Krefjast þess að greinar þekkts hjartalæknis verði dregnar til baka Kjartan Kjartansson skrifar 16. október 2018 13:33 Brigham and Women's-sjúkrahúsið er stærsta háskólasjúkrahús Harvard. Vísir/Getty Harvard-háskóli hefur farið fram á að greinar um rúmlega þrjátíu rannsóknir þekkts hjartalæknis verði dregnar til baka vegna þess að í þeim sé að finna fölsuð eða skálduð gögn. Læknirinn skaust upp á stjörnuhiminn þegar hann hélt því fram að hægt væri að gera við hjartaskemmdir með stofnfrumumeðferð. Rannsókn á greinum sem Piero Anversa hefur birt hófst í janúar árið 2013. Læknaskóli Harvard og Brigham and Women‘s-sjúkrahúsið í Boston samþykkti að greiða alríkisstjórn Bandaríkjanna tíu milljónir dollara í dómsátt vegna ásakana um að Anversa hefði notað fölsk gögn til að fá rannsóknarstyrki í fyrra. Nú hefur háskólinn komist að þeirri niðurstöðu að Anversa hafi falsað gögn í 31 rannsókn sem hann birti greinar um. Draga ætti þær greinar til baka, að því er segir í frétt New York Times.Aldrei tókst að sannreyna niðurstöðurnar Anversa vakti fyrst athygli með rannsókn sem hann birti árið 2001 sem benti til þess að hægt væri að endurnýja skemmda hjartavöðva með stofnfrumum þvert á það sem vísindamenn höfðu talið. Sagðist hann hafa tekið stofnfrumur úr beinmerg og sprautað þeim í hjarta músa. Stofnfrumurnar hafi þar orðið að hjartafrumum og gert við skemmdirnar. Þá fullyrti hann síðar að ekki þyrfti að nota frumur úr beinmerg heldur hefði hjartað eigin stofnfrumur sem hægt væri að ná í og rækta á tilraunastofu. Öðrum rannsóknarstofum tókst aldrei að sannreyna niðurstöður hans. Rannsóknir hans leiddu engu að síður til stofnunar fjölda sprotafyrirtækja til að þróa meðferðir við hjartasjúkdómum. „Nokkrar greinar væru áhyggjuefni en 31 grein til viðbótar sem vafi leikur um er nánast fordæmalaust. Þetta er næstum því heildarverk heillar rannsóknarstofu og þannig er næstum því heilt vísindasvið nú véfengt,“ segir Benoit Bruneau, aðstoðarforstjóri hjarta- og æðarannsókna við Gladstone-stofnunina í San Fransiskó. Vísindi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Harvard-háskóli hefur farið fram á að greinar um rúmlega þrjátíu rannsóknir þekkts hjartalæknis verði dregnar til baka vegna þess að í þeim sé að finna fölsuð eða skálduð gögn. Læknirinn skaust upp á stjörnuhiminn þegar hann hélt því fram að hægt væri að gera við hjartaskemmdir með stofnfrumumeðferð. Rannsókn á greinum sem Piero Anversa hefur birt hófst í janúar árið 2013. Læknaskóli Harvard og Brigham and Women‘s-sjúkrahúsið í Boston samþykkti að greiða alríkisstjórn Bandaríkjanna tíu milljónir dollara í dómsátt vegna ásakana um að Anversa hefði notað fölsk gögn til að fá rannsóknarstyrki í fyrra. Nú hefur háskólinn komist að þeirri niðurstöðu að Anversa hafi falsað gögn í 31 rannsókn sem hann birti greinar um. Draga ætti þær greinar til baka, að því er segir í frétt New York Times.Aldrei tókst að sannreyna niðurstöðurnar Anversa vakti fyrst athygli með rannsókn sem hann birti árið 2001 sem benti til þess að hægt væri að endurnýja skemmda hjartavöðva með stofnfrumum þvert á það sem vísindamenn höfðu talið. Sagðist hann hafa tekið stofnfrumur úr beinmerg og sprautað þeim í hjarta músa. Stofnfrumurnar hafi þar orðið að hjartafrumum og gert við skemmdirnar. Þá fullyrti hann síðar að ekki þyrfti að nota frumur úr beinmerg heldur hefði hjartað eigin stofnfrumur sem hægt væri að ná í og rækta á tilraunastofu. Öðrum rannsóknarstofum tókst aldrei að sannreyna niðurstöður hans. Rannsóknir hans leiddu engu að síður til stofnunar fjölda sprotafyrirtækja til að þróa meðferðir við hjartasjúkdómum. „Nokkrar greinar væru áhyggjuefni en 31 grein til viðbótar sem vafi leikur um er nánast fordæmalaust. Þetta er næstum því heildarverk heillar rannsóknarstofu og þannig er næstum því heilt vísindasvið nú véfengt,“ segir Benoit Bruneau, aðstoðarforstjóri hjarta- og æðarannsókna við Gladstone-stofnunina í San Fransiskó.
Vísindi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira