Skömmu áður en nettengingin var tekin af honum hafði Assange meðal annars lýst yfir vafa um að Rússar hefðu staðið að Skripal-eitruninni. Þá kallaði aðstoðarutanríkisráðherra Bretlands hann „lítinn vesælan orm“ og sagði tímabært að hann kæmi út úr sendiráðinu og mætti breska réttarkerfinu.
Ný ríkisstjórn Ekvador hefur um nokkuð skeið reynt að koma Assange úr sendiráðinu. Assange flúði þangað á árum áður vegna ákæru um nauðgun í Svíþjóð. Það mál hefur verið fellt niður en hann á þó enn handtöku yfir höfði sér í Bretlandi fyrir að hafa ekki mætt fyrir dómara. Assange óttast að vera framseldur til Bandaríkjanna verði hann handtekinn.
Wikileaks sagði frá því í kvöld að Assange væri kominn á netið aftur en ekki var farið út í í hverju áðurnefndar takmarkanir fælust.
Ecuador rolls back @JulianAssange isolation after UN meets with president
— WikiLeaks (@wikileaks) October 14, 2018
Background: https://t.co/Mb6gXlz7QShttps://t.co/0UBIVYyKll pic.twitter.com/poFi6nBU4N