Paul Allen látinn Andri Eysteinsson skrifar 15. október 2018 22:17 Paul Allen lést í dag eftir baráttu við krabbamein. EPA/Andrew Gombert Paul Allen meðstofnandi Microsoft og eigandi NFL liðsins Seattle Seahawks og NBA liðsins Portland Trailblazers er látinn 65 ára að aldri eftir langvarandi baráttu við eitilfrumukrabbamein. Paul Allen fæddist í Seattle í Washington-ríki árið 1953. Hann gekk í Lakeside einkaskólann þar sem hann kynntist Bill Gates sem deildi áhuga hans á tölvum. Allen hóf nám við Washington State háskólann en hætti námi til að starfa ásamt Gates félaga sínum. Þeir félagar stofnuðu árið 1975 fyrirtækið Microsoft, nafn fyrirtækisins var uppástunga Allen. Microsoft varð, eins og þjóð veit, eitt stærsta fyrirtæki heims og urðu þeir félagar Allen og Gates að einum af ríkustu mönnum heims. Báðir höfðu þeir þó gefið mikið af auðæfum sínum til góðgerðarmála. Allen var einn þeirra sem tóku þátt í verkefninu The Giving Pledge og með því lofaði hann því að ánafna helming auðs síns hið minnsta til góðgerðamála. Allen hefur í gegnum tíðina vanir komur sínar hingað til lands og hefur ofursnekkja hans, Octupus, vakið mikla athygli þegar hún liggur í Reykjavíkurhöfn. Snekkjan nýtist þó líka til rannsókna og hefur hún oft verið við Íslandsstrendur án Allen sjálfs. Allen hafði gríðarlegan áhuga á íþróttum og var hann til að mynda eigandi NBA liðsins Portland TrailBlazers og NFL liðsins Seattle Seahawks, einnig var hann hlutareigandi í MLS liðinu Seattle Sounders. Einnig styrkti Allen vísindi með fjárgjöfum en fjölmargar stofnanir á sviðum læknavísinda og umhverfisverndar bera nafn hans. Allen greindist fyrst með eitilfrumukrabbamein árið 1982, Allen greindist í annað skiptið 2009 og loks nú fyrir 2 vikum síðan tilkynnti hann að krabbameinið hefði tekið sig upp aftur. Allen kvæntist aldrei og átti engin börn, hann lést 65 ára að aldri. Andlát Tengdar fréttir Ofursnekkja í Reykjavík - Paul Allen kominn aftur? Risasnekkjan Octopus er komin aftur hingað til lands. Snekkjan er í eigu auðkýfingsins Paul Allens sem er annar stofnanda Microsoft. Snekkjan kom hingað til lands í morgun og er vel sýnileg ökumönnum og gangandi vegfarendum á Sæbrautinni. 19. ágúst 2012 16:36 Auðkýfingur og Íslandsvinur þróar stærstu flugvél veraldar Auðkýfingurinn og Íslandsvinurinn Paul Allen mun smíða stærstu flugvél veraldar innan fimm ára. Vænghaf flugvélarinnar verður 117 metrar en það er 30 metrum meira en á Airbus 380, stærstu flugvél heims. 31. janúar 2012 21:10 Paul Allen fékk sér hamborgara á Búllunni Hamborgarabúlla Tómasar í Geirsgötu við höfnina í Reykjavík hefur fengið marga skipverja af Octopus, risasnekkju í eigu Pauls Allen auðkýfings, á staðinn til sín í dag. Þar hafa þeir borðað og drukkið ýmist, Coke eða Coke light. 5. ágúst 2010 17:46 Teymi Paul Allen sótti skipsbjöllu HMS Hood Skipinu var sökkt skammt frá Íslandi árið 1941 en það var mesta herskip sem breski flotinn hefur átt. 8. ágúst 2015 20:30 Hver er þessi Paul Allen? Bandaríski milljarðamæringurinn Paul Allen er staddur á landinu. Heimsókn hans hefur vakið gríðarlega athygli, enda fer lúxussnekkja hans, sem er ein sú stærsta í heimi, ekki framhjá neinum. Paul stofnaði Microsoft á sínum tíma ásamt Bill Gates og er í 37. sæti yfir ríkustu menn heims samkvæmt tímaritinu Forbes. 7. ágúst 2010 06:00 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fleiri fréttir Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Sjá meira
Paul Allen meðstofnandi Microsoft og eigandi NFL liðsins Seattle Seahawks og NBA liðsins Portland Trailblazers er látinn 65 ára að aldri eftir langvarandi baráttu við eitilfrumukrabbamein. Paul Allen fæddist í Seattle í Washington-ríki árið 1953. Hann gekk í Lakeside einkaskólann þar sem hann kynntist Bill Gates sem deildi áhuga hans á tölvum. Allen hóf nám við Washington State háskólann en hætti námi til að starfa ásamt Gates félaga sínum. Þeir félagar stofnuðu árið 1975 fyrirtækið Microsoft, nafn fyrirtækisins var uppástunga Allen. Microsoft varð, eins og þjóð veit, eitt stærsta fyrirtæki heims og urðu þeir félagar Allen og Gates að einum af ríkustu mönnum heims. Báðir höfðu þeir þó gefið mikið af auðæfum sínum til góðgerðarmála. Allen var einn þeirra sem tóku þátt í verkefninu The Giving Pledge og með því lofaði hann því að ánafna helming auðs síns hið minnsta til góðgerðamála. Allen hefur í gegnum tíðina vanir komur sínar hingað til lands og hefur ofursnekkja hans, Octupus, vakið mikla athygli þegar hún liggur í Reykjavíkurhöfn. Snekkjan nýtist þó líka til rannsókna og hefur hún oft verið við Íslandsstrendur án Allen sjálfs. Allen hafði gríðarlegan áhuga á íþróttum og var hann til að mynda eigandi NBA liðsins Portland TrailBlazers og NFL liðsins Seattle Seahawks, einnig var hann hlutareigandi í MLS liðinu Seattle Sounders. Einnig styrkti Allen vísindi með fjárgjöfum en fjölmargar stofnanir á sviðum læknavísinda og umhverfisverndar bera nafn hans. Allen greindist fyrst með eitilfrumukrabbamein árið 1982, Allen greindist í annað skiptið 2009 og loks nú fyrir 2 vikum síðan tilkynnti hann að krabbameinið hefði tekið sig upp aftur. Allen kvæntist aldrei og átti engin börn, hann lést 65 ára að aldri.
Andlát Tengdar fréttir Ofursnekkja í Reykjavík - Paul Allen kominn aftur? Risasnekkjan Octopus er komin aftur hingað til lands. Snekkjan er í eigu auðkýfingsins Paul Allens sem er annar stofnanda Microsoft. Snekkjan kom hingað til lands í morgun og er vel sýnileg ökumönnum og gangandi vegfarendum á Sæbrautinni. 19. ágúst 2012 16:36 Auðkýfingur og Íslandsvinur þróar stærstu flugvél veraldar Auðkýfingurinn og Íslandsvinurinn Paul Allen mun smíða stærstu flugvél veraldar innan fimm ára. Vænghaf flugvélarinnar verður 117 metrar en það er 30 metrum meira en á Airbus 380, stærstu flugvél heims. 31. janúar 2012 21:10 Paul Allen fékk sér hamborgara á Búllunni Hamborgarabúlla Tómasar í Geirsgötu við höfnina í Reykjavík hefur fengið marga skipverja af Octopus, risasnekkju í eigu Pauls Allen auðkýfings, á staðinn til sín í dag. Þar hafa þeir borðað og drukkið ýmist, Coke eða Coke light. 5. ágúst 2010 17:46 Teymi Paul Allen sótti skipsbjöllu HMS Hood Skipinu var sökkt skammt frá Íslandi árið 1941 en það var mesta herskip sem breski flotinn hefur átt. 8. ágúst 2015 20:30 Hver er þessi Paul Allen? Bandaríski milljarðamæringurinn Paul Allen er staddur á landinu. Heimsókn hans hefur vakið gríðarlega athygli, enda fer lúxussnekkja hans, sem er ein sú stærsta í heimi, ekki framhjá neinum. Paul stofnaði Microsoft á sínum tíma ásamt Bill Gates og er í 37. sæti yfir ríkustu menn heims samkvæmt tímaritinu Forbes. 7. ágúst 2010 06:00 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fleiri fréttir Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Sjá meira
Ofursnekkja í Reykjavík - Paul Allen kominn aftur? Risasnekkjan Octopus er komin aftur hingað til lands. Snekkjan er í eigu auðkýfingsins Paul Allens sem er annar stofnanda Microsoft. Snekkjan kom hingað til lands í morgun og er vel sýnileg ökumönnum og gangandi vegfarendum á Sæbrautinni. 19. ágúst 2012 16:36
Auðkýfingur og Íslandsvinur þróar stærstu flugvél veraldar Auðkýfingurinn og Íslandsvinurinn Paul Allen mun smíða stærstu flugvél veraldar innan fimm ára. Vænghaf flugvélarinnar verður 117 metrar en það er 30 metrum meira en á Airbus 380, stærstu flugvél heims. 31. janúar 2012 21:10
Paul Allen fékk sér hamborgara á Búllunni Hamborgarabúlla Tómasar í Geirsgötu við höfnina í Reykjavík hefur fengið marga skipverja af Octopus, risasnekkju í eigu Pauls Allen auðkýfings, á staðinn til sín í dag. Þar hafa þeir borðað og drukkið ýmist, Coke eða Coke light. 5. ágúst 2010 17:46
Teymi Paul Allen sótti skipsbjöllu HMS Hood Skipinu var sökkt skammt frá Íslandi árið 1941 en það var mesta herskip sem breski flotinn hefur átt. 8. ágúst 2015 20:30
Hver er þessi Paul Allen? Bandaríski milljarðamæringurinn Paul Allen er staddur á landinu. Heimsókn hans hefur vakið gríðarlega athygli, enda fer lúxussnekkja hans, sem er ein sú stærsta í heimi, ekki framhjá neinum. Paul stofnaði Microsoft á sínum tíma ásamt Bill Gates og er í 37. sæti yfir ríkustu menn heims samkvæmt tímaritinu Forbes. 7. ágúst 2010 06:00