Erlent

Höfundur Árs hérans látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Arto Paasilinna.
Arto Paasilinna. Getty/ulf Andersen
Einn vinsælasti rithöfundur Finnlands, Arto Paasilinna, er látinn, 76 ára að aldri. Þetta staðfestir útgáfufélagið WSOY.

Paasilinna er þekktastur fyrir bók sína, Ár hérans, eða Jäniksen vuosi á frummálinu, sem gefin var út árið 1977. Bókin kom út árið 1999 í íslenskri þýðingu Guðrúnar Sigurðardóttur.

YLE  greinir frá því að Paasilinna hafi andast á hjúkrunarheimili í Espoo í gærmorgun. Paasilinna skrifaði alls 35 skáldsögur og önnur skáldverk. Bækur hans voru þýddar yfir á fjörutíu tungumál og selst í rúmlega átta milljónir eintaka.

Meðal annarra verka Paasilinna má nefna Dýrðlegt fjöldasjálfsmorð sem kom út árið 1990 en 2003 í íslenskri þýðingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×