„Mikilmennskubrjálæði“ að kaupa 20 þúsund miða og ætla sér að selja þá Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. október 2018 20:16 Anton Ingi Sigurðsson leikstjóri. Fréttablaðið/GVA Anton Ingi Sigurðsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Grimmdar, segir að það að kaupa 20 þúsund aðgöngumiða á kvikmyndina, og ætla sér að selja þá, hafi verið „mikilmennskubrjálæði“. Fyrirtæki í eigu föður Antons Inga keypti miðana fyrir tíu milljónir króna til að auka sölu á kvikmyndina, að því er fram kom í dómi héraðsdóms í máli Senu og framleiðslufyrirtækisins Virgo 2. Anton Ingi tjáir sig um málið í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld. Hann segir þar að árið 2016 hafi hann staðið frammi fyrir „miklu höggi“ þegar í ljós hafi komið að eftirvinnslustyrkur fyrir myndina frá Kvikmyndamiðstöð Íslands fengist ekki. Til hafi staðið að greiða útistandandi kostnað, þar á meðal launakostnað, með umræddum styrk frá kvikmyndamiðstöðinni. „Ég varð þarna orðin verulega stressaður og við mér blasti gjaldþrot og mynd sem var ekki komin í bíó og ekki á leið í bíó nema klára laun og annan kostnað,“ skrifar Anton Ingi. Hann segir að því hafi verið ákveðið að kaupa „fyrirfram greidda miða með hjálp, vina, vandamanna og fjölskyldu í því skyni að selja þá í hagnaðarskyni,“ sem gengið hafi ágætlega. Féð sem safnaðist þar hafi svo verið notað til að greiða útistandandi kostnað. Þá rekur Anton Ingi frekar sína upplifun af ferlinu og segir að ekkert hafi verið gert til að „svindla á kerfinu.“Tekur fulla ábyrgð á málinu Þá segir Anton Ingi málið hafa verið erfitt. Nú, þegar því er lokið, sé þó hægt að greiða viðeigandi aðilum laun. „Við þetta lærði ég hvernig á ekki að gera kvikmyndaverkefni. Við þetta lærði ég hvernig á ekki að framleiða bíomynd. Við þetta steig ég til baka og fékk klárara fólk i kringum mig sem framleiðir og það mikilvægasta lærði ég að vinna úr mínum málum,“ skrifar Anton Ingi. „Að kaupa 20.þus miða og halda að hægt se að selja þa er mikilmennskubrjalæði. Auðvitað átti eg að fresta sýningu myndar um nokkra mánuði og ná inn á 2017 og þar með fá eftirvinnslustyrk fra KMÍ eins og þau hvöttu mig til að gera.“ Að endingu segir Anton Ingi að reynslan við gerð kvikmyndarinnar hafa kennt sér margt. Mikilvægasta lexían sé jafnframt sú að hann geti ekki allt. „Ég tek fulla ábyrgð á málinu. Ég hlustaði ekki, óð áfram og tapaði.“Færslu Antons Inga má sjá í heild hér að neðan. Vísir greindi frá dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu í dag þar sem fyrirtækið Sena var dæmt til að greiða framleiðslufyrirtæki Antons Inga, Virgo 2, tæpar fjórar milljónir króna vegna vanefnda á dreifingarsamningi vegna kvikmyndarinnar. Í dómnum kemur einnig fram að til þess að auka miðasölu á kvikmyndina hafi Anton Ingi fengið félag í eigu föður síns, Sólóraf ehf., til að kaupa aðgöngumiða á myndina beint af Senu fyrir 10 milljónir króna, auk virðisaukaskatts. Bíó og sjónvarp Dómsmál Tengdar fréttir Fyrirtæki föður leikstjóra Grimmdar keypti 20 þúsund miða á myndina Sena dæmd til að greiða tæpar fjórar milljónir vegna vanefnda á dreifingarsamningi. 12. október 2018 17:18 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Sjá meira
Anton Ingi Sigurðsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Grimmdar, segir að það að kaupa 20 þúsund aðgöngumiða á kvikmyndina, og ætla sér að selja þá, hafi verið „mikilmennskubrjálæði“. Fyrirtæki í eigu föður Antons Inga keypti miðana fyrir tíu milljónir króna til að auka sölu á kvikmyndina, að því er fram kom í dómi héraðsdóms í máli Senu og framleiðslufyrirtækisins Virgo 2. Anton Ingi tjáir sig um málið í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld. Hann segir þar að árið 2016 hafi hann staðið frammi fyrir „miklu höggi“ þegar í ljós hafi komið að eftirvinnslustyrkur fyrir myndina frá Kvikmyndamiðstöð Íslands fengist ekki. Til hafi staðið að greiða útistandandi kostnað, þar á meðal launakostnað, með umræddum styrk frá kvikmyndamiðstöðinni. „Ég varð þarna orðin verulega stressaður og við mér blasti gjaldþrot og mynd sem var ekki komin í bíó og ekki á leið í bíó nema klára laun og annan kostnað,“ skrifar Anton Ingi. Hann segir að því hafi verið ákveðið að kaupa „fyrirfram greidda miða með hjálp, vina, vandamanna og fjölskyldu í því skyni að selja þá í hagnaðarskyni,“ sem gengið hafi ágætlega. Féð sem safnaðist þar hafi svo verið notað til að greiða útistandandi kostnað. Þá rekur Anton Ingi frekar sína upplifun af ferlinu og segir að ekkert hafi verið gert til að „svindla á kerfinu.“Tekur fulla ábyrgð á málinu Þá segir Anton Ingi málið hafa verið erfitt. Nú, þegar því er lokið, sé þó hægt að greiða viðeigandi aðilum laun. „Við þetta lærði ég hvernig á ekki að gera kvikmyndaverkefni. Við þetta lærði ég hvernig á ekki að framleiða bíomynd. Við þetta steig ég til baka og fékk klárara fólk i kringum mig sem framleiðir og það mikilvægasta lærði ég að vinna úr mínum málum,“ skrifar Anton Ingi. „Að kaupa 20.þus miða og halda að hægt se að selja þa er mikilmennskubrjalæði. Auðvitað átti eg að fresta sýningu myndar um nokkra mánuði og ná inn á 2017 og þar með fá eftirvinnslustyrk fra KMÍ eins og þau hvöttu mig til að gera.“ Að endingu segir Anton Ingi að reynslan við gerð kvikmyndarinnar hafa kennt sér margt. Mikilvægasta lexían sé jafnframt sú að hann geti ekki allt. „Ég tek fulla ábyrgð á málinu. Ég hlustaði ekki, óð áfram og tapaði.“Færslu Antons Inga má sjá í heild hér að neðan. Vísir greindi frá dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu í dag þar sem fyrirtækið Sena var dæmt til að greiða framleiðslufyrirtæki Antons Inga, Virgo 2, tæpar fjórar milljónir króna vegna vanefnda á dreifingarsamningi vegna kvikmyndarinnar. Í dómnum kemur einnig fram að til þess að auka miðasölu á kvikmyndina hafi Anton Ingi fengið félag í eigu föður síns, Sólóraf ehf., til að kaupa aðgöngumiða á myndina beint af Senu fyrir 10 milljónir króna, auk virðisaukaskatts.
Bíó og sjónvarp Dómsmál Tengdar fréttir Fyrirtæki föður leikstjóra Grimmdar keypti 20 þúsund miða á myndina Sena dæmd til að greiða tæpar fjórar milljónir vegna vanefnda á dreifingarsamningi. 12. október 2018 17:18 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Sjá meira
Fyrirtæki föður leikstjóra Grimmdar keypti 20 þúsund miða á myndina Sena dæmd til að greiða tæpar fjórar milljónir vegna vanefnda á dreifingarsamningi. 12. október 2018 17:18