„Og þeir fara að bera mig saman við þessa morðóðu hunda frá Þýskalandi“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. október 2018 18:00 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var harðorður í garð Pírata og fjölmiðla á Alþingi í dag. Vísir/Hanna Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sakaði Pírata um að hafa „flugumenn“ á sínum snærum sem bæru óhróður um hann í fjölmiðla. Þetta kom fram í ræðu sem Ásmundur hélt á Alþingi í dag. Þá þótti honum miður að hann væri borinn saman við SS-sveitir Adolfs Hitlers vegna mismæla sinna á þinginu í gær. Vísaði Ásmundur til þess að í ræðu, sem hann hélt í gærkvöldi, hafi honum orðið á mistök og notað heitið „SS-menn“ yfir „sérfræðinga að sunnan“ í umræðum um fiskeldi á Vestfjörðum á Alþingi í gær. Fjallað var um orðalag Ásmundar á vef Kjarnans í gær og þar var þess einnig getið að Smári McCarthy, þingmaður Pírata, hefði gert athugasemd við orðalagið. Á Alþingi í dag, undir dagskrárliðnum Störf þingsins, lét Ásmundur óánægju sína með fjölmiðla og Pírata í ljós í tilfinningaþrunginni ræðu. „Píratarnir stóðu hér upp og fóru að bendla mig við stormsveitir þriðja ríkisins. Og það er eins og þegar þeir tala um mig í þessum sal, þá er eins og bóndinn blístri á hlýðinn smalahund, þegar Stundin og Kjarninn í þessu tilfelli, og oftast Ríkisútvarpið, taka upp eftir þeim þar sem ég misnælti mig í gær. Og þeir fara að bera mig saman við þessa morðóðu hunda frá Þýskalandi. Ég verð að segja það að það er auðvitað þyngra en tárum tekur, að þurfa að bera svoleiðis,“ sagði Ásmundur í ræðu sinni. Þá gerði hann athugasemd við að Píratar hefðu líkt skoðunum Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins sem kom hingað til lands í sumar í boði Alþingis, við skoðanir Adolfs Hitlers. Lýsti Ásmundur því yfir að sér þætti slíkt „fyrir neðan allar hellur.“ Að endingu sagði hann „flugumenn úti í bæ“ ganga erinda andstæðinga sinna, sem ætla má að séu Píratar, og bera upp á sig lygar í fjölmiðla. „Mér finnst þetta fyrir neðan allar hellur. Og sömu aðilar tala um þjóðhöfðinga vestrænna ríka sem kosnir eru af fólkinu og líkja þeim við Mussolini og þennan títtnefnda Adolf Hitler. Og svo hafa þeir alls konar flugumenn úti í bæ sem bera ófögnuðinn út um allt. Þetta er fólkið sem stendur upp í þessum sal trekk í trekk, ber upp á mann lygar, hefur sagt að ég væri þjófur, hafi stolið peningum af þinginu og þau þurfa ekki ap standa fyrir neinu,“ sagði Ásmundur. „Mér finnst bara að þetta sé óboðlegt fyrir þingið að það sé verið að tala svona um þingmenn, að þeir séu SS-menn.“ Alþingi Tengdar fréttir Þórhildur segir rökstuddan grun um að Ásmundur hafi dregið sér fé Reglur og lög landsins virðast aðeins gilda um almenning en ekki efsta lag þjóðfélagsins. Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, í Silfrinu í ríkissjónvarpinu í morgun. 25. febrúar 2018 14:21 Ásmundur leggur einkabíl sínum Ásmundur Friðriksson þingmaður ætlar að fara á bílaleigubíl. 14. febrúar 2018 16:08 Bjarni um aksturgreiðslur þingmanna: „Menn verða að svara fyrir þá reikninga sem þeir senda þinginu“ Fjármálaráðherra sagði það skiljanlegt að fólki þyki akstur þingmanna upp á tugþúsundir kílómetra einkennilegt. 24. febrúar 2018 13:31 Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sakaði Pírata um að hafa „flugumenn“ á sínum snærum sem bæru óhróður um hann í fjölmiðla. Þetta kom fram í ræðu sem Ásmundur hélt á Alþingi í dag. Þá þótti honum miður að hann væri borinn saman við SS-sveitir Adolfs Hitlers vegna mismæla sinna á þinginu í gær. Vísaði Ásmundur til þess að í ræðu, sem hann hélt í gærkvöldi, hafi honum orðið á mistök og notað heitið „SS-menn“ yfir „sérfræðinga að sunnan“ í umræðum um fiskeldi á Vestfjörðum á Alþingi í gær. Fjallað var um orðalag Ásmundar á vef Kjarnans í gær og þar var þess einnig getið að Smári McCarthy, þingmaður Pírata, hefði gert athugasemd við orðalagið. Á Alþingi í dag, undir dagskrárliðnum Störf þingsins, lét Ásmundur óánægju sína með fjölmiðla og Pírata í ljós í tilfinningaþrunginni ræðu. „Píratarnir stóðu hér upp og fóru að bendla mig við stormsveitir þriðja ríkisins. Og það er eins og þegar þeir tala um mig í þessum sal, þá er eins og bóndinn blístri á hlýðinn smalahund, þegar Stundin og Kjarninn í þessu tilfelli, og oftast Ríkisútvarpið, taka upp eftir þeim þar sem ég misnælti mig í gær. Og þeir fara að bera mig saman við þessa morðóðu hunda frá Þýskalandi. Ég verð að segja það að það er auðvitað þyngra en tárum tekur, að þurfa að bera svoleiðis,“ sagði Ásmundur í ræðu sinni. Þá gerði hann athugasemd við að Píratar hefðu líkt skoðunum Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins sem kom hingað til lands í sumar í boði Alþingis, við skoðanir Adolfs Hitlers. Lýsti Ásmundur því yfir að sér þætti slíkt „fyrir neðan allar hellur.“ Að endingu sagði hann „flugumenn úti í bæ“ ganga erinda andstæðinga sinna, sem ætla má að séu Píratar, og bera upp á sig lygar í fjölmiðla. „Mér finnst þetta fyrir neðan allar hellur. Og sömu aðilar tala um þjóðhöfðinga vestrænna ríka sem kosnir eru af fólkinu og líkja þeim við Mussolini og þennan títtnefnda Adolf Hitler. Og svo hafa þeir alls konar flugumenn úti í bæ sem bera ófögnuðinn út um allt. Þetta er fólkið sem stendur upp í þessum sal trekk í trekk, ber upp á mann lygar, hefur sagt að ég væri þjófur, hafi stolið peningum af þinginu og þau þurfa ekki ap standa fyrir neinu,“ sagði Ásmundur. „Mér finnst bara að þetta sé óboðlegt fyrir þingið að það sé verið að tala svona um þingmenn, að þeir séu SS-menn.“
Alþingi Tengdar fréttir Þórhildur segir rökstuddan grun um að Ásmundur hafi dregið sér fé Reglur og lög landsins virðast aðeins gilda um almenning en ekki efsta lag þjóðfélagsins. Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, í Silfrinu í ríkissjónvarpinu í morgun. 25. febrúar 2018 14:21 Ásmundur leggur einkabíl sínum Ásmundur Friðriksson þingmaður ætlar að fara á bílaleigubíl. 14. febrúar 2018 16:08 Bjarni um aksturgreiðslur þingmanna: „Menn verða að svara fyrir þá reikninga sem þeir senda þinginu“ Fjármálaráðherra sagði það skiljanlegt að fólki þyki akstur þingmanna upp á tugþúsundir kílómetra einkennilegt. 24. febrúar 2018 13:31 Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Þórhildur segir rökstuddan grun um að Ásmundur hafi dregið sér fé Reglur og lög landsins virðast aðeins gilda um almenning en ekki efsta lag þjóðfélagsins. Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, í Silfrinu í ríkissjónvarpinu í morgun. 25. febrúar 2018 14:21
Ásmundur leggur einkabíl sínum Ásmundur Friðriksson þingmaður ætlar að fara á bílaleigubíl. 14. febrúar 2018 16:08
Bjarni um aksturgreiðslur þingmanna: „Menn verða að svara fyrir þá reikninga sem þeir senda þinginu“ Fjármálaráðherra sagði það skiljanlegt að fólki þyki akstur þingmanna upp á tugþúsundir kílómetra einkennilegt. 24. febrúar 2018 13:31