Gripinn glóðvolgur við flóttatilraun úr landi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. október 2018 18:10 Maðurinn var handtekinn á Keflavíkurflugvelli. Fréttablaðið/Eyþór Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um stórfellt fíkniefnasmygl til landsins. Maðurinn var gripinn glóðvolgur á Keflavíkurflugvelli er hann reyndi að flýja land, þrátt fyrir farbann. Manninum er gefið að sök að hafa, ásamt öðrum manni, staðið að innflutningi á tæplega 700 grömmum af kókaíni, ætlað til sölu hér á landi. Tollverðir lögðu hald á efnin er mennirnir komu hingað til lands með flugi í mars. Voru þeir hvor með sinn pakkann í fórum sínum. Við yfirheyrslur sagðist maðurinn hafa fundið pakkann sem hann var með, á klósetti flugvallarins áður en að lagt var af stað til Íslands. Hafi hann ákveðið að taka pakkann með án þess að vita hvað væru í honum. Þá sagðist hann ekki hafa vitað af því að félagi hans væri einnig með pakka.Maðurinn bíður dóms Maðurinn sat í gæsluvarðhaldi um skamma hríð eftir komuna til landsins en var sleppt úr haldi og úrskurðaður í farbann. Mál á hendur honum hefur verið þingfest í Héraðsdómi Reykjaness. Aðalmeðferð þess máls er lokið en maðurinn neitaði sök. Beðið er dóms í málinu. Svo virðist sem að maðurinn hafi ekki haft áhuga á því að bíða eftir niðurstöðu dómara í málinu. Þann 1. október síðastliðinn hafði lögregla í flugstöðvardeild lögreglustjórans á Suðurnesjum afskipti af manninum á Keflavíkurflugvelli þar sem hann beið í biðröð á meðal farþega á leið í flug. Átti hann bókað flug úr landi. Maðurinn var handtekinn og í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjaness segir að maðurinn hafi játað að hafa ætlað að flýja frá Íslandi, þrátt fyrir farbannið. Í framhaldinu krafðist héraðssaksóknari að maðurinn yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald þar sem augljós hætta væri á því að maðurinn reyndi að koma sér undan málsókn eða refsingu með því að flýja land. Héraðsdómur Reykjaness féllst á beiðni héraðssaksóknara. Úrskurðinum var skotið til Landsréttar sem staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurðinn í gær. Maðurinn þarf því að sæta gæsluvarðhaldi þangað til dómur í máli hans fellur.Úrskurður Landsréttar Dómsmál Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um stórfellt fíkniefnasmygl til landsins. Maðurinn var gripinn glóðvolgur á Keflavíkurflugvelli er hann reyndi að flýja land, þrátt fyrir farbann. Manninum er gefið að sök að hafa, ásamt öðrum manni, staðið að innflutningi á tæplega 700 grömmum af kókaíni, ætlað til sölu hér á landi. Tollverðir lögðu hald á efnin er mennirnir komu hingað til lands með flugi í mars. Voru þeir hvor með sinn pakkann í fórum sínum. Við yfirheyrslur sagðist maðurinn hafa fundið pakkann sem hann var með, á klósetti flugvallarins áður en að lagt var af stað til Íslands. Hafi hann ákveðið að taka pakkann með án þess að vita hvað væru í honum. Þá sagðist hann ekki hafa vitað af því að félagi hans væri einnig með pakka.Maðurinn bíður dóms Maðurinn sat í gæsluvarðhaldi um skamma hríð eftir komuna til landsins en var sleppt úr haldi og úrskurðaður í farbann. Mál á hendur honum hefur verið þingfest í Héraðsdómi Reykjaness. Aðalmeðferð þess máls er lokið en maðurinn neitaði sök. Beðið er dóms í málinu. Svo virðist sem að maðurinn hafi ekki haft áhuga á því að bíða eftir niðurstöðu dómara í málinu. Þann 1. október síðastliðinn hafði lögregla í flugstöðvardeild lögreglustjórans á Suðurnesjum afskipti af manninum á Keflavíkurflugvelli þar sem hann beið í biðröð á meðal farþega á leið í flug. Átti hann bókað flug úr landi. Maðurinn var handtekinn og í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjaness segir að maðurinn hafi játað að hafa ætlað að flýja frá Íslandi, þrátt fyrir farbannið. Í framhaldinu krafðist héraðssaksóknari að maðurinn yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald þar sem augljós hætta væri á því að maðurinn reyndi að koma sér undan málsókn eða refsingu með því að flýja land. Héraðsdómur Reykjaness féllst á beiðni héraðssaksóknara. Úrskurðinum var skotið til Landsréttar sem staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurðinn í gær. Maðurinn þarf því að sæta gæsluvarðhaldi þangað til dómur í máli hans fellur.Úrskurður Landsréttar
Dómsmál Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Sjá meira