Vonda skoðunin Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 12. október 2018 07:15 Við lifum í samfélagi þar sem fólk er stöðugt að tjá sig, ekki einungis á mannamótum heldur einnig á samfélagsmiðlum. Sumir hafa óneitanlega meiri þörf fyrir að viðra skoðanir sínar en aðrir og leita uppi miðla þar sem mögulegt er að rödd þeirra fái að heyrast. Þeir finna sér sinn stað og koma sér þar þægilega fyrir og útvarpa hæstánægðir skoðunum sínum, oft meira af kappi en forsjá. Á dögunum viðraði lektor, karlmaður, skoðanir sínar á konum í svokölluðu Karlmennskuspjalli á Facebook. Í anda þess sem hann hefur sjálfsagt talið sanna karlmennsku andvarpaði hann þar yfir því að konur væru alltaf að reyna að troða sér þar sem karlmenn vinna og eyðilegðu vinnustaðinn. Af skrifum hans mátti jafnvel skilja að það væri mikið mein að konur hefðu ekki nægilegan smekk fyrir klámbröndurum, allavega sýndu þær ekki mikið umburðarlyndi væri slíkur brandari sagður. Um þetta er það að segja að vitanlega væri þessum karlmanni fyrir bestu að vera víðsýnni en hann er. Eins og hann talar sýnist hann vera holdgervingur úreltra karlrembuviðhorfa. Það er hans ógæfa, en hann er örugglega ekki einn á báti. Karlrembur finnast víða og blaðra oft ansi mikla vitleysu. Það gera líka svo miklu fleiri og má þar til dæmis nefna öfgafyllstu femínista sem tala of oft eins og þeim sé gjörsamlega um megn að þola tilvist karla. Ekki mikil víðsýni þar á ferð. Já, það verður ekki horft fram hjá því að furðulegar skoðanir eru víða á kreiki. Blessunarlega er skoðana- og tjáningarfrelsi á Íslandi og það ber að virða. Slíkt frelsi er ætlað öllum en sívaxandi hneigð er til þess að þrengja það svo mjög að það er nánast eins og það sé einungis ætlað þeim sem hafa „réttar“ skoðanir. Skoðana- og tjáningarfrelsi hinna skal ekki virða, þar sem þeir tala heimskulega og sýna sig í því að vera illa upplýstir. Fyrir það skal refsað. Reyndar er ómögulegt að þefa uppi alla þá sem þykja hafa óæskilegar eða vitleysislegar skoðanir, en einhverjum er þó alltaf hægt að ná. Karlmaðurinn, sem hér er vitnað í, var einmitt klófestur af vinnuveitanda sínum og sagt upp vinnu við Háskólann í Reykjavík þar sem hann hafði lengi starfað sem lektor. Skoðanir hans, sem hann reifaði utan skólastofunnar, enduróma ekki viðteknar skoðanir þar innan dyra. Í þessum háskóla er akademíska frelsið greinilega talsverðum takmörkunum háð. Ef við teljum skoðana- og tjáningarfrelsi vera raunverulega mikilvægt þá sláum við skjaldborg um það en sveigjum það ekki eftir ríkjandi straumum og stefnum hverju sinni. Þetta frelsi er lítils virði ef það á einungis við þá sem eru okkur sammála en alls ekki hina sem við erum hjartanlega ósammála og teljum vera á algjörum villigötum í skoðunum sínum. Ef við ætlum ótrauð að ganga þá braut að reka fólk úr vinnu vegna þess að okkur líkar ekki skoðanir þess þá erum við um leið orðin verstu óvinir tjáningarfrelsisins. Samfélag sem virðir ekki rétt einstaklingsins til að tjá skoðanir sínar er mannfjandsamlegt samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Við lifum í samfélagi þar sem fólk er stöðugt að tjá sig, ekki einungis á mannamótum heldur einnig á samfélagsmiðlum. Sumir hafa óneitanlega meiri þörf fyrir að viðra skoðanir sínar en aðrir og leita uppi miðla þar sem mögulegt er að rödd þeirra fái að heyrast. Þeir finna sér sinn stað og koma sér þar þægilega fyrir og útvarpa hæstánægðir skoðunum sínum, oft meira af kappi en forsjá. Á dögunum viðraði lektor, karlmaður, skoðanir sínar á konum í svokölluðu Karlmennskuspjalli á Facebook. Í anda þess sem hann hefur sjálfsagt talið sanna karlmennsku andvarpaði hann þar yfir því að konur væru alltaf að reyna að troða sér þar sem karlmenn vinna og eyðilegðu vinnustaðinn. Af skrifum hans mátti jafnvel skilja að það væri mikið mein að konur hefðu ekki nægilegan smekk fyrir klámbröndurum, allavega sýndu þær ekki mikið umburðarlyndi væri slíkur brandari sagður. Um þetta er það að segja að vitanlega væri þessum karlmanni fyrir bestu að vera víðsýnni en hann er. Eins og hann talar sýnist hann vera holdgervingur úreltra karlrembuviðhorfa. Það er hans ógæfa, en hann er örugglega ekki einn á báti. Karlrembur finnast víða og blaðra oft ansi mikla vitleysu. Það gera líka svo miklu fleiri og má þar til dæmis nefna öfgafyllstu femínista sem tala of oft eins og þeim sé gjörsamlega um megn að þola tilvist karla. Ekki mikil víðsýni þar á ferð. Já, það verður ekki horft fram hjá því að furðulegar skoðanir eru víða á kreiki. Blessunarlega er skoðana- og tjáningarfrelsi á Íslandi og það ber að virða. Slíkt frelsi er ætlað öllum en sívaxandi hneigð er til þess að þrengja það svo mjög að það er nánast eins og það sé einungis ætlað þeim sem hafa „réttar“ skoðanir. Skoðana- og tjáningarfrelsi hinna skal ekki virða, þar sem þeir tala heimskulega og sýna sig í því að vera illa upplýstir. Fyrir það skal refsað. Reyndar er ómögulegt að þefa uppi alla þá sem þykja hafa óæskilegar eða vitleysislegar skoðanir, en einhverjum er þó alltaf hægt að ná. Karlmaðurinn, sem hér er vitnað í, var einmitt klófestur af vinnuveitanda sínum og sagt upp vinnu við Háskólann í Reykjavík þar sem hann hafði lengi starfað sem lektor. Skoðanir hans, sem hann reifaði utan skólastofunnar, enduróma ekki viðteknar skoðanir þar innan dyra. Í þessum háskóla er akademíska frelsið greinilega talsverðum takmörkunum háð. Ef við teljum skoðana- og tjáningarfrelsi vera raunverulega mikilvægt þá sláum við skjaldborg um það en sveigjum það ekki eftir ríkjandi straumum og stefnum hverju sinni. Þetta frelsi er lítils virði ef það á einungis við þá sem eru okkur sammála en alls ekki hina sem við erum hjartanlega ósammála og teljum vera á algjörum villigötum í skoðunum sínum. Ef við ætlum ótrauð að ganga þá braut að reka fólk úr vinnu vegna þess að okkur líkar ekki skoðanir þess þá erum við um leið orðin verstu óvinir tjáningarfrelsisins. Samfélag sem virðir ekki rétt einstaklingsins til að tjá skoðanir sínar er mannfjandsamlegt samfélag.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun