Paul Allen látinn Andri Eysteinsson skrifar 15. október 2018 22:17 Paul Allen lést í dag eftir baráttu við krabbamein. EPA/Andrew Gombert Paul Allen meðstofnandi Microsoft og eigandi NFL liðsins Seattle Seahawks og NBA liðsins Portland Trailblazers er látinn 65 ára að aldri eftir langvarandi baráttu við eitilfrumukrabbamein. Paul Allen fæddist í Seattle í Washington-ríki árið 1953. Hann gekk í Lakeside einkaskólann þar sem hann kynntist Bill Gates sem deildi áhuga hans á tölvum. Allen hóf nám við Washington State háskólann en hætti námi til að starfa ásamt Gates félaga sínum. Þeir félagar stofnuðu árið 1975 fyrirtækið Microsoft, nafn fyrirtækisins var uppástunga Allen. Microsoft varð, eins og þjóð veit, eitt stærsta fyrirtæki heims og urðu þeir félagar Allen og Gates að einum af ríkustu mönnum heims. Báðir höfðu þeir þó gefið mikið af auðæfum sínum til góðgerðarmála. Allen var einn þeirra sem tóku þátt í verkefninu The Giving Pledge og með því lofaði hann því að ánafna helming auðs síns hið minnsta til góðgerðamála. Allen hefur í gegnum tíðina vanir komur sínar hingað til lands og hefur ofursnekkja hans, Octupus, vakið mikla athygli þegar hún liggur í Reykjavíkurhöfn. Snekkjan nýtist þó líka til rannsókna og hefur hún oft verið við Íslandsstrendur án Allen sjálfs. Allen hafði gríðarlegan áhuga á íþróttum og var hann til að mynda eigandi NBA liðsins Portland TrailBlazers og NFL liðsins Seattle Seahawks, einnig var hann hlutareigandi í MLS liðinu Seattle Sounders. Einnig styrkti Allen vísindi með fjárgjöfum en fjölmargar stofnanir á sviðum læknavísinda og umhverfisverndar bera nafn hans. Allen greindist fyrst með eitilfrumukrabbamein árið 1982, Allen greindist í annað skiptið 2009 og loks nú fyrir 2 vikum síðan tilkynnti hann að krabbameinið hefði tekið sig upp aftur. Allen kvæntist aldrei og átti engin börn, hann lést 65 ára að aldri. Andlát Tengdar fréttir Ofursnekkja í Reykjavík - Paul Allen kominn aftur? Risasnekkjan Octopus er komin aftur hingað til lands. Snekkjan er í eigu auðkýfingsins Paul Allens sem er annar stofnanda Microsoft. Snekkjan kom hingað til lands í morgun og er vel sýnileg ökumönnum og gangandi vegfarendum á Sæbrautinni. 19. ágúst 2012 16:36 Auðkýfingur og Íslandsvinur þróar stærstu flugvél veraldar Auðkýfingurinn og Íslandsvinurinn Paul Allen mun smíða stærstu flugvél veraldar innan fimm ára. Vænghaf flugvélarinnar verður 117 metrar en það er 30 metrum meira en á Airbus 380, stærstu flugvél heims. 31. janúar 2012 21:10 Paul Allen fékk sér hamborgara á Búllunni Hamborgarabúlla Tómasar í Geirsgötu við höfnina í Reykjavík hefur fengið marga skipverja af Octopus, risasnekkju í eigu Pauls Allen auðkýfings, á staðinn til sín í dag. Þar hafa þeir borðað og drukkið ýmist, Coke eða Coke light. 5. ágúst 2010 17:46 Teymi Paul Allen sótti skipsbjöllu HMS Hood Skipinu var sökkt skammt frá Íslandi árið 1941 en það var mesta herskip sem breski flotinn hefur átt. 8. ágúst 2015 20:30 Hver er þessi Paul Allen? Bandaríski milljarðamæringurinn Paul Allen er staddur á landinu. Heimsókn hans hefur vakið gríðarlega athygli, enda fer lúxussnekkja hans, sem er ein sú stærsta í heimi, ekki framhjá neinum. Paul stofnaði Microsoft á sínum tíma ásamt Bill Gates og er í 37. sæti yfir ríkustu menn heims samkvæmt tímaritinu Forbes. 7. ágúst 2010 06:00 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Paul Allen meðstofnandi Microsoft og eigandi NFL liðsins Seattle Seahawks og NBA liðsins Portland Trailblazers er látinn 65 ára að aldri eftir langvarandi baráttu við eitilfrumukrabbamein. Paul Allen fæddist í Seattle í Washington-ríki árið 1953. Hann gekk í Lakeside einkaskólann þar sem hann kynntist Bill Gates sem deildi áhuga hans á tölvum. Allen hóf nám við Washington State háskólann en hætti námi til að starfa ásamt Gates félaga sínum. Þeir félagar stofnuðu árið 1975 fyrirtækið Microsoft, nafn fyrirtækisins var uppástunga Allen. Microsoft varð, eins og þjóð veit, eitt stærsta fyrirtæki heims og urðu þeir félagar Allen og Gates að einum af ríkustu mönnum heims. Báðir höfðu þeir þó gefið mikið af auðæfum sínum til góðgerðarmála. Allen var einn þeirra sem tóku þátt í verkefninu The Giving Pledge og með því lofaði hann því að ánafna helming auðs síns hið minnsta til góðgerðamála. Allen hefur í gegnum tíðina vanir komur sínar hingað til lands og hefur ofursnekkja hans, Octupus, vakið mikla athygli þegar hún liggur í Reykjavíkurhöfn. Snekkjan nýtist þó líka til rannsókna og hefur hún oft verið við Íslandsstrendur án Allen sjálfs. Allen hafði gríðarlegan áhuga á íþróttum og var hann til að mynda eigandi NBA liðsins Portland TrailBlazers og NFL liðsins Seattle Seahawks, einnig var hann hlutareigandi í MLS liðinu Seattle Sounders. Einnig styrkti Allen vísindi með fjárgjöfum en fjölmargar stofnanir á sviðum læknavísinda og umhverfisverndar bera nafn hans. Allen greindist fyrst með eitilfrumukrabbamein árið 1982, Allen greindist í annað skiptið 2009 og loks nú fyrir 2 vikum síðan tilkynnti hann að krabbameinið hefði tekið sig upp aftur. Allen kvæntist aldrei og átti engin börn, hann lést 65 ára að aldri.
Andlát Tengdar fréttir Ofursnekkja í Reykjavík - Paul Allen kominn aftur? Risasnekkjan Octopus er komin aftur hingað til lands. Snekkjan er í eigu auðkýfingsins Paul Allens sem er annar stofnanda Microsoft. Snekkjan kom hingað til lands í morgun og er vel sýnileg ökumönnum og gangandi vegfarendum á Sæbrautinni. 19. ágúst 2012 16:36 Auðkýfingur og Íslandsvinur þróar stærstu flugvél veraldar Auðkýfingurinn og Íslandsvinurinn Paul Allen mun smíða stærstu flugvél veraldar innan fimm ára. Vænghaf flugvélarinnar verður 117 metrar en það er 30 metrum meira en á Airbus 380, stærstu flugvél heims. 31. janúar 2012 21:10 Paul Allen fékk sér hamborgara á Búllunni Hamborgarabúlla Tómasar í Geirsgötu við höfnina í Reykjavík hefur fengið marga skipverja af Octopus, risasnekkju í eigu Pauls Allen auðkýfings, á staðinn til sín í dag. Þar hafa þeir borðað og drukkið ýmist, Coke eða Coke light. 5. ágúst 2010 17:46 Teymi Paul Allen sótti skipsbjöllu HMS Hood Skipinu var sökkt skammt frá Íslandi árið 1941 en það var mesta herskip sem breski flotinn hefur átt. 8. ágúst 2015 20:30 Hver er þessi Paul Allen? Bandaríski milljarðamæringurinn Paul Allen er staddur á landinu. Heimsókn hans hefur vakið gríðarlega athygli, enda fer lúxussnekkja hans, sem er ein sú stærsta í heimi, ekki framhjá neinum. Paul stofnaði Microsoft á sínum tíma ásamt Bill Gates og er í 37. sæti yfir ríkustu menn heims samkvæmt tímaritinu Forbes. 7. ágúst 2010 06:00 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Ofursnekkja í Reykjavík - Paul Allen kominn aftur? Risasnekkjan Octopus er komin aftur hingað til lands. Snekkjan er í eigu auðkýfingsins Paul Allens sem er annar stofnanda Microsoft. Snekkjan kom hingað til lands í morgun og er vel sýnileg ökumönnum og gangandi vegfarendum á Sæbrautinni. 19. ágúst 2012 16:36
Auðkýfingur og Íslandsvinur þróar stærstu flugvél veraldar Auðkýfingurinn og Íslandsvinurinn Paul Allen mun smíða stærstu flugvél veraldar innan fimm ára. Vænghaf flugvélarinnar verður 117 metrar en það er 30 metrum meira en á Airbus 380, stærstu flugvél heims. 31. janúar 2012 21:10
Paul Allen fékk sér hamborgara á Búllunni Hamborgarabúlla Tómasar í Geirsgötu við höfnina í Reykjavík hefur fengið marga skipverja af Octopus, risasnekkju í eigu Pauls Allen auðkýfings, á staðinn til sín í dag. Þar hafa þeir borðað og drukkið ýmist, Coke eða Coke light. 5. ágúst 2010 17:46
Teymi Paul Allen sótti skipsbjöllu HMS Hood Skipinu var sökkt skammt frá Íslandi árið 1941 en það var mesta herskip sem breski flotinn hefur átt. 8. ágúst 2015 20:30
Hver er þessi Paul Allen? Bandaríski milljarðamæringurinn Paul Allen er staddur á landinu. Heimsókn hans hefur vakið gríðarlega athygli, enda fer lúxussnekkja hans, sem er ein sú stærsta í heimi, ekki framhjá neinum. Paul stofnaði Microsoft á sínum tíma ásamt Bill Gates og er í 37. sæti yfir ríkustu menn heims samkvæmt tímaritinu Forbes. 7. ágúst 2010 06:00