Hagnaður hjá bílaleigum dregst saman Helgi Vífill Júlíusson skrifar 11. október 2018 07:00 Forsvarsmenn bílaleiga telja að árið 2018 verði að líkindum ekki betra en í fyrra. Yfir helmingur ferðamanna tekur bílaleigubíla. Fréttablaðið/Eyþór Hagnaður bílaleiga dróst verulega saman árið 2017 og skiluðu þrjár af sex í úrtaki Fréttablaðsins tapi á árinu, eins og sjá má í töflu. Steingrímur Birgisson, forstjóri Hölds sem er stærsta bílaleiga landsins, segir að rekstrarumhverfið sé erfitt um þessar mundir. Það megi rekja til of sterkrar krónu og aukins rekstrarkostnaðar; laun hafi hækkað sem og tryggingar og rekstur bílanna. Tjón á vegum séu algengari hérlendis en erlendis vegna þess hve vegakerfið sé orðið lélegt. „Auk þess er mikil samkeppni á markaðnum og í sumar var offramboð á bílaleigubílum.“ Hendrik Berndsen, framkvæmdastjóri hjá Hertz, segir að á sama tíma og kreppi að hjá bílaleigum sé ríkisvaldið að gera starfseminni erfitt fyrir. Bílaleigur séu eina atvinnugreinin sem greiði vörugjöld af atvinnutækjum og nú um áramótin eigi endanlega að taka af þeim þau sérvörugjöld sem þær hafa búið við síðan árið 2000. Gjöldin hafi farið hækkandi síðustu ár sem hafi gert bílaleigunum erfitt fyrir. „Á sama tíma eru stjórnvöld að þrýsta á að bílaleigur stuðli að bættu umferðaröryggi ferðamanna og fækki slysum. En hið gagnstæða verður reyndin ef bílaleigur geta ekki keypt eins og áður nýja bíla sem eru með bestu tækni varðandi umferðaröryggi. Það er ljóst að með þessum aðgerðum stjórnvalda munu bílaleigubílar eldast sem er slæmt fyrir alla. Stjórnmálamenn tala margir fyrir mikilvægi þess að dreifa ferðamönnum um landið. Um 55 prósent allra ferðamanna taka bílaleigubíla. Án bílaleiga færu fáir ferðamenn út á land. Hér fer ekki saman hljóð og mynd. Við bætist að bílaleigur eru eina atvinnugreinin í ferðamennsku sem greiðir fullan virðisaukaskatt.“Reksturinn ekki betri í ár Steingrímur og Hendrik eru sammála um að árið í ár verði að líkindum ekki betra en í fyrra. Steingrímur bendir á að þegar vörugjöld falla á bílaleigur af fullum þunga verði Ísland enn síður samkeppnishæft við okkar helstu samkeppnissvæði. Hendrik segir að samsetning ferðamanna hafi breyst. „Bandaríkjamenn eru að sækja landið heim í meiri mæli en þeir leigja bílana skemur. Við erum því að gera meira fyrir minna. Í hvert skipti sem bíll fer um Keflavíkurflugvöll greiðum við þóknun til Isavia. Sá kostnaður fer vaxandi á milli ára og verðin hafa ekki stigið í samræmi við það. Evrópubúar, sem voru áður hlutfallslega fleiri af okkar viðskiptavinum, fóru áður í lengri ferðir, óku til dæmis hringveginn og stoppuðu víða. Nú keyra ferðamenn meira en stoppa minna og sjá því minna af landinu.“ Tekjur Hölds jukust einungis um tvö prósent á milli ára og námu 6,4 milljörðum króna árið 2017. „Við töldum okkur vita að árið 2017 yrði erfitt. Sömu sögu var að segja af árinu 2018. Af þeim sökum höfum við haldið að okkur höndum bæði árin og dregið úr bílakaupum. Það er til lítils að vaxa ef við erum að leigja út bíla á verðum sem standa illa undir sér. Við beinum því kröftunum að hagræðingu í rekstri,“ segir Steingrímur. Steingrímur nefnir að til hagræðingar hafi verið unnið að því að kaupa færri bíla, bæta upplýsingakerfi félagsins og auka sjálfvirkni, breyta opnunartíma og fleira. „Við höfum ekki farið í aðrar stórar aðgerðir en að kaupa færri bíla. Við drógum saman kaup á nýjum bílum í fyrra um tæplega 20 prósent.“ Bókfært eiginfjárhlutfall Hölds var einungis þrjú prósent við árslok. „Það er dulið eigið fé í bókum okkar. Raunveruleg staða fyrirtækisins er því mun betri. Við höfum ekki endurverðmetið eignir félagsins, hvorki fasteignir né bíla og ljóst að markaðsverðmæti þeirra er töluvert umfram bókfært verð og staðan hvað það varðar því ágæt. Við höfum gengið í gegnum svona dali áður og notum þá til tiltektar,“ segir Steingrímur. Birtist í Fréttablaðinu Bílaleigur Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Sjá meira
Hagnaður bílaleiga dróst verulega saman árið 2017 og skiluðu þrjár af sex í úrtaki Fréttablaðsins tapi á árinu, eins og sjá má í töflu. Steingrímur Birgisson, forstjóri Hölds sem er stærsta bílaleiga landsins, segir að rekstrarumhverfið sé erfitt um þessar mundir. Það megi rekja til of sterkrar krónu og aukins rekstrarkostnaðar; laun hafi hækkað sem og tryggingar og rekstur bílanna. Tjón á vegum séu algengari hérlendis en erlendis vegna þess hve vegakerfið sé orðið lélegt. „Auk þess er mikil samkeppni á markaðnum og í sumar var offramboð á bílaleigubílum.“ Hendrik Berndsen, framkvæmdastjóri hjá Hertz, segir að á sama tíma og kreppi að hjá bílaleigum sé ríkisvaldið að gera starfseminni erfitt fyrir. Bílaleigur séu eina atvinnugreinin sem greiði vörugjöld af atvinnutækjum og nú um áramótin eigi endanlega að taka af þeim þau sérvörugjöld sem þær hafa búið við síðan árið 2000. Gjöldin hafi farið hækkandi síðustu ár sem hafi gert bílaleigunum erfitt fyrir. „Á sama tíma eru stjórnvöld að þrýsta á að bílaleigur stuðli að bættu umferðaröryggi ferðamanna og fækki slysum. En hið gagnstæða verður reyndin ef bílaleigur geta ekki keypt eins og áður nýja bíla sem eru með bestu tækni varðandi umferðaröryggi. Það er ljóst að með þessum aðgerðum stjórnvalda munu bílaleigubílar eldast sem er slæmt fyrir alla. Stjórnmálamenn tala margir fyrir mikilvægi þess að dreifa ferðamönnum um landið. Um 55 prósent allra ferðamanna taka bílaleigubíla. Án bílaleiga færu fáir ferðamenn út á land. Hér fer ekki saman hljóð og mynd. Við bætist að bílaleigur eru eina atvinnugreinin í ferðamennsku sem greiðir fullan virðisaukaskatt.“Reksturinn ekki betri í ár Steingrímur og Hendrik eru sammála um að árið í ár verði að líkindum ekki betra en í fyrra. Steingrímur bendir á að þegar vörugjöld falla á bílaleigur af fullum þunga verði Ísland enn síður samkeppnishæft við okkar helstu samkeppnissvæði. Hendrik segir að samsetning ferðamanna hafi breyst. „Bandaríkjamenn eru að sækja landið heim í meiri mæli en þeir leigja bílana skemur. Við erum því að gera meira fyrir minna. Í hvert skipti sem bíll fer um Keflavíkurflugvöll greiðum við þóknun til Isavia. Sá kostnaður fer vaxandi á milli ára og verðin hafa ekki stigið í samræmi við það. Evrópubúar, sem voru áður hlutfallslega fleiri af okkar viðskiptavinum, fóru áður í lengri ferðir, óku til dæmis hringveginn og stoppuðu víða. Nú keyra ferðamenn meira en stoppa minna og sjá því minna af landinu.“ Tekjur Hölds jukust einungis um tvö prósent á milli ára og námu 6,4 milljörðum króna árið 2017. „Við töldum okkur vita að árið 2017 yrði erfitt. Sömu sögu var að segja af árinu 2018. Af þeim sökum höfum við haldið að okkur höndum bæði árin og dregið úr bílakaupum. Það er til lítils að vaxa ef við erum að leigja út bíla á verðum sem standa illa undir sér. Við beinum því kröftunum að hagræðingu í rekstri,“ segir Steingrímur. Steingrímur nefnir að til hagræðingar hafi verið unnið að því að kaupa færri bíla, bæta upplýsingakerfi félagsins og auka sjálfvirkni, breyta opnunartíma og fleira. „Við höfum ekki farið í aðrar stórar aðgerðir en að kaupa færri bíla. Við drógum saman kaup á nýjum bílum í fyrra um tæplega 20 prósent.“ Bókfært eiginfjárhlutfall Hölds var einungis þrjú prósent við árslok. „Það er dulið eigið fé í bókum okkar. Raunveruleg staða fyrirtækisins er því mun betri. Við höfum ekki endurverðmetið eignir félagsins, hvorki fasteignir né bíla og ljóst að markaðsverðmæti þeirra er töluvert umfram bókfært verð og staðan hvað það varðar því ágæt. Við höfum gengið í gegnum svona dali áður og notum þá til tiltektar,“ segir Steingrímur.
Birtist í Fréttablaðinu Bílaleigur Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Sjá meira