Græðgi Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 11. október 2018 07:00 Sú var tíð að Íslendingar voru annálaðir fyrir gestrisni enda lögðu þeir upp úr henni. Sjálfsagt þótti að taka vel á móti ókunnugum, jafnvel á bæjum þar sem lítið var til skiptanna. Ekki var sérstaklega hugsað um að rukka viðkomandi hraustlega, enda sæmdi það ekki hugsuninni um hina íslensku gestrisni, sem landsmenn sjálfir voru svo stoltir af. Nú er öldin önnur, eins og sést jafnt í stóru sem smáu. Um leið og sést glitta í útlending kviknar samstundis sú hugsun í huga fjölmargra hvernig hægt sé að græða á honum. Til þess eru vissulega margar aðferðir. Undanfarið hafa birst átakanlegar sögur af illri meðferð á erlendu verkafólki. Fólkið er ekki bara látið þræla í vinnu heldur er beinlínis lagt upp úr því að snuða það um laun á allan mögulegan hátt. Þegar forsvarsmenn fyrirtækja sem þetta stunda standa eftir sjónvarpsþátt berstrípaðir frammi fyrir alþjóð með svikastimpil framan á sér þá er þeim vitanlega brugðið. Þetta er ekki auglýsing sem nokkur fyrirtækjaeigandi sækist eftir. Fulltrúar fyrirtækjanna vita að umfjöllunin hefur valdið þeim stórskaða. Þeir hefðu betur mátt huga að því í upphafi, áður en þeir fóru að níðast á erlendu verkafólki. Illt er svo að ekki hafi hvarflað að þeim sú hugsun að starfa í anda hugmyndarinnar um íslenska gestrisni þar sem vel er tekið á móti ókunnum gestum. En þá er vissulega verið að fara fram á mikið, svo miklu meira en fulltrúar þessara fyrirtækja virðast færir um. Hinir erlendu ferðamenn sem hingað til lands koma í stórum stíl eru blessunarlega, ólíkt fjölda erlendra verkamanna hér á landi, vel settir. Þeir kunna yfirleitt afar vel við sig og finnst landið bæði fagurt og frítt. Líklegra er þó en ekki að þeir verði fórnarlömb þess okurs sem hér viðgengst, til dæmis í verðlagi á hótelum og veitingahúsum. Einhverjir falla í þá gildru að kaupa sér hamborgara á 4.900 krónur þótt aðrir séu líklegir til að leggja hið snarasta á flótta frá þeim sölustað. Verðlag í ætt við þetta er ekki hægt að skrifa á hátt gengi krónunnar heldur stafar það af okri sem tíðkast ansi víða, þótt fulltrúar ferðaþjónustunnar séu merkilega tregir til að viðurkenna það. Óskandi er að þeir ranki við sér. Reyndar er engu líkara en þeir séu í fullkominni afneitun þegar orðið „okur“ er nefnt. Allavega raula þeir stöðugt sama sönginn um hátt gengi krónunnar. Gróðasjónarmiðin eru of ríkjandi innan ferðaþjónustunnar þar sem stöðugt er kvartað undan því að túristar séu upp til hópa ekki nógu ríkir og skilji ekki eftir sig nægilega mikinn gjaldeyri. Sumir þeirra leyfa sér jafnvel að ferðast á puttanum og versla í Bónus, sem þykir víst ekki fínt. „Græðgi virkar,“ sagði Gordon Gekko í kvikmyndinni Wall Street. Hún virkar á þann hátt að einhver græðir á kostnað annarra. Sá sem einblínir á gróða hefur ekki mikið rými til að sýna öðrum gestrisni. Hann græðir nefnilega ekkert á því. Og græðgin þykir svo miklu betri en gestrisni sem skilar engu í kassann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Sú var tíð að Íslendingar voru annálaðir fyrir gestrisni enda lögðu þeir upp úr henni. Sjálfsagt þótti að taka vel á móti ókunnugum, jafnvel á bæjum þar sem lítið var til skiptanna. Ekki var sérstaklega hugsað um að rukka viðkomandi hraustlega, enda sæmdi það ekki hugsuninni um hina íslensku gestrisni, sem landsmenn sjálfir voru svo stoltir af. Nú er öldin önnur, eins og sést jafnt í stóru sem smáu. Um leið og sést glitta í útlending kviknar samstundis sú hugsun í huga fjölmargra hvernig hægt sé að græða á honum. Til þess eru vissulega margar aðferðir. Undanfarið hafa birst átakanlegar sögur af illri meðferð á erlendu verkafólki. Fólkið er ekki bara látið þræla í vinnu heldur er beinlínis lagt upp úr því að snuða það um laun á allan mögulegan hátt. Þegar forsvarsmenn fyrirtækja sem þetta stunda standa eftir sjónvarpsþátt berstrípaðir frammi fyrir alþjóð með svikastimpil framan á sér þá er þeim vitanlega brugðið. Þetta er ekki auglýsing sem nokkur fyrirtækjaeigandi sækist eftir. Fulltrúar fyrirtækjanna vita að umfjöllunin hefur valdið þeim stórskaða. Þeir hefðu betur mátt huga að því í upphafi, áður en þeir fóru að níðast á erlendu verkafólki. Illt er svo að ekki hafi hvarflað að þeim sú hugsun að starfa í anda hugmyndarinnar um íslenska gestrisni þar sem vel er tekið á móti ókunnum gestum. En þá er vissulega verið að fara fram á mikið, svo miklu meira en fulltrúar þessara fyrirtækja virðast færir um. Hinir erlendu ferðamenn sem hingað til lands koma í stórum stíl eru blessunarlega, ólíkt fjölda erlendra verkamanna hér á landi, vel settir. Þeir kunna yfirleitt afar vel við sig og finnst landið bæði fagurt og frítt. Líklegra er þó en ekki að þeir verði fórnarlömb þess okurs sem hér viðgengst, til dæmis í verðlagi á hótelum og veitingahúsum. Einhverjir falla í þá gildru að kaupa sér hamborgara á 4.900 krónur þótt aðrir séu líklegir til að leggja hið snarasta á flótta frá þeim sölustað. Verðlag í ætt við þetta er ekki hægt að skrifa á hátt gengi krónunnar heldur stafar það af okri sem tíðkast ansi víða, þótt fulltrúar ferðaþjónustunnar séu merkilega tregir til að viðurkenna það. Óskandi er að þeir ranki við sér. Reyndar er engu líkara en þeir séu í fullkominni afneitun þegar orðið „okur“ er nefnt. Allavega raula þeir stöðugt sama sönginn um hátt gengi krónunnar. Gróðasjónarmiðin eru of ríkjandi innan ferðaþjónustunnar þar sem stöðugt er kvartað undan því að túristar séu upp til hópa ekki nógu ríkir og skilji ekki eftir sig nægilega mikinn gjaldeyri. Sumir þeirra leyfa sér jafnvel að ferðast á puttanum og versla í Bónus, sem þykir víst ekki fínt. „Græðgi virkar,“ sagði Gordon Gekko í kvikmyndinni Wall Street. Hún virkar á þann hátt að einhver græðir á kostnað annarra. Sá sem einblínir á gróða hefur ekki mikið rými til að sýna öðrum gestrisni. Hann græðir nefnilega ekkert á því. Og græðgin þykir svo miklu betri en gestrisni sem skilar engu í kassann.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun