Hannes: Þurfum að horfa í frammistöðuna frekar en úrslitin Árni Jóhannsson skrifar 15. október 2018 21:41 Hannes Þór Halldórsson í leiknum í kvöld. Vísir/EPA „Það var náttúrlega fullt hægt að gera í þessum mörkum sem við fengum á okkur“, sagði markvörður Íslands, Hannes Þór Halldórsson, þegar blaðamaður Íslands ræddi við hann eftir tapleikinn gegn Sviss í kvöld. „Þetta var ótrúlega svekkjandi að tapa þessu, það voru tækifæri á að vinna þennan leik og eins og Sviss voru innstilltir þá var risa séns að vinna þá. Það hefði verið stórt, eða öllu heldur mikilvægt skref, því það hefði komið okkur langt með að vera í fyrsta styrkleikaflokki fyrir EM dráttinn. Það hafðist ekki og getum við sjálfum okkur um kennt." "Við vorum allt í lagi í fyrri hálfleik og spilum illa fyrsta hálftímann í seinni hálfleik og svo sýndum við hvað í okkur býr seinustu tíu. Það er allavega mjög gott að sjá glæðurnar í liðinu og sjá hvað við getum þegar við kveikjum á okkur og það er svolítið skrýtið að við séum á svona hálfum hraða allan seinni hálfleikinn nánast“. Hannes var beðinn um að reyna að leggja mat á hvað hafi gerst á milli landsleikjahléa en eins og frægt er orðið þá fengu Íslendingar tvo skelli fyrir um mánuði síðan en sýndu betur hvað í þeim býr í þessum tveimur leikjum sem leiknir voru í október. „Eigum við ekki að segja að þetta hafi verið eðlilegt landsleikjahlé og það fyrra hafi verið óeðlilegt og að við höfum aðeins fundið betur taktinn. Við töpum þessu samt í dag og við erum ekki vanir að tapa hérna á heimavelli. Það hefur kannski ekkert gerst annað en að þetta hafið verið „wake-up call“ um daginn." „Við höfum þurft að þétta raðirnar og muna eftir því sem við erum góðir í og mér fannst það hafa að mörgu leyti takast. Fyrri hálfleikurinn í dag var þéttur og flottur þar sem við vorum betri en þeir og svo náttúrlega var Frakkaleikurinn góður þannig að það er margt jákvætt í þessu landsleikjahléi og bara áfram veginn“. Um áhrif nýs þjálfara og hans áherslur sagði Hannes: „Áherslurnar hans eru að komast til skila, hann er bara að kynnast okkur og við að kynnast honum. Fyrsta landsleikjahléið var bara svona próf fyrir alla og núna þekkja menn hvorn annan. Það er samt ekkert verið að hvolfa neinu, það er bara verið að vinna með það sem við höfum verið að gera vel með smá áherslubreytingum hér og þar og það er bara mjög skynsamleg aðferð. Menn eru bara enn að kynnast hver öðrum og þetta verður betra og betra“. „Það var mjög svekkjandi að ná ekki að jafna, á heimavelli þá náum við oftast að skora meira en eitt mark og fáum ekki á okkur tvö mörk. Ef allt hefði verið eðlilegt þá hefðum við átt að vinna þennan leik og það er drullusvekkjandi að ná ekki að skora. Það hefði verið mjög sætt að ná jafnteflinu eftir að hafa verið 2-0 undir á móti sterku liði. Það hafðist ekki og því þurfum við að horfa í frammistöðuna frekar en úrslitin“. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Gylfi bestur Ísland beið lægri hlut gegn Sviss á Laugardalsvelli í leik í Þjóðadeildinni í kvöld. Svisslendingar komust í 2-0 með mörkum frá Haris Seferovic og Michael Lang en Alfreð Finnbogason minnkaði muninn með stórkostlegu marki. 15. október 2018 20:46 Umfjöllun: Ísland - Sviss 1-2 | Svekkjandi tap gegn Sviss Strákarnir okkar eru fallnir úr A-deild Þjóðadeildar UEFA eftir 1-2 tap gegn Sviss í kvöld. Það verður þó ekki tekið af okkar mönnum að þeir gáfu sig ekki fyrr en í fulla hnefana í kvöld. 15. október 2018 21:30 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Sjá meira
„Það var náttúrlega fullt hægt að gera í þessum mörkum sem við fengum á okkur“, sagði markvörður Íslands, Hannes Þór Halldórsson, þegar blaðamaður Íslands ræddi við hann eftir tapleikinn gegn Sviss í kvöld. „Þetta var ótrúlega svekkjandi að tapa þessu, það voru tækifæri á að vinna þennan leik og eins og Sviss voru innstilltir þá var risa séns að vinna þá. Það hefði verið stórt, eða öllu heldur mikilvægt skref, því það hefði komið okkur langt með að vera í fyrsta styrkleikaflokki fyrir EM dráttinn. Það hafðist ekki og getum við sjálfum okkur um kennt." "Við vorum allt í lagi í fyrri hálfleik og spilum illa fyrsta hálftímann í seinni hálfleik og svo sýndum við hvað í okkur býr seinustu tíu. Það er allavega mjög gott að sjá glæðurnar í liðinu og sjá hvað við getum þegar við kveikjum á okkur og það er svolítið skrýtið að við séum á svona hálfum hraða allan seinni hálfleikinn nánast“. Hannes var beðinn um að reyna að leggja mat á hvað hafi gerst á milli landsleikjahléa en eins og frægt er orðið þá fengu Íslendingar tvo skelli fyrir um mánuði síðan en sýndu betur hvað í þeim býr í þessum tveimur leikjum sem leiknir voru í október. „Eigum við ekki að segja að þetta hafi verið eðlilegt landsleikjahlé og það fyrra hafi verið óeðlilegt og að við höfum aðeins fundið betur taktinn. Við töpum þessu samt í dag og við erum ekki vanir að tapa hérna á heimavelli. Það hefur kannski ekkert gerst annað en að þetta hafið verið „wake-up call“ um daginn." „Við höfum þurft að þétta raðirnar og muna eftir því sem við erum góðir í og mér fannst það hafa að mörgu leyti takast. Fyrri hálfleikurinn í dag var þéttur og flottur þar sem við vorum betri en þeir og svo náttúrlega var Frakkaleikurinn góður þannig að það er margt jákvætt í þessu landsleikjahléi og bara áfram veginn“. Um áhrif nýs þjálfara og hans áherslur sagði Hannes: „Áherslurnar hans eru að komast til skila, hann er bara að kynnast okkur og við að kynnast honum. Fyrsta landsleikjahléið var bara svona próf fyrir alla og núna þekkja menn hvorn annan. Það er samt ekkert verið að hvolfa neinu, það er bara verið að vinna með það sem við höfum verið að gera vel með smá áherslubreytingum hér og þar og það er bara mjög skynsamleg aðferð. Menn eru bara enn að kynnast hver öðrum og þetta verður betra og betra“. „Það var mjög svekkjandi að ná ekki að jafna, á heimavelli þá náum við oftast að skora meira en eitt mark og fáum ekki á okkur tvö mörk. Ef allt hefði verið eðlilegt þá hefðum við átt að vinna þennan leik og það er drullusvekkjandi að ná ekki að skora. Það hefði verið mjög sætt að ná jafnteflinu eftir að hafa verið 2-0 undir á móti sterku liði. Það hafðist ekki og því þurfum við að horfa í frammistöðuna frekar en úrslitin“.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Gylfi bestur Ísland beið lægri hlut gegn Sviss á Laugardalsvelli í leik í Þjóðadeildinni í kvöld. Svisslendingar komust í 2-0 með mörkum frá Haris Seferovic og Michael Lang en Alfreð Finnbogason minnkaði muninn með stórkostlegu marki. 15. október 2018 20:46 Umfjöllun: Ísland - Sviss 1-2 | Svekkjandi tap gegn Sviss Strákarnir okkar eru fallnir úr A-deild Þjóðadeildar UEFA eftir 1-2 tap gegn Sviss í kvöld. Það verður þó ekki tekið af okkar mönnum að þeir gáfu sig ekki fyrr en í fulla hnefana í kvöld. 15. október 2018 21:30 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Sjá meira
Einkunnir Íslands: Gylfi bestur Ísland beið lægri hlut gegn Sviss á Laugardalsvelli í leik í Þjóðadeildinni í kvöld. Svisslendingar komust í 2-0 með mörkum frá Haris Seferovic og Michael Lang en Alfreð Finnbogason minnkaði muninn með stórkostlegu marki. 15. október 2018 20:46
Umfjöllun: Ísland - Sviss 1-2 | Svekkjandi tap gegn Sviss Strákarnir okkar eru fallnir úr A-deild Þjóðadeildar UEFA eftir 1-2 tap gegn Sviss í kvöld. Það verður þó ekki tekið af okkar mönnum að þeir gáfu sig ekki fyrr en í fulla hnefana í kvöld. 15. október 2018 21:30