Brynjar: Þurfum að láta dómarana vera Árni Jóhannsson skrifar 11. október 2018 23:15 Brynjar fór í herbúðir Tindastóls í sumar vísir/bára Tindastóll hafði betur gegn Val í Domino's deild karla í körfubolta í kvöld. Bikarmeistararnir unnu leikinn með 20 stigum, 73-93. „Í fyrsta lagi þá þurftum við að láta dómarana vera, við vorum fullmikið að pirra okkur á hlutum sem við stjórnum ekki“, sagði Brynjar Þór Björnsson leikmaður Tindastóls um hvað hafi verið talað um í hálfleik í búningsklefanum sem varð til þess að Tindastóll valtaði yfir Val í seinni hálfleik. „Ég sjálfur og fleiri vorum að einblína á mistökin sem við vorum að gera og það er oft þannig að ef það koma neikvæðar hugsanir þá gerast neikvæðir hlutir. Við byrjuðum frekar rólega en þegar leið á þá fannst mér boltahreyfingin koma og við fundum opnu skotin og þegar það gerist þá gerast hlutirnir. Mér fannst að varnarleikurinn hafa verið svo mjög flottur“. Brynjar var spurður að því hvernig honum liði í hinum vínrauða búning en liðið er mjög vel mannað og því ætti að vera þægilegt að komast inn í hlutina. „Það er mjög gaman og það eru frábærir erlendir leikmenn þarna og svo frábærir íslenskir leikmenn líka. Þeir vilja vinna og vilja gera þetta saman og eins og ég sagði einhversstaðar þá er enginn hálfviti í þessu liði. Boltahreyfingin er til staðar og varnarlega erum við að vinna saman og þegar hlutirnir eru þannig þá gerast góðir hlutir. Ég tel okkur eiga framtíðina fyrir okkur á þessu ári“. Að lokum var Brynjar spurður útí í hvar hann teldi liðið vera statt á þessum tímapunkti „Það er engin spurning að það er nóg eftir í að við verðum fullmótað lið. Við eigum eftir að spila á móti Stjörnunni, Keflavík og Njarðvík og með fullri virðingu fyrir Val og Þór Þorlákshöfn þá er þeim spáð 9. og 10. sæti og eigum við að vinna þessi lið. Við eigum Hauka næst og eigum við að vinna þá líka. Svo spilum við við Njarðvík og það er fyrsta stóra prófið hjá okkur. Njarðvík er með frábæra leikmenn og góðan strúktúr og breiðan hóp þannig að ég er mjög spenntur fyrir framtíðinni og hlakka til að upplifa körfuboltaveturinn á Króknum“. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Tindastóll 73-93 │Tindastóll of stór biti fyrir Valsmenn Bikarmeistarar Tindastóls sóttu stigin á Hlíðarenda í kvöld og höfðu lítið fyrir því. 11. október 2018 22:00 Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Tindastóll hafði betur gegn Val í Domino's deild karla í körfubolta í kvöld. Bikarmeistararnir unnu leikinn með 20 stigum, 73-93. „Í fyrsta lagi þá þurftum við að láta dómarana vera, við vorum fullmikið að pirra okkur á hlutum sem við stjórnum ekki“, sagði Brynjar Þór Björnsson leikmaður Tindastóls um hvað hafi verið talað um í hálfleik í búningsklefanum sem varð til þess að Tindastóll valtaði yfir Val í seinni hálfleik. „Ég sjálfur og fleiri vorum að einblína á mistökin sem við vorum að gera og það er oft þannig að ef það koma neikvæðar hugsanir þá gerast neikvæðir hlutir. Við byrjuðum frekar rólega en þegar leið á þá fannst mér boltahreyfingin koma og við fundum opnu skotin og þegar það gerist þá gerast hlutirnir. Mér fannst að varnarleikurinn hafa verið svo mjög flottur“. Brynjar var spurður að því hvernig honum liði í hinum vínrauða búning en liðið er mjög vel mannað og því ætti að vera þægilegt að komast inn í hlutina. „Það er mjög gaman og það eru frábærir erlendir leikmenn þarna og svo frábærir íslenskir leikmenn líka. Þeir vilja vinna og vilja gera þetta saman og eins og ég sagði einhversstaðar þá er enginn hálfviti í þessu liði. Boltahreyfingin er til staðar og varnarlega erum við að vinna saman og þegar hlutirnir eru þannig þá gerast góðir hlutir. Ég tel okkur eiga framtíðina fyrir okkur á þessu ári“. Að lokum var Brynjar spurður útí í hvar hann teldi liðið vera statt á þessum tímapunkti „Það er engin spurning að það er nóg eftir í að við verðum fullmótað lið. Við eigum eftir að spila á móti Stjörnunni, Keflavík og Njarðvík og með fullri virðingu fyrir Val og Þór Þorlákshöfn þá er þeim spáð 9. og 10. sæti og eigum við að vinna þessi lið. Við eigum Hauka næst og eigum við að vinna þá líka. Svo spilum við við Njarðvík og það er fyrsta stóra prófið hjá okkur. Njarðvík er með frábæra leikmenn og góðan strúktúr og breiðan hóp þannig að ég er mjög spenntur fyrir framtíðinni og hlakka til að upplifa körfuboltaveturinn á Króknum“.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Tindastóll 73-93 │Tindastóll of stór biti fyrir Valsmenn Bikarmeistarar Tindastóls sóttu stigin á Hlíðarenda í kvöld og höfðu lítið fyrir því. 11. október 2018 22:00 Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Tindastóll 73-93 │Tindastóll of stór biti fyrir Valsmenn Bikarmeistarar Tindastóls sóttu stigin á Hlíðarenda í kvöld og höfðu lítið fyrir því. 11. október 2018 22:00