GAMMA með um 270 milljónir í útboði WOW Hörður Ægisson skrifar 17. október 2018 08:00 Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, en veiking krónunnar hefur komið félaginu vel á sama tíma og olíuverð hefur hækkað mikið. Fréttablaðið/Anton Tveir fjárfestingarsjóðir í stýringu GAMMA Capital Management voru á meðal þeirra sem tóku þátt í skuldabréfaútboði WOW air sem lauk um miðjan síðasta mánuð. Sjóðirnir GAMMA: Credit Fund og GAMMA: Total Return Fund fjárfestu þannig fyrir samanlagt tvær milljónir evra, jafnvirði rúmlega 270 milljóna króna, í útboðinu. Þetta kemur fram í gögnum frá Bloomberg-upplýsingaveitunni sem Markaðurinn hefur undir höndum. Ekki liggja fyrir staðfestar upplýsingar um aðra þátttakendur í útboðinu, sem norska verðbréfafyrirtækið Pareto Securities hafði yfirumsjón með, en WOW air tryggði sér fjármögnun upp á samtals 60 milljónir evra, jafnvirði 8 milljarða króna. Samkvæmt yfirliti frá Pareto, sem Markaðurinn hefur undir höndum, voru íslenskir aðilar með um 37 prósent af heildareftirspurninni í skuldabréfaútgáfunni, eða sem nemur 22 milljónum evra. Bandarískir fjárfestar keyptu hins vegar um fjórðunginn, fjárfestar frá Norðurlöndunum voru með samanlagt um 19 prósent af útgáfunni á meðan afgangurinn – um 19 prósent – var seldur til annarra fjárfesta í Evrópu. Samkvæmt heimildum Markaðarins tóku engir einkafjárfestar þátt í skuldabréfaútboðinu. Fjárfestingarsjóðurinn GAMMA: Credit Fund, sem er með um 8 milljarða króna í stýringu, keypti fyrir 1,8 milljónir evra í útboðinu á meðan GAMMA: Total Return Fund, sem er með um 2,4 milljarða í stýringu, fjárfesti hins vegar aðeins fyrir 200 þúsund evrur. Sé litið til stærstu eigna GAMMA: Credit Fund í lok september þá kemst fjárfestingin í skuldabréfaútgáfu WOW air ekki á lista yfir tíu stærstu eignir sjóðsins.Flugvélar Wow air á Keflavíkurflugvelli.Vísir/VilhelmGagnaherbergi opnað Skúli Mogensen, forstjóri og eini hluthafi WOW air, hefur að undanförnu, ásamt alþjóðlegum fjárfestingarbanka, unnið að undirbúningi þess að fá erlenda fjárfesta inn sem nýja hluthafa að félaginu í lokuðu útboði (e. private placement) og í tengslum við þau áform var opnað sérstakt gagnaherbergi í London í liðnum mánuði, samkvæmt heimildum Markaðarins. Á meðal þeirra sem eru Skúla einnig innan handar í þeirri vinnu eru Fossar verðbréfamarkaðir og þá er ráðgert að sérfræðingar frá bandaríska fjárfestingarbankanum Citi muni bætist í þann hóp. Fossar, sem hafa undanfarin ár verið leiðandi í að hafa milligöngu um kaup erlendra sjóða í skráðum verðbréfum á Íslandi, voru á meðal ráðgjafa WOW air í nýafstöðnu skuldabréfaútboði. Þá hefur Skúli sagt að hann stefni að skráningu hlutabréfa félagsins á markað innan 12 til 18 mánaða, bæði hérlendis og erlendis. Hefur WOW air ráðið Arion banka og Arctica Finance til að hefja undirbúning að skráningunni. Í viðtali sem birtist við Skúla í Financial Times í síðasta mánuði sagðist hann áforma að sækja sér 200 til 300 milljónir Bandaríkjadala með því að selja allt að helming hlutafjár í félaginu í slíku hlutafjárútboði.Gæti þýtt 3 prósenta samdrátt Rekstrarumhverfi WOW air, eins og margra annarra evrópskra flugfélgaga, hefur versnað til muna undanfarið, einkum vegna mikillar samkeppni og hækkandi olíuverðs, en sem dæmi hefur heimsmarkaðsverð á Brent-hráolíu hækkað um 14 prósent frá því að skuldabréfaútboð flugfélagsins hófst um miðjan ágúst. Á móti kemur að snörp gengisveiking krónunnar á síðustu mánuðum, ekki hvað síst gagnvart Bandaríkjadal, hefur komið WOW air vel enda eru tekjur þess að langstærstum hluta í erlendum gjaldeyri á meðan launakostnaðurinn er nánast einungis í íslenskum krónum. Á meðal helstu niðurstaðna sviðsmyndargreiningar sem stjórnvöld unnu í lok sumars vegna mögulegra áfalla í rekstri WOW air, og Markaðurinn greindi frá í síðustu viku, var að gjaldþrot félagsins gæti þýtt að landsframleiðsla drægist saman um tvö til þrjú prósent og gengi krónunnar veiktist um allt að 13 prósent á næsta ári. Til samanburðar spá Hagstofa Íslands og Seðlabankinn 2,7 prósenta hagvexti á næsta ári. Í grunnsviðsmynd greiningarinnar var einnig gert ráð fyrir því að mögulegt fall WOW air gæti leitt til þess að útflutningur drægist saman um tíu prósent á næsta ári, verðbólga hækkaði um þrjú prósentustig og færi þannig upp í hátt í sex prósent og um 1.400 manns bættust á atvinnuleysisskrá. Til samanburðar voru ríflega 4.500 manns atvinnulausir hér á landi í lok ágústmánaðar. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Tveir fjárfestingarsjóðir í stýringu GAMMA Capital Management voru á meðal þeirra sem tóku þátt í skuldabréfaútboði WOW air sem lauk um miðjan síðasta mánuð. Sjóðirnir GAMMA: Credit Fund og GAMMA: Total Return Fund fjárfestu þannig fyrir samanlagt tvær milljónir evra, jafnvirði rúmlega 270 milljóna króna, í útboðinu. Þetta kemur fram í gögnum frá Bloomberg-upplýsingaveitunni sem Markaðurinn hefur undir höndum. Ekki liggja fyrir staðfestar upplýsingar um aðra þátttakendur í útboðinu, sem norska verðbréfafyrirtækið Pareto Securities hafði yfirumsjón með, en WOW air tryggði sér fjármögnun upp á samtals 60 milljónir evra, jafnvirði 8 milljarða króna. Samkvæmt yfirliti frá Pareto, sem Markaðurinn hefur undir höndum, voru íslenskir aðilar með um 37 prósent af heildareftirspurninni í skuldabréfaútgáfunni, eða sem nemur 22 milljónum evra. Bandarískir fjárfestar keyptu hins vegar um fjórðunginn, fjárfestar frá Norðurlöndunum voru með samanlagt um 19 prósent af útgáfunni á meðan afgangurinn – um 19 prósent – var seldur til annarra fjárfesta í Evrópu. Samkvæmt heimildum Markaðarins tóku engir einkafjárfestar þátt í skuldabréfaútboðinu. Fjárfestingarsjóðurinn GAMMA: Credit Fund, sem er með um 8 milljarða króna í stýringu, keypti fyrir 1,8 milljónir evra í útboðinu á meðan GAMMA: Total Return Fund, sem er með um 2,4 milljarða í stýringu, fjárfesti hins vegar aðeins fyrir 200 þúsund evrur. Sé litið til stærstu eigna GAMMA: Credit Fund í lok september þá kemst fjárfestingin í skuldabréfaútgáfu WOW air ekki á lista yfir tíu stærstu eignir sjóðsins.Flugvélar Wow air á Keflavíkurflugvelli.Vísir/VilhelmGagnaherbergi opnað Skúli Mogensen, forstjóri og eini hluthafi WOW air, hefur að undanförnu, ásamt alþjóðlegum fjárfestingarbanka, unnið að undirbúningi þess að fá erlenda fjárfesta inn sem nýja hluthafa að félaginu í lokuðu útboði (e. private placement) og í tengslum við þau áform var opnað sérstakt gagnaherbergi í London í liðnum mánuði, samkvæmt heimildum Markaðarins. Á meðal þeirra sem eru Skúla einnig innan handar í þeirri vinnu eru Fossar verðbréfamarkaðir og þá er ráðgert að sérfræðingar frá bandaríska fjárfestingarbankanum Citi muni bætist í þann hóp. Fossar, sem hafa undanfarin ár verið leiðandi í að hafa milligöngu um kaup erlendra sjóða í skráðum verðbréfum á Íslandi, voru á meðal ráðgjafa WOW air í nýafstöðnu skuldabréfaútboði. Þá hefur Skúli sagt að hann stefni að skráningu hlutabréfa félagsins á markað innan 12 til 18 mánaða, bæði hérlendis og erlendis. Hefur WOW air ráðið Arion banka og Arctica Finance til að hefja undirbúning að skráningunni. Í viðtali sem birtist við Skúla í Financial Times í síðasta mánuði sagðist hann áforma að sækja sér 200 til 300 milljónir Bandaríkjadala með því að selja allt að helming hlutafjár í félaginu í slíku hlutafjárútboði.Gæti þýtt 3 prósenta samdrátt Rekstrarumhverfi WOW air, eins og margra annarra evrópskra flugfélgaga, hefur versnað til muna undanfarið, einkum vegna mikillar samkeppni og hækkandi olíuverðs, en sem dæmi hefur heimsmarkaðsverð á Brent-hráolíu hækkað um 14 prósent frá því að skuldabréfaútboð flugfélagsins hófst um miðjan ágúst. Á móti kemur að snörp gengisveiking krónunnar á síðustu mánuðum, ekki hvað síst gagnvart Bandaríkjadal, hefur komið WOW air vel enda eru tekjur þess að langstærstum hluta í erlendum gjaldeyri á meðan launakostnaðurinn er nánast einungis í íslenskum krónum. Á meðal helstu niðurstaðna sviðsmyndargreiningar sem stjórnvöld unnu í lok sumars vegna mögulegra áfalla í rekstri WOW air, og Markaðurinn greindi frá í síðustu viku, var að gjaldþrot félagsins gæti þýtt að landsframleiðsla drægist saman um tvö til þrjú prósent og gengi krónunnar veiktist um allt að 13 prósent á næsta ári. Til samanburðar spá Hagstofa Íslands og Seðlabankinn 2,7 prósenta hagvexti á næsta ári. Í grunnsviðsmynd greiningarinnar var einnig gert ráð fyrir því að mögulegt fall WOW air gæti leitt til þess að útflutningur drægist saman um tíu prósent á næsta ári, verðbólga hækkaði um þrjú prósentustig og færi þannig upp í hátt í sex prósent og um 1.400 manns bættust á atvinnuleysisskrá. Til samanburðar voru ríflega 4.500 manns atvinnulausir hér á landi í lok ágústmánaðar.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira