Ekki búið að semja um aðild Íslands Sveinn Arnarsson skrifar 12. október 2018 07:00 Íslenskur lyfjamarkaður er afar lítill og veldur áhyggjum erlendra lyfjarisa Ísland hefur ekki skrifað undir samkomulag um þátttöku í samnorrænu lyfjaútboði sem á að fara fram í byrjun árs. Lyfjafyrirtæki lýstu yfir áhyggjum af aðild Íslands að útboðinu á sameiginlegum fundi með mögulegum aðildarríkjum í lok síðasta mánaðar. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að ná niður kostnaðinum við lyfjakaup. Undirbúningsvinna vegna hins sameiginlega lyfjaútboðs hefur verið á hendi Amgros í samvinnu við stjórnvöld og stofnanir landanna. Völdum tilboðsgjöfum var boðið á kynninguna sem var haldin í Danmörku þann 28. september síðastliðinn. Að henni lokinni gafst tækifæri til umræðna um útboðskröfur, markaðsleyfi og afhendingu lyfja. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins komu fram á fundinum áhyggjur og óánægja tilboðsgjafanna með að Ísland verði mögulegur aðili að útboðinu og þá hvernig Ísland gæti verið aðili. Fyrirtækin hafa áhyggjur af því að hér á landi geti ekki verið til samkeppnismarkaður um lyf vegna smæðar markaðarins samanborið við markaðinn í Danmörku og Noregi sem séu margfalt stærri. „Það er mikilvægt fyrir Ísland og Norðurlöndin að finna leiðir til að standa saman í þessum efnum. Þetta er mikilvægt hagsmunamál fyrir notendur heilbrigðiskerfa á Norðurlöndum,“ segir Svandís. Eins og staðan er núna hafa aðeins Noregur og Danmörk skrifað undir samkomulag um að taka þátt í þessu sameiginlega útboði. Íslendingar og Svíar hafa ekki gert það. „Mér er ekki ljóst nákvæmlega hvernig það bar að, en þessu samtali er ekki lokið og samskipti ríkjanna eru enn í gangi. Við höfum verið í þessum samstarfshópi um árabil og það er bara ekki að fullu til lykta leitt,“ segir Svandís Hún segir viljann vera einnig til staðar á Norðurlöndum með aðkomu Íslands að verkefninu. Fréttablaðið hefur einnig staðfest vilja bæði heilbrigðisráðherra Norðmanna og Dana til þess að Ísland verði hluti af útboðinu. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Sjá meira
Ísland hefur ekki skrifað undir samkomulag um þátttöku í samnorrænu lyfjaútboði sem á að fara fram í byrjun árs. Lyfjafyrirtæki lýstu yfir áhyggjum af aðild Íslands að útboðinu á sameiginlegum fundi með mögulegum aðildarríkjum í lok síðasta mánaðar. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að ná niður kostnaðinum við lyfjakaup. Undirbúningsvinna vegna hins sameiginlega lyfjaútboðs hefur verið á hendi Amgros í samvinnu við stjórnvöld og stofnanir landanna. Völdum tilboðsgjöfum var boðið á kynninguna sem var haldin í Danmörku þann 28. september síðastliðinn. Að henni lokinni gafst tækifæri til umræðna um útboðskröfur, markaðsleyfi og afhendingu lyfja. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins komu fram á fundinum áhyggjur og óánægja tilboðsgjafanna með að Ísland verði mögulegur aðili að útboðinu og þá hvernig Ísland gæti verið aðili. Fyrirtækin hafa áhyggjur af því að hér á landi geti ekki verið til samkeppnismarkaður um lyf vegna smæðar markaðarins samanborið við markaðinn í Danmörku og Noregi sem séu margfalt stærri. „Það er mikilvægt fyrir Ísland og Norðurlöndin að finna leiðir til að standa saman í þessum efnum. Þetta er mikilvægt hagsmunamál fyrir notendur heilbrigðiskerfa á Norðurlöndum,“ segir Svandís. Eins og staðan er núna hafa aðeins Noregur og Danmörk skrifað undir samkomulag um að taka þátt í þessu sameiginlega útboði. Íslendingar og Svíar hafa ekki gert það. „Mér er ekki ljóst nákvæmlega hvernig það bar að, en þessu samtali er ekki lokið og samskipti ríkjanna eru enn í gangi. Við höfum verið í þessum samstarfshópi um árabil og það er bara ekki að fullu til lykta leitt,“ segir Svandís Hún segir viljann vera einnig til staðar á Norðurlöndum með aðkomu Íslands að verkefninu. Fréttablaðið hefur einnig staðfest vilja bæði heilbrigðisráðherra Norðmanna og Dana til þess að Ísland verði hluti af útboðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Sjá meira