Segir Vigdísi hafa afvegaleitt umræðuna Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. október 2018 20:26 Frá fundi Pírata í dag. Vísir/Sigurjón Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar mun njóta aðstoðar utanaðkomandi sérfræðinga við úttekt sína á endurgerð braggans í Nauthólsvík. Oddviti Pírata í borgarstjórn segir Vigdísi Hauksdóttur hafa afvegaleitt umræðuna um braggamálið. Píratar komu saman í höfuðstöðvum flokksins í dag til að ræða framúrkeyrslu Reykjavíkurborgar við endurbætur á bragganum við Nauthólsveg. Eins og fram hefur komið hljóðaði upphafleg kostnaðaráætlun vegna verksins upp á 158 milljónir en kostnaðurinn við framkvæmdina nemur nú rúmlega 415 milljónum og verkinu er enn ekki lokið. Glögglega mátti heyra að grasrót Pírata hefur haft þungar áhyggjur af framvindu málsins. Til að mynda voru ekki allir Píratar á eitt sáttir með að innri endurskoðun borgarinnar hafi verið falið að ráðast í heildarúttekt á endurgerð Braggans - en ekki utanaðkomandi aðili, eins og borgarfulltrúinn Vigdís Hauksdóttir hefur til að mynda talað fyrir. Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar og oddviti Pírata, segir misskilnings gæta í umræðunni um meint vanhæfi innri endurskoðunar. „Ég bara verð að segja það að innri endurskoðun er óháður aðili. Hún fylgir stöðlum um óháðar stofnanir og innri endurskoðanir, sem eru alþjóðlegir staðlar og mjög strangir. Verkreglur inn endurskoðunar fylgja þessum stöðlum til að tryggja að stofnunin sé óháð,“ segir Dóra. Hún gagnrýnir stjórnmálamenn eins og Vigdísi Hauksdóttur fyrir að bera brigður á innri endurskoðun. „Að vera að valda einhverju pólitísku fjaðrafoki og ekki hafa það fyrir sér að vilja leita svara í þessum máli. Vegna þess að þessi stofnun er óháð. Hún er stofnunin sem mun gefa okkur svörin og við teljum það tiltölulega skaðlegt að vera að grafa undan aðal eftirlitsstofnun borgarinnar á þennan hátt. Ég veit það að innri endurskoðun mun fá aðstoð utanaðkomandi aðila við verkið. Við erum búin að kynna okkur vel hvað innri endurskoðun er. Við byggðum okkar ákvörðun á gögnum. Innri endurskoðun er óháð og við treystum henni fullkomlega.“ Braggamálið Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira
Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar mun njóta aðstoðar utanaðkomandi sérfræðinga við úttekt sína á endurgerð braggans í Nauthólsvík. Oddviti Pírata í borgarstjórn segir Vigdísi Hauksdóttur hafa afvegaleitt umræðuna um braggamálið. Píratar komu saman í höfuðstöðvum flokksins í dag til að ræða framúrkeyrslu Reykjavíkurborgar við endurbætur á bragganum við Nauthólsveg. Eins og fram hefur komið hljóðaði upphafleg kostnaðaráætlun vegna verksins upp á 158 milljónir en kostnaðurinn við framkvæmdina nemur nú rúmlega 415 milljónum og verkinu er enn ekki lokið. Glögglega mátti heyra að grasrót Pírata hefur haft þungar áhyggjur af framvindu málsins. Til að mynda voru ekki allir Píratar á eitt sáttir með að innri endurskoðun borgarinnar hafi verið falið að ráðast í heildarúttekt á endurgerð Braggans - en ekki utanaðkomandi aðili, eins og borgarfulltrúinn Vigdís Hauksdóttir hefur til að mynda talað fyrir. Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar og oddviti Pírata, segir misskilnings gæta í umræðunni um meint vanhæfi innri endurskoðunar. „Ég bara verð að segja það að innri endurskoðun er óháður aðili. Hún fylgir stöðlum um óháðar stofnanir og innri endurskoðanir, sem eru alþjóðlegir staðlar og mjög strangir. Verkreglur inn endurskoðunar fylgja þessum stöðlum til að tryggja að stofnunin sé óháð,“ segir Dóra. Hún gagnrýnir stjórnmálamenn eins og Vigdísi Hauksdóttur fyrir að bera brigður á innri endurskoðun. „Að vera að valda einhverju pólitísku fjaðrafoki og ekki hafa það fyrir sér að vilja leita svara í þessum máli. Vegna þess að þessi stofnun er óháð. Hún er stofnunin sem mun gefa okkur svörin og við teljum það tiltölulega skaðlegt að vera að grafa undan aðal eftirlitsstofnun borgarinnar á þennan hátt. Ég veit það að innri endurskoðun mun fá aðstoð utanaðkomandi aðila við verkið. Við erum búin að kynna okkur vel hvað innri endurskoðun er. Við byggðum okkar ákvörðun á gögnum. Innri endurskoðun er óháð og við treystum henni fullkomlega.“
Braggamálið Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira