Starfsmannasíðu lokað eftir gagnrýni á rektor Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 17. október 2018 08:00 Utanaðkomandi ráðgjafar hafa komið að uppbyggingarstarfi vegna samskiptavanda á stærsta sviði skólans. Fréttablaðið/Pjetur Samskiptasíðu starfsmanna Háskólans á Akureyri var lokað í gær en sólarhring fyrr birti starfsmaður skólans færslu á síðunni og varaði konur við að leita til rektors skólans með sín úrlausnarefni. Tilefni gagnrýninnar var tölvupóstur sem rektor sendi til allra starfsmanna skólans í kjölfar fréttar í Fréttablaðinu á mánudag. Í erindi sínu rekur rektor feril þess umbóta- og breytingastarfs innan skólans sem fjallað var um í frétt Fréttablaðsins. Þá vék rektor að fyrirhuguðum fundahöldum og aðgerðum, meðal annars í tengslum við #Metoo-umræðuna og stöðu kvenna innan háskólasamfélagsins. Í erindi sínu minnir rektor einnig á að þótt ferlið sé ekkert feimnismál skuli aðgát höfð í nærveru sálar og mál einstakra starfsmanna séu trúnaðarmál sem og innri mál skólans sem eru í ferli. Stuttu eftir að starfsmönnum barst erindi rektors ritaði starfsmaður færslu á Facebook-síðu starfsmannafélags skólans og benti á að starfsmenn hefðu fullt leyfi til að ræða mál sem varða þá sjálfa við hvern sem er og á hvaða vettvangi sem þeim sýndist, en yfirmönnum og stjórnendum bæri hins vegar að gæta trúnaðar um málefni einstakra starfsmanna.Starfsmaðurinn, sem er kona, vísar svo sérstaklega til orða í pósti rektors um #Metoo-hreyfinguna og varar konur við að reka erindi sín á skrifstofu rektors enda hafi rektor sjálfur orðið uppvís að því að ávíta og tala niður til kvenna sem til hans leita með sín mál. Í gær tilkynntu stjórnendur Facebook-síðunnar að henni yrði lokað. Var til þess vísað að tilvist síðunnar hefði verið til umræðu í þó nokkurn tíma hjá þeim sem henni stýra. Hún hafi verið stofnuð að frumkvæði starfsmannafélagsins með það fyrir augum að hafa jákvæð áhrif á félagslíf starfsmanna og efla starfsandann en umræða á síðunni hafi þróast í aðrar áttir og þyki stjórnendum síðunnar það miður og ákveðið hafi verið að loka henni. Nokkrar umræður spruttu um lokunina á síðunni áður en henni var lokað í gær. „Okkur sem erum skráðar stjórnendur síðunnar þykir óþægilegt að bera ábyrgð á ýmsu neikvæðu sem komið hefur þar inn og þess vegna fannst okkur hreinlegra að loka síðunni og finna aðra leið fyrir félagsleg samskipti,“ segir Sólveig Elín Þórhallsdóttir, formaður Starfsmannafélags Háskólans á Akureyri. Hún lætur þess sérstaklega getið að síðan sé ekki tengd vinnu starfsmanna heldur hluti af félagslífi starfsfólks. Hún segir það alls ekki markmið stjórnendanna að þagga niður neina umræðu. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Aðgerðir vegna samskiptavanda hjá HA Forseti hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri var settur í annað starf og utanaðkomandi ráðgjafarfyrirtæki fengið til að greiða úr samskiptavanda á sviðinu. Erum að reyna að takast á við þetta innan frá, segir rektor. Mar 15. október 2018 06:00 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira
Samskiptasíðu starfsmanna Háskólans á Akureyri var lokað í gær en sólarhring fyrr birti starfsmaður skólans færslu á síðunni og varaði konur við að leita til rektors skólans með sín úrlausnarefni. Tilefni gagnrýninnar var tölvupóstur sem rektor sendi til allra starfsmanna skólans í kjölfar fréttar í Fréttablaðinu á mánudag. Í erindi sínu rekur rektor feril þess umbóta- og breytingastarfs innan skólans sem fjallað var um í frétt Fréttablaðsins. Þá vék rektor að fyrirhuguðum fundahöldum og aðgerðum, meðal annars í tengslum við #Metoo-umræðuna og stöðu kvenna innan háskólasamfélagsins. Í erindi sínu minnir rektor einnig á að þótt ferlið sé ekkert feimnismál skuli aðgát höfð í nærveru sálar og mál einstakra starfsmanna séu trúnaðarmál sem og innri mál skólans sem eru í ferli. Stuttu eftir að starfsmönnum barst erindi rektors ritaði starfsmaður færslu á Facebook-síðu starfsmannafélags skólans og benti á að starfsmenn hefðu fullt leyfi til að ræða mál sem varða þá sjálfa við hvern sem er og á hvaða vettvangi sem þeim sýndist, en yfirmönnum og stjórnendum bæri hins vegar að gæta trúnaðar um málefni einstakra starfsmanna.Starfsmaðurinn, sem er kona, vísar svo sérstaklega til orða í pósti rektors um #Metoo-hreyfinguna og varar konur við að reka erindi sín á skrifstofu rektors enda hafi rektor sjálfur orðið uppvís að því að ávíta og tala niður til kvenna sem til hans leita með sín mál. Í gær tilkynntu stjórnendur Facebook-síðunnar að henni yrði lokað. Var til þess vísað að tilvist síðunnar hefði verið til umræðu í þó nokkurn tíma hjá þeim sem henni stýra. Hún hafi verið stofnuð að frumkvæði starfsmannafélagsins með það fyrir augum að hafa jákvæð áhrif á félagslíf starfsmanna og efla starfsandann en umræða á síðunni hafi þróast í aðrar áttir og þyki stjórnendum síðunnar það miður og ákveðið hafi verið að loka henni. Nokkrar umræður spruttu um lokunina á síðunni áður en henni var lokað í gær. „Okkur sem erum skráðar stjórnendur síðunnar þykir óþægilegt að bera ábyrgð á ýmsu neikvæðu sem komið hefur þar inn og þess vegna fannst okkur hreinlegra að loka síðunni og finna aðra leið fyrir félagsleg samskipti,“ segir Sólveig Elín Þórhallsdóttir, formaður Starfsmannafélags Háskólans á Akureyri. Hún lætur þess sérstaklega getið að síðan sé ekki tengd vinnu starfsmanna heldur hluti af félagslífi starfsfólks. Hún segir það alls ekki markmið stjórnendanna að þagga niður neina umræðu.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Aðgerðir vegna samskiptavanda hjá HA Forseti hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri var settur í annað starf og utanaðkomandi ráðgjafarfyrirtæki fengið til að greiða úr samskiptavanda á sviðinu. Erum að reyna að takast á við þetta innan frá, segir rektor. Mar 15. október 2018 06:00 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira
Aðgerðir vegna samskiptavanda hjá HA Forseti hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri var settur í annað starf og utanaðkomandi ráðgjafarfyrirtæki fengið til að greiða úr samskiptavanda á sviðinu. Erum að reyna að takast á við þetta innan frá, segir rektor. Mar 15. október 2018 06:00