Segir fjölgun ráðuneyta uppgjöf á hagræðingu og sparnaði Heimir Már Pétursson skrifar 16. október 2018 18:30 Þorsteinn Víglundsson er þingmaður Viðreisnar. Fréttablaðið/ERNIR Varaformaður Viðreisnar segir það fela í sér uppgjöf við sparnað og hagræðingu að skipta velferðarráðuneytinu á ný upp í heilbrigðis- og félagsmálaráðuneyti eins og forsætisráðherra mælti fyrir á Alþingi í dag. Ráðherra segir rökin hins vegar fyrst og fremst fagleg til að styrkja tvo mikilvæga málaflokka. Velferðarráðuneytið varð til með sameiningu félags- og tryggingamálaráðuneytisins og heilbrigðisráðuneytisins á árinu 2011. Félagsmálaráðuneytið var stofnað árið 1946 en heilbrigðisráðuneytið árið 1970. Eftir það hafa velferðarmálin flakkað á milli þessara ráðuneyta. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að nú fari 51 prósent ríkisútgjalda í gegnum velferðarráðuneytið. En með breytingunni fjölgar ráðuneytum úr níu í tíu. „Það er sannfæring mín að breytt skipan þessara ráðuneyta muni styrkja stjórnsýslu heilbrigðis- og félagsmála. Svigrúm hvers ráðherra fyrir sig til að rækta sitt stefnumótandi hlutverk. Þar með talið að fylgja eftir stefnumálum ríkisstjórnar eins og þau birtast í stjórnarsáttmála. En líka fylgja því eftir að þarna eru gríðarlega stórir póstar á ferð sem hvor ráðherra um sig ber ábyrgð á,” segir Katrín. Í megindráttum verði ráðuneytunum skipt eftir þeim verkefnum sem þau hafi í dag en málefni barna og mannvirkja fari að auki til félagsmálaráðuneytisins og jafnréttismál og þar með málefni hinsegin fólks til forsætisráðuneytisins. Breytingin kosti um 100 milljónir að meðtöldum kostnaði við stofnun jafnréttisskrifstofu í forsætisráðuneytinu. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar telur þessa breytingu fela í sér uppgjöf til hagræðingar og sparnaðar með samvinnu þessara ráðuneyta. „Hér virðist vera enn og aftur á ferðinni að ráðherrum líður illa að deila ráðuneytisstjóra. Þess vegna sé verið að skipta ráðuneytunum upp. Væri ekki nær að senda ráðherrana á samskiptanámskeið,” sagði Þorsteinn. Forsætisráðherra ítrekaði að breytinguna rekja til vilja til þess að styrkja stjórnsýslu þessara málaflokka. „Ekki einhvers samskiptavandi ráðherra. Ég hlýt nú að blása á eitthvað svona. Þegar talað er um samskiptanámskeið fyrir ráðherra. Ég gef bara ekkert fyrir það,” sagði Katrín. Þótt forsætisráðherra gæfi lítið fyrir athugasemdirnar sagðist Þorsteinn vilja ítreka þær. Það fælist mikið tækifæri til hagræðingar í samvinnu ráðuneytanna. „Það gekk mjög vel í samstarfi ráðuneytisins með einn ráðherra. En þegar ráðherrarnir urðu tveir reyndist vera einhver samskiptavandi milli ráðherranna sem olli því að samstarf milli einstakra sviða ráðuneytisins var ekki eins gott. Það var hins vegar mjög gott samstarf sem tókst með mér og þáverandi hæstvirtum heilbrigðisráðherra Óttarri Proppé,” sagði Þorsteinn. Forsætisráðherra ítrekaði sömuleiðis fagleg rök fyrir breytingunum. „Rökin í þessu tilviki eru fyrst og fremst faglegs eðlis. Það er að segja þetta eru tveir mjög stórir málaflokkar sem þurfa töluverða athygli og umhyggju,” sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira
Varaformaður Viðreisnar segir það fela í sér uppgjöf við sparnað og hagræðingu að skipta velferðarráðuneytinu á ný upp í heilbrigðis- og félagsmálaráðuneyti eins og forsætisráðherra mælti fyrir á Alþingi í dag. Ráðherra segir rökin hins vegar fyrst og fremst fagleg til að styrkja tvo mikilvæga málaflokka. Velferðarráðuneytið varð til með sameiningu félags- og tryggingamálaráðuneytisins og heilbrigðisráðuneytisins á árinu 2011. Félagsmálaráðuneytið var stofnað árið 1946 en heilbrigðisráðuneytið árið 1970. Eftir það hafa velferðarmálin flakkað á milli þessara ráðuneyta. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að nú fari 51 prósent ríkisútgjalda í gegnum velferðarráðuneytið. En með breytingunni fjölgar ráðuneytum úr níu í tíu. „Það er sannfæring mín að breytt skipan þessara ráðuneyta muni styrkja stjórnsýslu heilbrigðis- og félagsmála. Svigrúm hvers ráðherra fyrir sig til að rækta sitt stefnumótandi hlutverk. Þar með talið að fylgja eftir stefnumálum ríkisstjórnar eins og þau birtast í stjórnarsáttmála. En líka fylgja því eftir að þarna eru gríðarlega stórir póstar á ferð sem hvor ráðherra um sig ber ábyrgð á,” segir Katrín. Í megindráttum verði ráðuneytunum skipt eftir þeim verkefnum sem þau hafi í dag en málefni barna og mannvirkja fari að auki til félagsmálaráðuneytisins og jafnréttismál og þar með málefni hinsegin fólks til forsætisráðuneytisins. Breytingin kosti um 100 milljónir að meðtöldum kostnaði við stofnun jafnréttisskrifstofu í forsætisráðuneytinu. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar telur þessa breytingu fela í sér uppgjöf til hagræðingar og sparnaðar með samvinnu þessara ráðuneyta. „Hér virðist vera enn og aftur á ferðinni að ráðherrum líður illa að deila ráðuneytisstjóra. Þess vegna sé verið að skipta ráðuneytunum upp. Væri ekki nær að senda ráðherrana á samskiptanámskeið,” sagði Þorsteinn. Forsætisráðherra ítrekaði að breytinguna rekja til vilja til þess að styrkja stjórnsýslu þessara málaflokka. „Ekki einhvers samskiptavandi ráðherra. Ég hlýt nú að blása á eitthvað svona. Þegar talað er um samskiptanámskeið fyrir ráðherra. Ég gef bara ekkert fyrir það,” sagði Katrín. Þótt forsætisráðherra gæfi lítið fyrir athugasemdirnar sagðist Þorsteinn vilja ítreka þær. Það fælist mikið tækifæri til hagræðingar í samvinnu ráðuneytanna. „Það gekk mjög vel í samstarfi ráðuneytisins með einn ráðherra. En þegar ráðherrarnir urðu tveir reyndist vera einhver samskiptavandi milli ráðherranna sem olli því að samstarf milli einstakra sviða ráðuneytisins var ekki eins gott. Það var hins vegar mjög gott samstarf sem tókst með mér og þáverandi hæstvirtum heilbrigðisráðherra Óttarri Proppé,” sagði Þorsteinn. Forsætisráðherra ítrekaði sömuleiðis fagleg rök fyrir breytingunum. „Rökin í þessu tilviki eru fyrst og fremst faglegs eðlis. Það er að segja þetta eru tveir mjög stórir málaflokkar sem þurfa töluverða athygli og umhyggju,” sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira