„Við vissum alveg af hvor öðrum og þarna er Halldór orðinn risastór úti. Við erum í einhverju partýi og Halldór er þar. Ég sver það ég var í svo geggjuðum nýjum jakka. Ég var í svona glænýjum kastaníubrúnum jakka,“ segir Gauti og heldur áfram.
„Ég er í þessu partýi, stend þarna og er allt í einu alveg rennandi blautur á bakinu. Við erum að tala um að ég er rennandi blautur á bakinu og ég byrja að vera rennandi blautur á rassinum. Ég sný mér við, þá stendur Halldór Helgason fyrir aftan mig og hann er búinn að hella eins lítra mjólk innan á hálsmálið á mér, án þess að þekkja mig.“
Gauti segir að eftir það hafi hann algjörlega tryllst.
„Ég varð svo fokking reiður, og mig langaði svo að berja hann. Ég reyndi að berja hann sko og hleyp í áttina að honum,“ segir Gauti en eftir það urðu þeir góðir vinir. Hér að neðan má heyra söguna.