Raus í kommentakerfum verður ekki lengur refsivert Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. október 2018 17:00 Eiríkur Jónsson prófessor við lagadeild HÍ og formaður nefndar forsætisráðherra um tjáningarfrelsi. Vísir/fréttir Stöðvar 2 Færri tilvik munu falla undir hatursáróður í almennum hegningarlögum ef tillögur nefndar forsætisráðherra um tjáningarfrelsi ná fram að ganga og lögreglan mun ekki þurfa að ákæra fyrir raus í kommentakerfum. Þá leggur nefndin til alveg nýtt ákvæði um ærumeiðingar og rýmra tjáningarfrelsi fyrir opinbera starfsmenn. Eiríkur Jónsson prófessor við lagadeild HÍ er formaður nefndarinnar og kynnti hann fimm lagafrumvörp sem nefndin vann á fundi í Þjóðminjasafninu í dag. Í fyrsta lagi er um að ræða ný stofnlög um ærumeiðingar þar mælt er fyrir um einkaréttarleg úrræði til að bregðast við ærumeiðingum. Gert er ráð fyrir að tvenns konar úrræðum verði beitt, miskabótum og bótum fyrir fjártjón. Samhliða er lagt til að felld verði úr gildi ákvæði almennra hegningarlaga um refsingar fyrir ærumeiðingar, ómerkingu ummæla og heimild til að dæma bætur fyrir kostnað af birtingu dóms. Sama gildir um vernd sem opinberir starfsmenn, erlend ríki, fánar þeirra og þjóðhöfðingjar hafa notið. Ærumeiðingar eru svokölluð einkarefsimál sem sá einn getur höfðað sem misgert er við. Ekki verður breyting á því að hinn ærumeiddi þarf sjálfur að höfða mál. Hann mun hins vegar þurfa að styðjast við hin nýju lög og munu þau skýra betur ærumeiðingar til samræmis við ákvæði stjórnarskrár og Mannréttindasáttamála Evrópu og dómaframkvæmd á sviði meiðyrðalöggjafarinnar.Hvaða áhrif munu ný lög hafa á málshöfðanir vegna ærumeiðandi ummæla? „Það er ómögulegt að spá. Ég hef spáð dauða meiðyrðamálanna býsna lengi og að þessi þjóðaríþrótt myndi gefa eftir en það hefur nú ekki gerst. Mér finnst alveg líklegt að menn muni sækja rétt sinn áfram en það sem er mikilvægt er að úr þeim málum verði leyst í samræmi við þessi meginprinsipp sem leiða af stjórnarskránni og Mannréttindasáttmála Evrópu. Vandamálið er að almennu lög hafa ekki verið í samræmi við þessi undirliggjandi prinsipp og þess vegna hafa kannski málin ekkert verið flutt um þau atriði. Núna verður það þannig að þeir sem fara í mál byggja á þessum lögum sem eru mótuð í samræmi við þessi grunnprinsipp í stjórnskipunarrétti og þá eru líkur til þess að þetta verði frekar undir ramma tjáningarfrelsisákvæðanna,“ segir Eiríkur Jónsson. Þrengri skilgreining á hatursorðræðu Þá leggur nefndin til þrengri skilgreiningu á hatursorðræðu samkvæmt 233. gr. a í almennum hegningarlögum. Ákvæðið er orðað svona núna:Hver sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu, svo sem með myndum eða táknum, vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar, eða breiðir slíkt út, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum Samkvæmt frumvarpinu mun nýr málsliður bætast við ákvæðið sem er svohljóðandi: enda sé háttsemin til þess fallin að hvetja til eða kynda undir hatri, ofbeldi eða mismunun.Þarna er verið að árétta að tjáningin verði að vera orðuð með þeim hætti eða hún framsett með þeim hætti að það kyndi undir hatri, ofbeldi eða mismunun. Í raun er þarna verið að fella út reiðilegar athugasemdir í kommentakerfum eða ummæli sem sett eru fram í hálfkæringi. „Skilgreiningin á hatursáróðri er tiltölulega þröng og þar utan falla ýmis ummæli sem við getum talið óheppileg. Markmið frumvarpsins er einmitt að einbeita sér að hatursáróðri þar sem verið er að kynda undir hatri, mismunun og ofbeldi en við séum ekki að eltast við einstök ummæli sem eru sett fram í reiðikasti í kommentakerfum og ná ekki að falla undir það að teljast til hatursáróðurs,“ segir Eiríkur.Hæstiréttur Íslands dæmdi á síðasta ári tvo menn fyrir hatursorðræðu samkvæmt 233. gr. a. almennra hegningarlaga vegna ummæla um samkynhneigða undir fréttum um hinseginfræðslu í Hafnarfjarðarbæ.Sakfelldir fyrir ummæli um samkynhneigða í athugasemdakerfi Íslendingar hafa gengið lengra við takmörkun tjáningarfrelsis þegar hatursorðræða er annars vegar en leiðir af þjóðréttarskuldbindingum. Hæstiréttur Íslands sakfelldi á síðasta ári í tveimur málum fyrir brot gegn 233. gr. a almennra hegningarlaga en dómarnir voru kveðnir upp sama dag, 14. desember. Annars vegar er um að ræða dóm Hæstaréttar í máli nr. 577/2017 vegna ummæla manns um samkynhneigða í athugasemdakerfi DV undir frétt um ákvörðun Hafnarfjarðarbæjar að bjóða börnum hinseginfræðslu. Þau ummæli sem sakfellt var fyrir voru svohljóðandi: „Á nú að fara eyðileggja sakleysi barnanna að foreldrum forspurðum? Ég myndi flokka þetta undir barnanýð vera troða kynvillu í saklaus börn. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar vinsamlegast haldið saurugu hugsunum og löngunum ykkar frá börnunum mínum.“ Í dómi Hæstaréttar segir: „Á löggjafanum hvílir ekki aðeins sú skylda að haga lögum á þann hátt að tjáningarfrelsi sé ekki skert í ríkara mæli en svigrúm stendur til eftir kröfum 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar. Löggjafanum er einnig skylt að tryggja með lögum einkalífi manna friðhelgi, sbr. 1. mgr. 71. gr. hennar, og stuðla jafnframt að vernd þeirra, sem hætt er við að sæti vegna aðstæðna sinna eða sérkenna útbreiddu aðkasti eða andúð, og gæta þar með allsherjarreglu. Þegar horft er til þessara hagsmuna, sem meðal annars 233. gr. a. almennra hegningarlaga er sett til að vernda, verða þeir samkvæmt lýðræðishefðum og eftir heildstæðu mati á öllum atvikum málsins að vega þyngra en óheft frelsi ákærða til að tjá skoðanir sínar á þann hátt sem hann gerði. Er þá jafnframt tekið fullt tillit til þess að tjáningarfrelsi hans verði ekki skert í ríkara mæli en nauðsyn ber til svo að náð verði því lögmæta markmiði, sem 233. gr. a. almennra hegningarlaga stefnir að, en reglur þess ákvæðis verða að teljast nauðsynlegar í skilningi 2. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar til að sporna við fordómum, andúð og fyrirlitningu í garð afmarkaðra þjóðfélagshópa, sem unnt væri að stuðla að með hatursorðræðu.“ Síðara málið var til umfjöllunar með dómi Hæstaréttar í máli nr. 415/2017 en það varðaði einnig ummæli um samkynhneigða í athugasemdakerfi vegna fréttar um sama mál, hinseginfræðslu í Hafnarfjarðarbæ. Í þessu tilviki birtist athugasemdin undir frétt Vísis um sama mál. Niðurstaða Hæstaréttar var byggð á sömu rökum og málinu hér framar en í báðum þessum málum skilaði einn dómari sératkvæði. Hins vegar sýknaði Hæstiréttur mann af ákæru um hatursorðræðu með dómi réttarins í máli nr. 354/2017 vegna ummæla um samkynhneigða á vefsíðunni Barnaskjóli í tengslum við umfjöllun um hinseginfræðslu hjá Hafnarfjarðarbæ. Maðurinn var sýknaður meðal annars með svofelldum rökstuðningi: „Með þessu viðhafði ákærði orð, sem telja má smánun í garð samkynhneigðra. Þótt orðin hafi jafnframt borið með sér fordóma verður á hinn bóginn ekki litið fram hjá því að samkvæmt áðursögðu verður tjáning ekki felld undir verknaðarlýsingu 233. gr. a. almennra hegningarlaga nema telja megi hana fela í sér slíka óbeit, andúð, fyrirlitningu eða fordæmingu að flokka megi hana undir hatursorðræðu. Framangreind orð ákærða geta ekki talist slík að því skilyrði sé fullnægt. Af þessum sökum verður staðfest niðurstaða hins áfrýjaða dóms um sýknu ákærða af kröfum ákæruvaldsins.“ Eiríkur Jónsson telur að ef ákvæðið hefði verið orðað eins og nefnd forsætisráðherra leggur til í nýju frumvarpi hefði verið sýknað í þessum tveimur málum sem var sakfellt fyrir í desember í fyrra. Þá mun breytingin sem nefndin leggur til á ákvæðinu um hatursorðræðu auðvelda störf lögreglu. „Við erum þarna að leiða til þess að atvik eins og voru uppi í þessum málum fyrir Hæstarétti í fyrra að það hefði líklega verið sýknað í þeim málum ef þetta frumvarp hefði orðið að lögum. (...) Við vitum að hatursáróður flæðir á þessum rafrænu tímum og það er mikilvægt að taka á honum en lögreglan verður þá laus við að rannsaka og ákæra fyrir eitthvað einstakt rant á kommentakerfum sem er ekki hluti af eiginlegum hatursáróðri,“ segir Eiríkur. Árið 2001 dæmdi Hæstiréttur í fyrsta sinn í máli um ákæru vegna brots á 233. gr. a. almennra hegningarlaga. Málið var sprottið af ummælum sem ákærði lét falla um fólk af afrískum uppruna í blaðaviðtali í DV.Heimskuleg ummæli sem dæma sig sjálf eða hvatning um hatur, ofbeldi eða mismunun? Það er áhugavert að setja eldri dóma Hæstaréttar Íslands um brot gegn 233. gr. a í almennum hegningarlögum í gegnum nálarauga ákvæðisins eins og það lítur út í frumvarpi nefndarinnar. Eru til dæmis ummæli sem fela í sér mismunun eða lýsa grunnhyggnu viðhorfi til minnihlutahópa til þess fallin að ýta undir eða hvetja til mismununar? Eða lýsa þau ekki bara takmörkunum þess sem viðhefur þau og dæma sig þannig sjálf? Í raun snýst spurningin að einhverju leyti um það hvort það eigi að refsa fólki fyrir heimskuleg ummæli á internetinu og afmörkun á því hvenær slík ummæli beinlínis hvetja til ofbeldis eða mismununar gagnvart minnihlutahópum. Með dómi Hæstaréttar í máli nr. 461/2001 var í fyrsta sinn fjallað um ákæru vegna brots á 233. gr. a. almennra hegningarlaga. Málið var sprottið af ummælum sem ákærði lét falla um fólk af afrískum uppruna í blaðaviðtali í DV. Maðurinn, sem var varaformaður Félags íslenskra þjóðernissinna, lýsti í viðtalinu ótvíræðum yfirburðum hvíta kynstofnsins og hélt fram ýmsum neikvæðum eiginleikum í fari Afríkubúa en blaðamaður DV hafði sett sig í samband við manninn að fyrra bragði. Í dómi Hæstaréttar segir: „Fallast ber á það með héraðsdómi að ummæli ákærða í DV 17. febrúar 2001 séu alhæfingar, sem ekki séu studdar neinum rökum, enda munu vandfundin rök fyrir yfirburðum á grundvelli kynþáttar. Enda þótt ekki verði fullyrt að orðið negri sé út af fyrir sig niðrandi í íslensku máli verður, þegar dagblaðsviðtalið er lesið í heild og ummæli ákærða virt í því samhengi, að telja að með þeim sé leitast við að upphefja hvíta menn á kostnað manna af öðrum litarhætti með háði, rógi og smánun. Ummæli ákærða fela því í sér háttsemi sem fellur skýrlega að verknaðarlýsingu 233. gr. a almennra hegningarlaga. Lagaákvæðinu er ætlað að koma í veg fyrir kynþáttamisrétti og kynþáttahatur og er markmið þess því lögmætt og þær skorður sem það setur tjáningarfrelsi nauðsynlegar og samrýmast lýðræðishefðum. Verður því niðurstaða héraðsdóms um sakfellingu ákærða staðfest með skírskotun til forsendna hans að öðru leyti.“ Nefnd forsætisráðherra skilaði einnig frumvarpi um nýtt ákvæði stjórnsýslulaga sem gerir tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna að meginreglu, frumvarpi sem dregur úr ábyrgð hýsingaraðila og skyldu þeirra til að taka niður gögn og frumvarpi sem afnemur skyldu fjarskiptafyrirtækja til að geyma gögn í sex mánuði. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
Færri tilvik munu falla undir hatursáróður í almennum hegningarlögum ef tillögur nefndar forsætisráðherra um tjáningarfrelsi ná fram að ganga og lögreglan mun ekki þurfa að ákæra fyrir raus í kommentakerfum. Þá leggur nefndin til alveg nýtt ákvæði um ærumeiðingar og rýmra tjáningarfrelsi fyrir opinbera starfsmenn. Eiríkur Jónsson prófessor við lagadeild HÍ er formaður nefndarinnar og kynnti hann fimm lagafrumvörp sem nefndin vann á fundi í Þjóðminjasafninu í dag. Í fyrsta lagi er um að ræða ný stofnlög um ærumeiðingar þar mælt er fyrir um einkaréttarleg úrræði til að bregðast við ærumeiðingum. Gert er ráð fyrir að tvenns konar úrræðum verði beitt, miskabótum og bótum fyrir fjártjón. Samhliða er lagt til að felld verði úr gildi ákvæði almennra hegningarlaga um refsingar fyrir ærumeiðingar, ómerkingu ummæla og heimild til að dæma bætur fyrir kostnað af birtingu dóms. Sama gildir um vernd sem opinberir starfsmenn, erlend ríki, fánar þeirra og þjóðhöfðingjar hafa notið. Ærumeiðingar eru svokölluð einkarefsimál sem sá einn getur höfðað sem misgert er við. Ekki verður breyting á því að hinn ærumeiddi þarf sjálfur að höfða mál. Hann mun hins vegar þurfa að styðjast við hin nýju lög og munu þau skýra betur ærumeiðingar til samræmis við ákvæði stjórnarskrár og Mannréttindasáttamála Evrópu og dómaframkvæmd á sviði meiðyrðalöggjafarinnar.Hvaða áhrif munu ný lög hafa á málshöfðanir vegna ærumeiðandi ummæla? „Það er ómögulegt að spá. Ég hef spáð dauða meiðyrðamálanna býsna lengi og að þessi þjóðaríþrótt myndi gefa eftir en það hefur nú ekki gerst. Mér finnst alveg líklegt að menn muni sækja rétt sinn áfram en það sem er mikilvægt er að úr þeim málum verði leyst í samræmi við þessi meginprinsipp sem leiða af stjórnarskránni og Mannréttindasáttmála Evrópu. Vandamálið er að almennu lög hafa ekki verið í samræmi við þessi undirliggjandi prinsipp og þess vegna hafa kannski málin ekkert verið flutt um þau atriði. Núna verður það þannig að þeir sem fara í mál byggja á þessum lögum sem eru mótuð í samræmi við þessi grunnprinsipp í stjórnskipunarrétti og þá eru líkur til þess að þetta verði frekar undir ramma tjáningarfrelsisákvæðanna,“ segir Eiríkur Jónsson. Þrengri skilgreining á hatursorðræðu Þá leggur nefndin til þrengri skilgreiningu á hatursorðræðu samkvæmt 233. gr. a í almennum hegningarlögum. Ákvæðið er orðað svona núna:Hver sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu, svo sem með myndum eða táknum, vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar, eða breiðir slíkt út, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum Samkvæmt frumvarpinu mun nýr málsliður bætast við ákvæðið sem er svohljóðandi: enda sé háttsemin til þess fallin að hvetja til eða kynda undir hatri, ofbeldi eða mismunun.Þarna er verið að árétta að tjáningin verði að vera orðuð með þeim hætti eða hún framsett með þeim hætti að það kyndi undir hatri, ofbeldi eða mismunun. Í raun er þarna verið að fella út reiðilegar athugasemdir í kommentakerfum eða ummæli sem sett eru fram í hálfkæringi. „Skilgreiningin á hatursáróðri er tiltölulega þröng og þar utan falla ýmis ummæli sem við getum talið óheppileg. Markmið frumvarpsins er einmitt að einbeita sér að hatursáróðri þar sem verið er að kynda undir hatri, mismunun og ofbeldi en við séum ekki að eltast við einstök ummæli sem eru sett fram í reiðikasti í kommentakerfum og ná ekki að falla undir það að teljast til hatursáróðurs,“ segir Eiríkur.Hæstiréttur Íslands dæmdi á síðasta ári tvo menn fyrir hatursorðræðu samkvæmt 233. gr. a. almennra hegningarlaga vegna ummæla um samkynhneigða undir fréttum um hinseginfræðslu í Hafnarfjarðarbæ.Sakfelldir fyrir ummæli um samkynhneigða í athugasemdakerfi Íslendingar hafa gengið lengra við takmörkun tjáningarfrelsis þegar hatursorðræða er annars vegar en leiðir af þjóðréttarskuldbindingum. Hæstiréttur Íslands sakfelldi á síðasta ári í tveimur málum fyrir brot gegn 233. gr. a almennra hegningarlaga en dómarnir voru kveðnir upp sama dag, 14. desember. Annars vegar er um að ræða dóm Hæstaréttar í máli nr. 577/2017 vegna ummæla manns um samkynhneigða í athugasemdakerfi DV undir frétt um ákvörðun Hafnarfjarðarbæjar að bjóða börnum hinseginfræðslu. Þau ummæli sem sakfellt var fyrir voru svohljóðandi: „Á nú að fara eyðileggja sakleysi barnanna að foreldrum forspurðum? Ég myndi flokka þetta undir barnanýð vera troða kynvillu í saklaus börn. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar vinsamlegast haldið saurugu hugsunum og löngunum ykkar frá börnunum mínum.“ Í dómi Hæstaréttar segir: „Á löggjafanum hvílir ekki aðeins sú skylda að haga lögum á þann hátt að tjáningarfrelsi sé ekki skert í ríkara mæli en svigrúm stendur til eftir kröfum 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar. Löggjafanum er einnig skylt að tryggja með lögum einkalífi manna friðhelgi, sbr. 1. mgr. 71. gr. hennar, og stuðla jafnframt að vernd þeirra, sem hætt er við að sæti vegna aðstæðna sinna eða sérkenna útbreiddu aðkasti eða andúð, og gæta þar með allsherjarreglu. Þegar horft er til þessara hagsmuna, sem meðal annars 233. gr. a. almennra hegningarlaga er sett til að vernda, verða þeir samkvæmt lýðræðishefðum og eftir heildstæðu mati á öllum atvikum málsins að vega þyngra en óheft frelsi ákærða til að tjá skoðanir sínar á þann hátt sem hann gerði. Er þá jafnframt tekið fullt tillit til þess að tjáningarfrelsi hans verði ekki skert í ríkara mæli en nauðsyn ber til svo að náð verði því lögmæta markmiði, sem 233. gr. a. almennra hegningarlaga stefnir að, en reglur þess ákvæðis verða að teljast nauðsynlegar í skilningi 2. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar til að sporna við fordómum, andúð og fyrirlitningu í garð afmarkaðra þjóðfélagshópa, sem unnt væri að stuðla að með hatursorðræðu.“ Síðara málið var til umfjöllunar með dómi Hæstaréttar í máli nr. 415/2017 en það varðaði einnig ummæli um samkynhneigða í athugasemdakerfi vegna fréttar um sama mál, hinseginfræðslu í Hafnarfjarðarbæ. Í þessu tilviki birtist athugasemdin undir frétt Vísis um sama mál. Niðurstaða Hæstaréttar var byggð á sömu rökum og málinu hér framar en í báðum þessum málum skilaði einn dómari sératkvæði. Hins vegar sýknaði Hæstiréttur mann af ákæru um hatursorðræðu með dómi réttarins í máli nr. 354/2017 vegna ummæla um samkynhneigða á vefsíðunni Barnaskjóli í tengslum við umfjöllun um hinseginfræðslu hjá Hafnarfjarðarbæ. Maðurinn var sýknaður meðal annars með svofelldum rökstuðningi: „Með þessu viðhafði ákærði orð, sem telja má smánun í garð samkynhneigðra. Þótt orðin hafi jafnframt borið með sér fordóma verður á hinn bóginn ekki litið fram hjá því að samkvæmt áðursögðu verður tjáning ekki felld undir verknaðarlýsingu 233. gr. a. almennra hegningarlaga nema telja megi hana fela í sér slíka óbeit, andúð, fyrirlitningu eða fordæmingu að flokka megi hana undir hatursorðræðu. Framangreind orð ákærða geta ekki talist slík að því skilyrði sé fullnægt. Af þessum sökum verður staðfest niðurstaða hins áfrýjaða dóms um sýknu ákærða af kröfum ákæruvaldsins.“ Eiríkur Jónsson telur að ef ákvæðið hefði verið orðað eins og nefnd forsætisráðherra leggur til í nýju frumvarpi hefði verið sýknað í þessum tveimur málum sem var sakfellt fyrir í desember í fyrra. Þá mun breytingin sem nefndin leggur til á ákvæðinu um hatursorðræðu auðvelda störf lögreglu. „Við erum þarna að leiða til þess að atvik eins og voru uppi í þessum málum fyrir Hæstarétti í fyrra að það hefði líklega verið sýknað í þeim málum ef þetta frumvarp hefði orðið að lögum. (...) Við vitum að hatursáróður flæðir á þessum rafrænu tímum og það er mikilvægt að taka á honum en lögreglan verður þá laus við að rannsaka og ákæra fyrir eitthvað einstakt rant á kommentakerfum sem er ekki hluti af eiginlegum hatursáróðri,“ segir Eiríkur. Árið 2001 dæmdi Hæstiréttur í fyrsta sinn í máli um ákæru vegna brots á 233. gr. a. almennra hegningarlaga. Málið var sprottið af ummælum sem ákærði lét falla um fólk af afrískum uppruna í blaðaviðtali í DV.Heimskuleg ummæli sem dæma sig sjálf eða hvatning um hatur, ofbeldi eða mismunun? Það er áhugavert að setja eldri dóma Hæstaréttar Íslands um brot gegn 233. gr. a í almennum hegningarlögum í gegnum nálarauga ákvæðisins eins og það lítur út í frumvarpi nefndarinnar. Eru til dæmis ummæli sem fela í sér mismunun eða lýsa grunnhyggnu viðhorfi til minnihlutahópa til þess fallin að ýta undir eða hvetja til mismununar? Eða lýsa þau ekki bara takmörkunum þess sem viðhefur þau og dæma sig þannig sjálf? Í raun snýst spurningin að einhverju leyti um það hvort það eigi að refsa fólki fyrir heimskuleg ummæli á internetinu og afmörkun á því hvenær slík ummæli beinlínis hvetja til ofbeldis eða mismununar gagnvart minnihlutahópum. Með dómi Hæstaréttar í máli nr. 461/2001 var í fyrsta sinn fjallað um ákæru vegna brots á 233. gr. a. almennra hegningarlaga. Málið var sprottið af ummælum sem ákærði lét falla um fólk af afrískum uppruna í blaðaviðtali í DV. Maðurinn, sem var varaformaður Félags íslenskra þjóðernissinna, lýsti í viðtalinu ótvíræðum yfirburðum hvíta kynstofnsins og hélt fram ýmsum neikvæðum eiginleikum í fari Afríkubúa en blaðamaður DV hafði sett sig í samband við manninn að fyrra bragði. Í dómi Hæstaréttar segir: „Fallast ber á það með héraðsdómi að ummæli ákærða í DV 17. febrúar 2001 séu alhæfingar, sem ekki séu studdar neinum rökum, enda munu vandfundin rök fyrir yfirburðum á grundvelli kynþáttar. Enda þótt ekki verði fullyrt að orðið negri sé út af fyrir sig niðrandi í íslensku máli verður, þegar dagblaðsviðtalið er lesið í heild og ummæli ákærða virt í því samhengi, að telja að með þeim sé leitast við að upphefja hvíta menn á kostnað manna af öðrum litarhætti með háði, rógi og smánun. Ummæli ákærða fela því í sér háttsemi sem fellur skýrlega að verknaðarlýsingu 233. gr. a almennra hegningarlaga. Lagaákvæðinu er ætlað að koma í veg fyrir kynþáttamisrétti og kynþáttahatur og er markmið þess því lögmætt og þær skorður sem það setur tjáningarfrelsi nauðsynlegar og samrýmast lýðræðishefðum. Verður því niðurstaða héraðsdóms um sakfellingu ákærða staðfest með skírskotun til forsendna hans að öðru leyti.“ Nefnd forsætisráðherra skilaði einnig frumvarpi um nýtt ákvæði stjórnsýslulaga sem gerir tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna að meginreglu, frumvarpi sem dregur úr ábyrgð hýsingaraðila og skyldu þeirra til að taka niður gögn og frumvarpi sem afnemur skyldu fjarskiptafyrirtækja til að geyma gögn í sex mánuði.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira