10. október 2018 08:00 Hreiðar Már segir hverja krónu hafa farið í ríkissjóð Þetta fullyrti Hreiðar Már í skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en hann er ákærður fyrir umboðs- og innherjasvik vegna viðskiptanna og láns bankans vegna þeirra. 10. október 2018 10:39 Mest lesið „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Atvinnulíf Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Neytendur Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Viðskipti innlent Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Neytendur Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu Atvinnulíf Loka verslun í Smáralind Neytendur Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Viðskipti innlent Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar Viðskipti innlent „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Hægt að borga með korti í strætó Neytendur Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Tvö ráðin til Klaks Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar 76 milljón króna sekt Símans stendur Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Þrír nýir forstöðumenn hjá OK Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Breytingar hjá Intellecta Festa kaup á áttatíu íbúðum fyrir eldra fólk Mistókst að sanna lán og fær 20 milljónir ekki endurgreiddar Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Sjá meira
Söguleg aðalmeðferð hjá Hreiðari Má í héraði Fyrrverandi bankastjóri Kaupþings fékk 575 milljóna króna kúlulán án samþykktar stjórnar bankans. 10. október 2018 08:00
Hreiðar Már segir hverja krónu hafa farið í ríkissjóð Þetta fullyrti Hreiðar Már í skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en hann er ákærður fyrir umboðs- og innherjasvik vegna viðskiptanna og láns bankans vegna þeirra. 10. október 2018 10:39