Hannes: Þurfum að horfa í frammistöðuna frekar en úrslitin Árni Jóhannsson skrifar 15. október 2018 21:41 Hannes Þór Halldórsson í leiknum í kvöld. Vísir/EPA „Það var náttúrlega fullt hægt að gera í þessum mörkum sem við fengum á okkur“, sagði markvörður Íslands, Hannes Þór Halldórsson, þegar blaðamaður Íslands ræddi við hann eftir tapleikinn gegn Sviss í kvöld. „Þetta var ótrúlega svekkjandi að tapa þessu, það voru tækifæri á að vinna þennan leik og eins og Sviss voru innstilltir þá var risa séns að vinna þá. Það hefði verið stórt, eða öllu heldur mikilvægt skref, því það hefði komið okkur langt með að vera í fyrsta styrkleikaflokki fyrir EM dráttinn. Það hafðist ekki og getum við sjálfum okkur um kennt." "Við vorum allt í lagi í fyrri hálfleik og spilum illa fyrsta hálftímann í seinni hálfleik og svo sýndum við hvað í okkur býr seinustu tíu. Það er allavega mjög gott að sjá glæðurnar í liðinu og sjá hvað við getum þegar við kveikjum á okkur og það er svolítið skrýtið að við séum á svona hálfum hraða allan seinni hálfleikinn nánast“. Hannes var beðinn um að reyna að leggja mat á hvað hafi gerst á milli landsleikjahléa en eins og frægt er orðið þá fengu Íslendingar tvo skelli fyrir um mánuði síðan en sýndu betur hvað í þeim býr í þessum tveimur leikjum sem leiknir voru í október. „Eigum við ekki að segja að þetta hafi verið eðlilegt landsleikjahlé og það fyrra hafi verið óeðlilegt og að við höfum aðeins fundið betur taktinn. Við töpum þessu samt í dag og við erum ekki vanir að tapa hérna á heimavelli. Það hefur kannski ekkert gerst annað en að þetta hafið verið „wake-up call“ um daginn." „Við höfum þurft að þétta raðirnar og muna eftir því sem við erum góðir í og mér fannst það hafa að mörgu leyti takast. Fyrri hálfleikurinn í dag var þéttur og flottur þar sem við vorum betri en þeir og svo náttúrlega var Frakkaleikurinn góður þannig að það er margt jákvætt í þessu landsleikjahléi og bara áfram veginn“. Um áhrif nýs þjálfara og hans áherslur sagði Hannes: „Áherslurnar hans eru að komast til skila, hann er bara að kynnast okkur og við að kynnast honum. Fyrsta landsleikjahléið var bara svona próf fyrir alla og núna þekkja menn hvorn annan. Það er samt ekkert verið að hvolfa neinu, það er bara verið að vinna með það sem við höfum verið að gera vel með smá áherslubreytingum hér og þar og það er bara mjög skynsamleg aðferð. Menn eru bara enn að kynnast hver öðrum og þetta verður betra og betra“. „Það var mjög svekkjandi að ná ekki að jafna, á heimavelli þá náum við oftast að skora meira en eitt mark og fáum ekki á okkur tvö mörk. Ef allt hefði verið eðlilegt þá hefðum við átt að vinna þennan leik og það er drullusvekkjandi að ná ekki að skora. Það hefði verið mjög sætt að ná jafnteflinu eftir að hafa verið 2-0 undir á móti sterku liði. Það hafðist ekki og því þurfum við að horfa í frammistöðuna frekar en úrslitin“. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Gylfi bestur Ísland beið lægri hlut gegn Sviss á Laugardalsvelli í leik í Þjóðadeildinni í kvöld. Svisslendingar komust í 2-0 með mörkum frá Haris Seferovic og Michael Lang en Alfreð Finnbogason minnkaði muninn með stórkostlegu marki. 15. október 2018 20:46 Umfjöllun: Ísland - Sviss 1-2 | Svekkjandi tap gegn Sviss Strákarnir okkar eru fallnir úr A-deild Þjóðadeildar UEFA eftir 1-2 tap gegn Sviss í kvöld. Það verður þó ekki tekið af okkar mönnum að þeir gáfu sig ekki fyrr en í fulla hnefana í kvöld. 15. október 2018 21:30 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Sjá meira
„Það var náttúrlega fullt hægt að gera í þessum mörkum sem við fengum á okkur“, sagði markvörður Íslands, Hannes Þór Halldórsson, þegar blaðamaður Íslands ræddi við hann eftir tapleikinn gegn Sviss í kvöld. „Þetta var ótrúlega svekkjandi að tapa þessu, það voru tækifæri á að vinna þennan leik og eins og Sviss voru innstilltir þá var risa séns að vinna þá. Það hefði verið stórt, eða öllu heldur mikilvægt skref, því það hefði komið okkur langt með að vera í fyrsta styrkleikaflokki fyrir EM dráttinn. Það hafðist ekki og getum við sjálfum okkur um kennt." "Við vorum allt í lagi í fyrri hálfleik og spilum illa fyrsta hálftímann í seinni hálfleik og svo sýndum við hvað í okkur býr seinustu tíu. Það er allavega mjög gott að sjá glæðurnar í liðinu og sjá hvað við getum þegar við kveikjum á okkur og það er svolítið skrýtið að við séum á svona hálfum hraða allan seinni hálfleikinn nánast“. Hannes var beðinn um að reyna að leggja mat á hvað hafi gerst á milli landsleikjahléa en eins og frægt er orðið þá fengu Íslendingar tvo skelli fyrir um mánuði síðan en sýndu betur hvað í þeim býr í þessum tveimur leikjum sem leiknir voru í október. „Eigum við ekki að segja að þetta hafi verið eðlilegt landsleikjahlé og það fyrra hafi verið óeðlilegt og að við höfum aðeins fundið betur taktinn. Við töpum þessu samt í dag og við erum ekki vanir að tapa hérna á heimavelli. Það hefur kannski ekkert gerst annað en að þetta hafið verið „wake-up call“ um daginn." „Við höfum þurft að þétta raðirnar og muna eftir því sem við erum góðir í og mér fannst það hafa að mörgu leyti takast. Fyrri hálfleikurinn í dag var þéttur og flottur þar sem við vorum betri en þeir og svo náttúrlega var Frakkaleikurinn góður þannig að það er margt jákvætt í þessu landsleikjahléi og bara áfram veginn“. Um áhrif nýs þjálfara og hans áherslur sagði Hannes: „Áherslurnar hans eru að komast til skila, hann er bara að kynnast okkur og við að kynnast honum. Fyrsta landsleikjahléið var bara svona próf fyrir alla og núna þekkja menn hvorn annan. Það er samt ekkert verið að hvolfa neinu, það er bara verið að vinna með það sem við höfum verið að gera vel með smá áherslubreytingum hér og þar og það er bara mjög skynsamleg aðferð. Menn eru bara enn að kynnast hver öðrum og þetta verður betra og betra“. „Það var mjög svekkjandi að ná ekki að jafna, á heimavelli þá náum við oftast að skora meira en eitt mark og fáum ekki á okkur tvö mörk. Ef allt hefði verið eðlilegt þá hefðum við átt að vinna þennan leik og það er drullusvekkjandi að ná ekki að skora. Það hefði verið mjög sætt að ná jafnteflinu eftir að hafa verið 2-0 undir á móti sterku liði. Það hafðist ekki og því þurfum við að horfa í frammistöðuna frekar en úrslitin“.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Gylfi bestur Ísland beið lægri hlut gegn Sviss á Laugardalsvelli í leik í Þjóðadeildinni í kvöld. Svisslendingar komust í 2-0 með mörkum frá Haris Seferovic og Michael Lang en Alfreð Finnbogason minnkaði muninn með stórkostlegu marki. 15. október 2018 20:46 Umfjöllun: Ísland - Sviss 1-2 | Svekkjandi tap gegn Sviss Strákarnir okkar eru fallnir úr A-deild Þjóðadeildar UEFA eftir 1-2 tap gegn Sviss í kvöld. Það verður þó ekki tekið af okkar mönnum að þeir gáfu sig ekki fyrr en í fulla hnefana í kvöld. 15. október 2018 21:30 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Sjá meira
Einkunnir Íslands: Gylfi bestur Ísland beið lægri hlut gegn Sviss á Laugardalsvelli í leik í Þjóðadeildinni í kvöld. Svisslendingar komust í 2-0 með mörkum frá Haris Seferovic og Michael Lang en Alfreð Finnbogason minnkaði muninn með stórkostlegu marki. 15. október 2018 20:46
Umfjöllun: Ísland - Sviss 1-2 | Svekkjandi tap gegn Sviss Strákarnir okkar eru fallnir úr A-deild Þjóðadeildar UEFA eftir 1-2 tap gegn Sviss í kvöld. Það verður þó ekki tekið af okkar mönnum að þeir gáfu sig ekki fyrr en í fulla hnefana í kvöld. 15. október 2018 21:30