Ósátt við að jarðstrengur verði ónýttur Sveinn Arnarsson skrifar 13. október 2018 08:45 Vestfirðingar furða sig á því að þurfa að bíða í fimm ár til að geta tekið tilbúinn jarðstreng í Dýrafjarðargöngum í notkun. Fréttablaðið/Pjetur Óánægju gætir á Vestfjörðum með áætlun Landsnets um að taka í notkun jarðstreng í gegnum Dýrafjarðargöng fimm árum eftir að hann hefur verið lagður í jörð. Gísli Eiríksson verkfræðingur vekur máls á þessu í pistli sínum á vef Bæjarins besta og skorar á Landsnet að hefjast þegar handa þannig að tenging verði virk árið 2020. Landsnet segir nokkrar ástæður liggja að baki því að jarðstrengurinn verði ekki tekinn strax í notkun. „Það er með ólíkindum að strengurinn verði ekki tekinn í notkun um leið og hann er tilbúinn til notkunar. Á meðan þurfum við að búa við ótryggt ástand þegar kemur að afhendingaröryggi raforku. Við erum undrandi á þessum áformum og skorum á Landsnet að breyta afstöðu sinni,“ segir Hafdís Gunnarsdóttir, formaður Fjórðungssambands Vestfjarða. Dýrafjarðargöng munu liggja á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar og koma í stað núverandi vegar yfir Hrafnseyrarheiði og rjúfa þannig vetrareinangrun norðanverðs Arnarfjarðar. Vestfjarðavegur mun styttast um 27,4 kílómetra. Samhliða á að leggja jarðstreng í gegnum göngin til að auka afhendingaröryggi í fjórðungnum. Raforkuöryggi á svæðinu er það minnsta á Íslandi. Framkvæmdum lýkur 2020. Strengurinn verður ekki tekinn í notkun fyrr en fimm árum síðar. Jarðstrengur í Dýrafjarðargöngum leysir af veðurfarslega erfiðan kafla flutningslínu Breiðadalslínu 1 um Flatafjall. Athugasemd barst frá Vestfjörðum vegna málsins: „Óskað er að þessu verkefni verði hraðað þannig að úrbætur í flutningskerfi nýtist strax og þær liggja fyrir.“ Landsnet segir hins vegar að þeir ætli ekki í málið fyrr en að afskriftartíma Breiðadalslínu 1 lýkur 2025. „Breiðadalslína 1 er frá árinu 1975 og er því 42 ára gömul, en hlutar hennar yngri. Afskriftartími loftlína er 50 ár. Það eru nokkrar meginástæður fyrir því að ekki stendur til að taka jarðstrenginn í notkun um leið og jarðgöngin á milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar verða tilbúin,“ segir í svari Landsnets. „Sú fyrsta snýr að ástæðu þess að ráðist var í verkefnið á þessum tímapunkti. Hún er eingöngu sú að nýta þann glugga sem opnaðist við framkvæmd Vegagerðarinnar við jarðgöngin, en verkefnið hefði annars ekki verið á áætlun Landsnets á þessum tímapunkti.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Óánægju gætir á Vestfjörðum með áætlun Landsnets um að taka í notkun jarðstreng í gegnum Dýrafjarðargöng fimm árum eftir að hann hefur verið lagður í jörð. Gísli Eiríksson verkfræðingur vekur máls á þessu í pistli sínum á vef Bæjarins besta og skorar á Landsnet að hefjast þegar handa þannig að tenging verði virk árið 2020. Landsnet segir nokkrar ástæður liggja að baki því að jarðstrengurinn verði ekki tekinn strax í notkun. „Það er með ólíkindum að strengurinn verði ekki tekinn í notkun um leið og hann er tilbúinn til notkunar. Á meðan þurfum við að búa við ótryggt ástand þegar kemur að afhendingaröryggi raforku. Við erum undrandi á þessum áformum og skorum á Landsnet að breyta afstöðu sinni,“ segir Hafdís Gunnarsdóttir, formaður Fjórðungssambands Vestfjarða. Dýrafjarðargöng munu liggja á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar og koma í stað núverandi vegar yfir Hrafnseyrarheiði og rjúfa þannig vetrareinangrun norðanverðs Arnarfjarðar. Vestfjarðavegur mun styttast um 27,4 kílómetra. Samhliða á að leggja jarðstreng í gegnum göngin til að auka afhendingaröryggi í fjórðungnum. Raforkuöryggi á svæðinu er það minnsta á Íslandi. Framkvæmdum lýkur 2020. Strengurinn verður ekki tekinn í notkun fyrr en fimm árum síðar. Jarðstrengur í Dýrafjarðargöngum leysir af veðurfarslega erfiðan kafla flutningslínu Breiðadalslínu 1 um Flatafjall. Athugasemd barst frá Vestfjörðum vegna málsins: „Óskað er að þessu verkefni verði hraðað þannig að úrbætur í flutningskerfi nýtist strax og þær liggja fyrir.“ Landsnet segir hins vegar að þeir ætli ekki í málið fyrr en að afskriftartíma Breiðadalslínu 1 lýkur 2025. „Breiðadalslína 1 er frá árinu 1975 og er því 42 ára gömul, en hlutar hennar yngri. Afskriftartími loftlína er 50 ár. Það eru nokkrar meginástæður fyrir því að ekki stendur til að taka jarðstrenginn í notkun um leið og jarðgöngin á milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar verða tilbúin,“ segir í svari Landsnets. „Sú fyrsta snýr að ástæðu þess að ráðist var í verkefnið á þessum tímapunkti. Hún er eingöngu sú að nýta þann glugga sem opnaðist við framkvæmd Vegagerðarinnar við jarðgöngin, en verkefnið hefði annars ekki verið á áætlun Landsnets á þessum tímapunkti.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira