57 milljónir fara í fjölgun heimilislækna Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. október 2018 14:26 Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, í Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar í dag. Mynd/Velferðarráðuneytið Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti í dag ákvörðun sína um að veita 57 milljóna króna framlag til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins til að fjölga sérnámsstöðum í heimilislækningum um fimm. Á fjárlögum þessa árs eru 300 milljónir króna ætlaðar til að efla þverfaglega þjónustu heilsugæslunnar. Svandís sagði frá ákvörðun sinni varðandi sérnámsstöðurnar í húsakynnum Þróunarmiðstöðvar heilsugæslunnar sem sett var á fót í sumar. Haft er eftir Svandísi á vefsíðu Velferðarráðuneytisins að ánægjulegt sé að sjá hvernig aðgerðir til að efla heilsugæsluna eru farnar að skila sér. Það sé til að mynda staðfest með nýrri skýrslu Embættis landlæknis um Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Þar er sérstaklega getið um góðan árangur varðandi bætt aðgengi að heilsugæslunni, stóraukna sálfræðiþjónustu fyrir börn og ávinninginn af því að setja á fót hjúkrunarvakt á öllum stöðvum stofnunarinnar. Ég er verulega ánægð með þennan árangur og það gleður mig að finna metnaðinn hjá stjórnendum og starfsfólki stofnunarinnar til að vinna stöðugt að bættri þjónustu við notendur.“ Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins leitaði til ráðuneytisins í sumar með ósk um viðbótarfjárveitingu. Nú eru 46 læknar í sérnámi í heimilislækningum eftir umtalsverða fjölgun í sumar með þrettán nýjum námsstöðum. Af þeim eru 30 á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, 8 á Heilbrigðisstofnun Norðurlands, 6 á Heilbrigðisstofnun Suðurlands og hinir tveir eru á heilbrigðisstofnununum á Austurlandi og Suðurnesjum. „Þörf fyrir að fjölga sérnámsstöðum í heimilislækningum er tvíþætt. Annars vegar er fjölgun sérfræðinga í heimilislækningum mikilvæg til að fylgja eftir áherslum stjórnvalda um eflingu heilsugæslunnar og aukið hlutverk hennar innan heilbrigðiskerfisins. Hins vegar er meðalaldur starfandi sérfræðinga í heimilislækningum fremur hár og stór hópur þeirra mun fara á eftirlaun á næstu árum,” segir jafnframt á vefsíðu velferðarráðuneytisins. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vill framlengja um eitt ár við sérfræðilækna Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra vill framlengja rammasamning við sérfræðilækna sem rennur út um áramótin um eitt ár. Þetta segir Svandís í samtali við fréttastofu. Hún vill nýta næsta ár til þess að búa til nýjan heilstæðan samning við sérfræðilækna. 24. september 2018 17:56 Komin með samning við Sjúkratryggingar Íslands Anna Björnsdóttir taugalæknir er komin með samning við Sjúkratryggingar Íslands. 15. október 2018 10:30 Ráðherra verði að sjá til þess að dómnum verði ekki áfrýjað Formaður samtaka heilbrigðisfyrirtækja fagnar dómi héraðsdóms um að fella úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að meina sérfræðilækni um aðild að rammasamningi. Niðurstaðan sé aftur á móti áfellisdómur yfir stjórnsýslunni. Hann kallar eftir samtali við yfirvöld um framtíð heilbrigðisþjónustu á Íslandi. 19. september 2018 20:30 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti í dag ákvörðun sína um að veita 57 milljóna króna framlag til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins til að fjölga sérnámsstöðum í heimilislækningum um fimm. Á fjárlögum þessa árs eru 300 milljónir króna ætlaðar til að efla þverfaglega þjónustu heilsugæslunnar. Svandís sagði frá ákvörðun sinni varðandi sérnámsstöðurnar í húsakynnum Þróunarmiðstöðvar heilsugæslunnar sem sett var á fót í sumar. Haft er eftir Svandísi á vefsíðu Velferðarráðuneytisins að ánægjulegt sé að sjá hvernig aðgerðir til að efla heilsugæsluna eru farnar að skila sér. Það sé til að mynda staðfest með nýrri skýrslu Embættis landlæknis um Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Þar er sérstaklega getið um góðan árangur varðandi bætt aðgengi að heilsugæslunni, stóraukna sálfræðiþjónustu fyrir börn og ávinninginn af því að setja á fót hjúkrunarvakt á öllum stöðvum stofnunarinnar. Ég er verulega ánægð með þennan árangur og það gleður mig að finna metnaðinn hjá stjórnendum og starfsfólki stofnunarinnar til að vinna stöðugt að bættri þjónustu við notendur.“ Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins leitaði til ráðuneytisins í sumar með ósk um viðbótarfjárveitingu. Nú eru 46 læknar í sérnámi í heimilislækningum eftir umtalsverða fjölgun í sumar með þrettán nýjum námsstöðum. Af þeim eru 30 á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, 8 á Heilbrigðisstofnun Norðurlands, 6 á Heilbrigðisstofnun Suðurlands og hinir tveir eru á heilbrigðisstofnununum á Austurlandi og Suðurnesjum. „Þörf fyrir að fjölga sérnámsstöðum í heimilislækningum er tvíþætt. Annars vegar er fjölgun sérfræðinga í heimilislækningum mikilvæg til að fylgja eftir áherslum stjórnvalda um eflingu heilsugæslunnar og aukið hlutverk hennar innan heilbrigðiskerfisins. Hins vegar er meðalaldur starfandi sérfræðinga í heimilislækningum fremur hár og stór hópur þeirra mun fara á eftirlaun á næstu árum,” segir jafnframt á vefsíðu velferðarráðuneytisins.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vill framlengja um eitt ár við sérfræðilækna Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra vill framlengja rammasamning við sérfræðilækna sem rennur út um áramótin um eitt ár. Þetta segir Svandís í samtali við fréttastofu. Hún vill nýta næsta ár til þess að búa til nýjan heilstæðan samning við sérfræðilækna. 24. september 2018 17:56 Komin með samning við Sjúkratryggingar Íslands Anna Björnsdóttir taugalæknir er komin með samning við Sjúkratryggingar Íslands. 15. október 2018 10:30 Ráðherra verði að sjá til þess að dómnum verði ekki áfrýjað Formaður samtaka heilbrigðisfyrirtækja fagnar dómi héraðsdóms um að fella úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að meina sérfræðilækni um aðild að rammasamningi. Niðurstaðan sé aftur á móti áfellisdómur yfir stjórnsýslunni. Hann kallar eftir samtali við yfirvöld um framtíð heilbrigðisþjónustu á Íslandi. 19. september 2018 20:30 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Vill framlengja um eitt ár við sérfræðilækna Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra vill framlengja rammasamning við sérfræðilækna sem rennur út um áramótin um eitt ár. Þetta segir Svandís í samtali við fréttastofu. Hún vill nýta næsta ár til þess að búa til nýjan heilstæðan samning við sérfræðilækna. 24. september 2018 17:56
Komin með samning við Sjúkratryggingar Íslands Anna Björnsdóttir taugalæknir er komin með samning við Sjúkratryggingar Íslands. 15. október 2018 10:30
Ráðherra verði að sjá til þess að dómnum verði ekki áfrýjað Formaður samtaka heilbrigðisfyrirtækja fagnar dómi héraðsdóms um að fella úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að meina sérfræðilækni um aðild að rammasamningi. Niðurstaðan sé aftur á móti áfellisdómur yfir stjórnsýslunni. Hann kallar eftir samtali við yfirvöld um framtíð heilbrigðisþjónustu á Íslandi. 19. september 2018 20:30