Innlent

Haraldur fer í veikindaleyfi frá þingstörfum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Haraldur Benediktsson í pontu Alþingis.
Haraldur Benediktsson í pontu Alþingis. Fréttablaðið/Ernir
Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, greinir frá því að hann sé farinn í leyfi frá þingstörfum að læknisráði. Hann segist í færslu á Facebook hafa glímt við veikindi í sumar og haust.

„Sýkingar í kviðarholi og víðar - til að takast á við afleiðingar þeirrra, og koma í veg fyrir verri er mér ráðlagt að taka mér hvíld frá þingstörfum,“ segir Haraldur.

„Verð samt eitthvað á ferli - en mest slakur og latur. Fannst rétt að þið fréttuð þetta frá mér með þessum hætti - því eðlilega er spurt um fjarveru mína. En þetta gengur allt vel.“

Teitur Björn Einarsson tekur sæti á Alþingi í fjarveru Haraldar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×