Vigdís segir Pírata bera mikla ábyrgð Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 14. október 2018 16:17 Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins vill fá óháðan aðila til þess að gera úttekt á endurgerð Braggans. Vísir/Vilhelm Vigdís Hauksdóttir segir það ekki hægt að rannsaka sjálfan sig og stendur við þá skoðun sína að fá óháðan aðila til þess að rannsaka braggamálið. Oddviti Pírata í borgarstjórn, Dóra Björt Guðjónsdóttir, sagði í gær að Vigdís hefði afvegaleitt umræðuna um braggamálið. Dóra ítrekaði það í samtali við fréttastofu í gær að innri endurskoðun sé óháður aðili og fylgi stöðlum um óháðar stofnanir og innri endurskoðanir. Innri endurskoðun borgarinnar hefur verið falið að ráðast í heildarúttekt á endurgerð Braggans. „Það er ekki hægt að rannsaka sjálfa sig og þetta fólk sem er að fara að skoða þetta braggamál situr hringinn í kringum borðið niðri í ráðhúsi þannig að ég stend við þá skoðun mína sem ég setti fram upphaflega og mína tillögu að fá óháðan aðila til þess að rannsaka allt málið. Það er nú alltaf að koma betur og betur í ljós, fleiri kantar á þessu máli sem eru svo óeðlilegir. Það sér allur almenningur það að það er ekkert annað hægt að gera en að fara með þetta í óháða rannsókn. Þó að það sé verið að þráast við og hafna því. Eins og ég segi Píratar bera mikla ábyrgð í þessu, þeir sátu í borgarstjórn á síðasta kjörtímabili og höfðu alveg fullt af tækifærum til þess að upplýsa um málið hefðu þeir viljað,“ segir Vigdís Hauksdóttir.Sjá einnig: Segir Vigdísi hafa afvegaleitt umræðunaSpurð út í það hvort að Vigdís teldi það líklegt að málið yrði á endanum rannsakað af óháðum aðila taldi hún að það myndi ekki gerast fyrr en þessi meirihluti myndi fara frá. Hún segir Pírata vera að bregðast sínum kjósendum í þessu máli. „Ég hugsa að það verði ekki fyrr en meirihlutinn springi að það muni fara fram óháð rannsókn. Það verður líklega ekki fyrr, fyrst þau þráast öll við þetta þau sem að sitja í núverandi meirihluta. Þannig að það verður ekki nema að þessi meirihluti springi og fari frá að það verði hægt að koma þessu í óháða rannsókn. Sérstaklega af því að Píratar taka svona á málinu, flokkurinn sem berst fyrir gegnsæi og allt upp á borðið. Nú höfðu þau tækifæri til þess að sýna stefnu flokksins. Þau eru algjörlega að bregðast Reykvíkingum og sínum kjósendum. Þau bregðast algjörlega í þessu máli,“ segir Vigdís. Braggamálið Tengdar fréttir Eyþór gefur lítið fyrir yfirlýsingar Dags Braggablúsinn í Nauthólsvík skiptir um takt. Eyþór telur fráleitt af borgarstjóra að reyna að skjóta sér undan ábyrgð. 10. október 2018 11:33 Lítið eftir en allt stopp í bragga "Það er framkvæmdastopp. Hins vegar er ekki mikið eftir,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, um stöðu framkvæmdanna við Nauthólsveg 100. 13. október 2018 08:30 Braggamálið „töluvert að umfangi“ og tími innri endurskoðunar óljós Ekki er hægt að segja til um það hversu langan tíma innri endurskoðun Reykjavíkurborgar á framkvæmdum við braggann í Nauthólsvík mun taka, að sögn Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar. 10. október 2018 19:19 Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir segir það ekki hægt að rannsaka sjálfan sig og stendur við þá skoðun sína að fá óháðan aðila til þess að rannsaka braggamálið. Oddviti Pírata í borgarstjórn, Dóra Björt Guðjónsdóttir, sagði í gær að Vigdís hefði afvegaleitt umræðuna um braggamálið. Dóra ítrekaði það í samtali við fréttastofu í gær að innri endurskoðun sé óháður aðili og fylgi stöðlum um óháðar stofnanir og innri endurskoðanir. Innri endurskoðun borgarinnar hefur verið falið að ráðast í heildarúttekt á endurgerð Braggans. „Það er ekki hægt að rannsaka sjálfa sig og þetta fólk sem er að fara að skoða þetta braggamál situr hringinn í kringum borðið niðri í ráðhúsi þannig að ég stend við þá skoðun mína sem ég setti fram upphaflega og mína tillögu að fá óháðan aðila til þess að rannsaka allt málið. Það er nú alltaf að koma betur og betur í ljós, fleiri kantar á þessu máli sem eru svo óeðlilegir. Það sér allur almenningur það að það er ekkert annað hægt að gera en að fara með þetta í óháða rannsókn. Þó að það sé verið að þráast við og hafna því. Eins og ég segi Píratar bera mikla ábyrgð í þessu, þeir sátu í borgarstjórn á síðasta kjörtímabili og höfðu alveg fullt af tækifærum til þess að upplýsa um málið hefðu þeir viljað,“ segir Vigdís Hauksdóttir.Sjá einnig: Segir Vigdísi hafa afvegaleitt umræðunaSpurð út í það hvort að Vigdís teldi það líklegt að málið yrði á endanum rannsakað af óháðum aðila taldi hún að það myndi ekki gerast fyrr en þessi meirihluti myndi fara frá. Hún segir Pírata vera að bregðast sínum kjósendum í þessu máli. „Ég hugsa að það verði ekki fyrr en meirihlutinn springi að það muni fara fram óháð rannsókn. Það verður líklega ekki fyrr, fyrst þau þráast öll við þetta þau sem að sitja í núverandi meirihluta. Þannig að það verður ekki nema að þessi meirihluti springi og fari frá að það verði hægt að koma þessu í óháða rannsókn. Sérstaklega af því að Píratar taka svona á málinu, flokkurinn sem berst fyrir gegnsæi og allt upp á borðið. Nú höfðu þau tækifæri til þess að sýna stefnu flokksins. Þau eru algjörlega að bregðast Reykvíkingum og sínum kjósendum. Þau bregðast algjörlega í þessu máli,“ segir Vigdís.
Braggamálið Tengdar fréttir Eyþór gefur lítið fyrir yfirlýsingar Dags Braggablúsinn í Nauthólsvík skiptir um takt. Eyþór telur fráleitt af borgarstjóra að reyna að skjóta sér undan ábyrgð. 10. október 2018 11:33 Lítið eftir en allt stopp í bragga "Það er framkvæmdastopp. Hins vegar er ekki mikið eftir,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, um stöðu framkvæmdanna við Nauthólsveg 100. 13. október 2018 08:30 Braggamálið „töluvert að umfangi“ og tími innri endurskoðunar óljós Ekki er hægt að segja til um það hversu langan tíma innri endurskoðun Reykjavíkurborgar á framkvæmdum við braggann í Nauthólsvík mun taka, að sögn Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar. 10. október 2018 19:19 Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Eyþór gefur lítið fyrir yfirlýsingar Dags Braggablúsinn í Nauthólsvík skiptir um takt. Eyþór telur fráleitt af borgarstjóra að reyna að skjóta sér undan ábyrgð. 10. október 2018 11:33
Lítið eftir en allt stopp í bragga "Það er framkvæmdastopp. Hins vegar er ekki mikið eftir,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, um stöðu framkvæmdanna við Nauthólsveg 100. 13. október 2018 08:30
Braggamálið „töluvert að umfangi“ og tími innri endurskoðunar óljós Ekki er hægt að segja til um það hversu langan tíma innri endurskoðun Reykjavíkurborgar á framkvæmdum við braggann í Nauthólsvík mun taka, að sögn Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar. 10. október 2018 19:19
Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58