Erlent

Stjórnarskrárbreyting til höfuðs heimilislausum

Andri Eysteinsson skrifar
Victor Orban er forsætisráðherra Ungverjalands.
Victor Orban er forsætisráðherra Ungverjalands. EPA/ Andreas Schaad
Nýtt stjórnarskrárákvæði í Ungverjalandi bannar svefn á götum úti, ákvæðið veitir lögreglu heimild til að fjarlæga heimilislausa og gera föggur þeirra upptækar. CNN greinir frá.

Nýsamþykkt breyting á ákvæðum 22. greinar stjórnarskrár Ungverjalands segir að kjósi heimilislausir að dvelja ekki í þar til gerðum gistiskýlu, sé þeim skylt að vinna af hendi einhvers konar samfélagsþjónustu. Neiti þeir vinnunni bíður þeirra fjársekt, ef fjársekt er ekki greidd bíður ekkert nema fangaklefi.

Félagsmálaráðherra Ungverjalands, Attila Fülöp segir ákvæðið vinna að betrumbætingu samfélagsins í heild sinni og segir nóg úrræði til staðar fyrir heimilislausa.

Gagnrýnendur, eins og Leilani Farha hjá húsnæðismáladeild SÞ, segja að breytingin sé eingöngu nýjasta útspil forsætisráðherrans umdeilda Victor Orban til að níðast á hinum lægst settu í Ungversku samfélagi. 

Samkvæmt evrópskum samtökum sem vinna að málefnum heimilislausra í álfunni, FEANTSA, kýs þriðjungur þeirra 10.206 sem heimilislausir eru í Ungverjalandi, að sofa frekar á götunni heldur en í skýlum.

Ástæður þess segir FEANTSA vera að mörgum þyki heldur þröngt á þingi í skýlunum ásamt því að þjónustan sé ekki nógu góð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×