Körfubolti

Sjáðu klefaræður Njarðvíkinga í slagnum um Reykjanesbæ

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Logi Gunnarsson var hetja Njarðvíkur í leiknum
Logi Gunnarsson var hetja Njarðvíkur í leiknum vísir/ernir
Það var Suðurnesjaslagur á föstudagin í síðustu viku þegar Njarðvík og Keflavík mættust í baráttunni um Reykjanesbæ í fyrstu umferð Domino's deildar karla.

Leikurinn var hörkuspennandi en Njarðvík fór með 97-90 sigur að lokum.

Víkurfréttir fengu einstakan aðgang að Loga Gunnarssyni og Njarðvíkurliðinu í kringum leikinn.

Þar mátti meðal annars heyra lokaræðu Einars Árna Jóhannssonar fyrir leikinn þar sem hann minntist á grein sem birtist á Vísi fyrr um daginn sem sagði Njarðvíkinga ekki hafa unnið Keflavík á sínum heimavelli í 2000 daga.

„Ef fólk segir að okkur vanti hvatningu, aldrei. En það er frábær hvatning að vita af því að við höfum ekki unnið þá hér í yfir 2000 daga. Í dag er dagurinn,“ sagði Einar Árni.

Myndband Víkurfrétta má sjá hér að neðan þar sem Loga er fylgt að heiman á leikdegi, komið inn í klefa í hálfleik og eftir leik þar sem Njarðvíkingar fögnuðu vel. 






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×