Innheimtubréfin bárust ekki kaffihúsaeigendum Sigurður Mikael Jónsson skrifar 17. október 2018 06:00 Pétur Hafliði Marteinsson, einn eigenda Kaffi Vest. Fréttablaðið/Valli Það kom eigendum Kaffihúss Vesturbæjar og fasteignarinnar að Melhaga 22 í opna skjöldu í gær þegar sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu auglýsti á vef sínum uppboð á fasteigninni. Samkvæmt auglýsingunni átti að bjóða fasteignina upp í dag og var gerðarbeiðandi Reykjavíkurborg. Pétur Hafliði Marteinsson, einn eigenda Vesturbæjar-kaffihúss ehf. sem rekur kaffihúsið og félagsins M22 ehf. sem á húsnæðið, kom af fjöllum þegar Fréttablaðið leitaði skýringa í gær enda vissi hann ekki betur en að félagið væri með allt sitt í skilum. Brugðust forsvarsmenn félagsins skjótt við, gerðu upp skuldina og fengu um leið skýringu á því hvers vegna þeir könnuðust ekki við að hafa verið tilkynnt um skuldina. „Fyrir aftan hús er póstkassi síðan læknastofurnar voru þarna uppi og við höfum aldrei verið með lykil að honum. Þeir segjast hafa troðið bréfinu ofan í hann. Það er meira að segja lím yfir raufinni, þannig að það á ekki að vera hægt,“ segir Pétur sem viðurkennir að hann sé þakklátur fyrir símtalið.Segja má að Fréttablaðið hafi bjargað Kaffi Vest. Fréttablaðið/GVA„Hefðir þú ekki hringt hefðu þeir bara selt ofan af okkur,“ segir Pétur. Samkvæmt nýbirtum ársreikningi Vesturbæjar-kaffihúss ehf. skilaði kaffihúsið vinsæla 270 þúsund króna hagnaði í fyrra. Þrátt fyrir að vera rekið réttum megin við núllið dróst hagnaður þess saman um nær 90 prósent frá því árið áður þegar hann nam rúmum 2,5 milljónum. Félagið Ferdinand ehf. á helmingshlut í Vesturbæ-kaffihúsi ehf. en eigendur þess eru þeir Einar Örn Ólafsson, Pétur Hafliði og sjónvarpsmaðurinn góðkunni Gísli Marteinn Baldursson. Rekstrartekjur kaffihússins námu 152 milljónum króna í fyrra sem var töluverð aukning frá árinu 2016 þegar tekjurnar námu 136 milljónum. Verri afkomu félagsins milli ára má að mestu rekja til hærri rekstrargjalda og munar þar mestu um aukinn launa- og starfsmannakostnað. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira
Það kom eigendum Kaffihúss Vesturbæjar og fasteignarinnar að Melhaga 22 í opna skjöldu í gær þegar sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu auglýsti á vef sínum uppboð á fasteigninni. Samkvæmt auglýsingunni átti að bjóða fasteignina upp í dag og var gerðarbeiðandi Reykjavíkurborg. Pétur Hafliði Marteinsson, einn eigenda Vesturbæjar-kaffihúss ehf. sem rekur kaffihúsið og félagsins M22 ehf. sem á húsnæðið, kom af fjöllum þegar Fréttablaðið leitaði skýringa í gær enda vissi hann ekki betur en að félagið væri með allt sitt í skilum. Brugðust forsvarsmenn félagsins skjótt við, gerðu upp skuldina og fengu um leið skýringu á því hvers vegna þeir könnuðust ekki við að hafa verið tilkynnt um skuldina. „Fyrir aftan hús er póstkassi síðan læknastofurnar voru þarna uppi og við höfum aldrei verið með lykil að honum. Þeir segjast hafa troðið bréfinu ofan í hann. Það er meira að segja lím yfir raufinni, þannig að það á ekki að vera hægt,“ segir Pétur sem viðurkennir að hann sé þakklátur fyrir símtalið.Segja má að Fréttablaðið hafi bjargað Kaffi Vest. Fréttablaðið/GVA„Hefðir þú ekki hringt hefðu þeir bara selt ofan af okkur,“ segir Pétur. Samkvæmt nýbirtum ársreikningi Vesturbæjar-kaffihúss ehf. skilaði kaffihúsið vinsæla 270 þúsund króna hagnaði í fyrra. Þrátt fyrir að vera rekið réttum megin við núllið dróst hagnaður þess saman um nær 90 prósent frá því árið áður þegar hann nam rúmum 2,5 milljónum. Félagið Ferdinand ehf. á helmingshlut í Vesturbæ-kaffihúsi ehf. en eigendur þess eru þeir Einar Örn Ólafsson, Pétur Hafliði og sjónvarpsmaðurinn góðkunni Gísli Marteinn Baldursson. Rekstrartekjur kaffihússins námu 152 milljónum króna í fyrra sem var töluverð aukning frá árinu 2016 þegar tekjurnar námu 136 milljónum. Verri afkomu félagsins milli ára má að mestu rekja til hærri rekstrargjalda og munar þar mestu um aukinn launa- og starfsmannakostnað.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira