Starfsmannasíðu lokað eftir gagnrýni á rektor Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 17. október 2018 08:00 Utanaðkomandi ráðgjafar hafa komið að uppbyggingarstarfi vegna samskiptavanda á stærsta sviði skólans. Fréttablaðið/Pjetur Samskiptasíðu starfsmanna Háskólans á Akureyri var lokað í gær en sólarhring fyrr birti starfsmaður skólans færslu á síðunni og varaði konur við að leita til rektors skólans með sín úrlausnarefni. Tilefni gagnrýninnar var tölvupóstur sem rektor sendi til allra starfsmanna skólans í kjölfar fréttar í Fréttablaðinu á mánudag. Í erindi sínu rekur rektor feril þess umbóta- og breytingastarfs innan skólans sem fjallað var um í frétt Fréttablaðsins. Þá vék rektor að fyrirhuguðum fundahöldum og aðgerðum, meðal annars í tengslum við #Metoo-umræðuna og stöðu kvenna innan háskólasamfélagsins. Í erindi sínu minnir rektor einnig á að þótt ferlið sé ekkert feimnismál skuli aðgát höfð í nærveru sálar og mál einstakra starfsmanna séu trúnaðarmál sem og innri mál skólans sem eru í ferli. Stuttu eftir að starfsmönnum barst erindi rektors ritaði starfsmaður færslu á Facebook-síðu starfsmannafélags skólans og benti á að starfsmenn hefðu fullt leyfi til að ræða mál sem varða þá sjálfa við hvern sem er og á hvaða vettvangi sem þeim sýndist, en yfirmönnum og stjórnendum bæri hins vegar að gæta trúnaðar um málefni einstakra starfsmanna.Starfsmaðurinn, sem er kona, vísar svo sérstaklega til orða í pósti rektors um #Metoo-hreyfinguna og varar konur við að reka erindi sín á skrifstofu rektors enda hafi rektor sjálfur orðið uppvís að því að ávíta og tala niður til kvenna sem til hans leita með sín mál. Í gær tilkynntu stjórnendur Facebook-síðunnar að henni yrði lokað. Var til þess vísað að tilvist síðunnar hefði verið til umræðu í þó nokkurn tíma hjá þeim sem henni stýra. Hún hafi verið stofnuð að frumkvæði starfsmannafélagsins með það fyrir augum að hafa jákvæð áhrif á félagslíf starfsmanna og efla starfsandann en umræða á síðunni hafi þróast í aðrar áttir og þyki stjórnendum síðunnar það miður og ákveðið hafi verið að loka henni. Nokkrar umræður spruttu um lokunina á síðunni áður en henni var lokað í gær. „Okkur sem erum skráðar stjórnendur síðunnar þykir óþægilegt að bera ábyrgð á ýmsu neikvæðu sem komið hefur þar inn og þess vegna fannst okkur hreinlegra að loka síðunni og finna aðra leið fyrir félagsleg samskipti,“ segir Sólveig Elín Þórhallsdóttir, formaður Starfsmannafélags Háskólans á Akureyri. Hún lætur þess sérstaklega getið að síðan sé ekki tengd vinnu starfsmanna heldur hluti af félagslífi starfsfólks. Hún segir það alls ekki markmið stjórnendanna að þagga niður neina umræðu. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Aðgerðir vegna samskiptavanda hjá HA Forseti hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri var settur í annað starf og utanaðkomandi ráðgjafarfyrirtæki fengið til að greiða úr samskiptavanda á sviðinu. Erum að reyna að takast á við þetta innan frá, segir rektor. Mar 15. október 2018 06:00 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Samskiptasíðu starfsmanna Háskólans á Akureyri var lokað í gær en sólarhring fyrr birti starfsmaður skólans færslu á síðunni og varaði konur við að leita til rektors skólans með sín úrlausnarefni. Tilefni gagnrýninnar var tölvupóstur sem rektor sendi til allra starfsmanna skólans í kjölfar fréttar í Fréttablaðinu á mánudag. Í erindi sínu rekur rektor feril þess umbóta- og breytingastarfs innan skólans sem fjallað var um í frétt Fréttablaðsins. Þá vék rektor að fyrirhuguðum fundahöldum og aðgerðum, meðal annars í tengslum við #Metoo-umræðuna og stöðu kvenna innan háskólasamfélagsins. Í erindi sínu minnir rektor einnig á að þótt ferlið sé ekkert feimnismál skuli aðgát höfð í nærveru sálar og mál einstakra starfsmanna séu trúnaðarmál sem og innri mál skólans sem eru í ferli. Stuttu eftir að starfsmönnum barst erindi rektors ritaði starfsmaður færslu á Facebook-síðu starfsmannafélags skólans og benti á að starfsmenn hefðu fullt leyfi til að ræða mál sem varða þá sjálfa við hvern sem er og á hvaða vettvangi sem þeim sýndist, en yfirmönnum og stjórnendum bæri hins vegar að gæta trúnaðar um málefni einstakra starfsmanna.Starfsmaðurinn, sem er kona, vísar svo sérstaklega til orða í pósti rektors um #Metoo-hreyfinguna og varar konur við að reka erindi sín á skrifstofu rektors enda hafi rektor sjálfur orðið uppvís að því að ávíta og tala niður til kvenna sem til hans leita með sín mál. Í gær tilkynntu stjórnendur Facebook-síðunnar að henni yrði lokað. Var til þess vísað að tilvist síðunnar hefði verið til umræðu í þó nokkurn tíma hjá þeim sem henni stýra. Hún hafi verið stofnuð að frumkvæði starfsmannafélagsins með það fyrir augum að hafa jákvæð áhrif á félagslíf starfsmanna og efla starfsandann en umræða á síðunni hafi þróast í aðrar áttir og þyki stjórnendum síðunnar það miður og ákveðið hafi verið að loka henni. Nokkrar umræður spruttu um lokunina á síðunni áður en henni var lokað í gær. „Okkur sem erum skráðar stjórnendur síðunnar þykir óþægilegt að bera ábyrgð á ýmsu neikvæðu sem komið hefur þar inn og þess vegna fannst okkur hreinlegra að loka síðunni og finna aðra leið fyrir félagsleg samskipti,“ segir Sólveig Elín Þórhallsdóttir, formaður Starfsmannafélags Háskólans á Akureyri. Hún lætur þess sérstaklega getið að síðan sé ekki tengd vinnu starfsmanna heldur hluti af félagslífi starfsfólks. Hún segir það alls ekki markmið stjórnendanna að þagga niður neina umræðu.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Aðgerðir vegna samskiptavanda hjá HA Forseti hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri var settur í annað starf og utanaðkomandi ráðgjafarfyrirtæki fengið til að greiða úr samskiptavanda á sviðinu. Erum að reyna að takast á við þetta innan frá, segir rektor. Mar 15. október 2018 06:00 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Aðgerðir vegna samskiptavanda hjá HA Forseti hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri var settur í annað starf og utanaðkomandi ráðgjafarfyrirtæki fengið til að greiða úr samskiptavanda á sviðinu. Erum að reyna að takast á við þetta innan frá, segir rektor. Mar 15. október 2018 06:00