Logi, Rikka og Rúnar kveðja Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. október 2018 16:56 Logi, Rúnar og Rikka eru reynslufólk á sviði fjölmiðla. K100 Morgunþátturinn Ísland vaknar með Friðriku Hjördísu Geirsdóttur, Loga Bergmann Eiðssyni og Rúnari Frey Gíslasyni hefur verið tekinn af dagskrá útvarpsstöðvarinnar K100. Friðrika, betur þekkt sem Rikka, greinir frá þessu á Facebook þar sem hún ávarpar vini sína. „Þá er komið að leiðarlokum hjá okkur þríeykinu (Rúnar Freyr Gíslason og Logi Bergmann) í morgunþættinum Ísland vaknar á K100 en allt gott tekur einhvern daginn enda. Aldrei hefði mig grunað að ég ætti eftir að taka svona miklu ástfóstri við útvarpsmiðilinn og nokkuð viss um að þetta er ekki síðasta verkefnið sem ég geri á því sviði,“ segir Rikka. Þátturinn fór í loftið þann 1. mars og hefur því verið í loftinu í rúma sjö mánuði. „Hlustendum og viðmælendum vil ég senda ástarþakkir án ykkar hefðum við aldrei farið á flug,“ segir Rikka. Rúnar Freyr segir að tíminn í útvarpinu hafi verið að mörgu leyti skemmtilegur tími og hann þakkar Árvakursfólki kærlega fyrir sig. Hann hafi reyndar sagt upp í ágúst þar sem hann langaði að gera eitthvað annað samhliða fleiri verkefnum á borð við Söngvakeppni sjónvarpsins og verkefnum hjá Senu Live. Sigurður Þorri Gunnarsson, dagskrárstjóri K100, tjáði Vísi að verið væri að gera breytingar á stöðinni án þess að fara út í nákvæmlega í hverju breytingarnar fælust. Tvö ár eru liðin síðan Árvakur keypti kaup á öllum útvarpsrekstri Símans en með þeim tók Árvakur yfir rekstur útvarpsstöðvanna K100 og Retro. Á sama tíma festi Árvakur kaup á öllu hlutafé í Eddu – útgáfu ehf. en fyrirtækið gefur meðal annars út Andrésblöðin og myndasögubækurnar Syrpu. Greint var frá því í Morgunblaðinu í september að rekstur Árvakurs, sem rekur Morgunblaðið, Mbl.is og K100, hefði þyngst verulega árið 2017 frá fyrra ári. Tap fyrir skatta nam 241 milljón króna árið 2017 en var 48 milljónir króna árið áður. K100 mældist með 3,8 prósent hlustunarhlutdeild hjá landsmönnum á aldrinum 12-80 ára samkvæmt nýjustu mælingum Gallup. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hundruð milljóna króna tap á rekstri Morgunblaðsins Eigandi útgáfufélags Morgunblaðsins, Þórsmörk ehf., tapaði um 267 milljónum króna á síðasta ári. 30. ágúst 2018 11:57 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Morgunþátturinn Ísland vaknar með Friðriku Hjördísu Geirsdóttur, Loga Bergmann Eiðssyni og Rúnari Frey Gíslasyni hefur verið tekinn af dagskrá útvarpsstöðvarinnar K100. Friðrika, betur þekkt sem Rikka, greinir frá þessu á Facebook þar sem hún ávarpar vini sína. „Þá er komið að leiðarlokum hjá okkur þríeykinu (Rúnar Freyr Gíslason og Logi Bergmann) í morgunþættinum Ísland vaknar á K100 en allt gott tekur einhvern daginn enda. Aldrei hefði mig grunað að ég ætti eftir að taka svona miklu ástfóstri við útvarpsmiðilinn og nokkuð viss um að þetta er ekki síðasta verkefnið sem ég geri á því sviði,“ segir Rikka. Þátturinn fór í loftið þann 1. mars og hefur því verið í loftinu í rúma sjö mánuði. „Hlustendum og viðmælendum vil ég senda ástarþakkir án ykkar hefðum við aldrei farið á flug,“ segir Rikka. Rúnar Freyr segir að tíminn í útvarpinu hafi verið að mörgu leyti skemmtilegur tími og hann þakkar Árvakursfólki kærlega fyrir sig. Hann hafi reyndar sagt upp í ágúst þar sem hann langaði að gera eitthvað annað samhliða fleiri verkefnum á borð við Söngvakeppni sjónvarpsins og verkefnum hjá Senu Live. Sigurður Þorri Gunnarsson, dagskrárstjóri K100, tjáði Vísi að verið væri að gera breytingar á stöðinni án þess að fara út í nákvæmlega í hverju breytingarnar fælust. Tvö ár eru liðin síðan Árvakur keypti kaup á öllum útvarpsrekstri Símans en með þeim tók Árvakur yfir rekstur útvarpsstöðvanna K100 og Retro. Á sama tíma festi Árvakur kaup á öllu hlutafé í Eddu – útgáfu ehf. en fyrirtækið gefur meðal annars út Andrésblöðin og myndasögubækurnar Syrpu. Greint var frá því í Morgunblaðinu í september að rekstur Árvakurs, sem rekur Morgunblaðið, Mbl.is og K100, hefði þyngst verulega árið 2017 frá fyrra ári. Tap fyrir skatta nam 241 milljón króna árið 2017 en var 48 milljónir króna árið áður. K100 mældist með 3,8 prósent hlustunarhlutdeild hjá landsmönnum á aldrinum 12-80 ára samkvæmt nýjustu mælingum Gallup.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hundruð milljóna króna tap á rekstri Morgunblaðsins Eigandi útgáfufélags Morgunblaðsins, Þórsmörk ehf., tapaði um 267 milljónum króna á síðasta ári. 30. ágúst 2018 11:57 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Hundruð milljóna króna tap á rekstri Morgunblaðsins Eigandi útgáfufélags Morgunblaðsins, Þórsmörk ehf., tapaði um 267 milljónum króna á síðasta ári. 30. ágúst 2018 11:57
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda